Fréttablaðið - 04.10.2012, Síða 34

Fréttablaðið - 04.10.2012, Síða 34
KYNNING − AUGLÝSINGSjúkraþjálfun & stoðtæki FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 20124 Niðurstöður nýlegra rann-sókna sýna að herðavöðvi (efri sjalvöðvi, e. upper trapezius) fólks er í f lestum til- fellum of langur og þá sérstak- lega hjá þeim sem eru með háls- verki. „Samkvæmt þessu ætti ekki að teygja vöðvana heldur frekar að styrkja þá og stytta,“ segir Dr. Harpa Helgadóttir, sjúkraþjálf- ari og sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis (Manual The- rapy). „Margir íþróttakennarar og sjúkraþjálfarar eru enn að segja fólki að teygja herðavöðva og æf- ingaáætlanir fyrir einstaklinga með hálsverki fela oftast í sér að vöðvinn er teygður.“ Truflanir á vöðvum Harpa hefur sjálf gert rannsóknir á axlargrindinni sem styðja þess- ar niðurstöður og skrifað vísinda- greinar um þær sem birst hafa í ritrýndum tímaritum. „Algeng- asta truflunin á axlargrindinni er að axlarhyrnan (acromion) sýgur niður og fram á við eða að herða- blöðin eru neðar en þau ættu að vera. Efri sjalvöðvinn er í þess- um tilfellum of langur auk þess sem fleiri truflanir á vöðvum geta spilað inn í. Ástæðan fyrir þessari truflun er sú að líkamsstaða fólks er oft og tíðum röng og vöðvarn- ir of slakir. Til dæmis þegar setið er við tölvu og enginn stuðningur er undir örmunum þá sígur axlar- grindin niður og lenging verður á vöðvum. Ef viðkomandi er í tölvu- vinnu þarf að hafa stuðning undir örmunum frá stól eða borði.“ Hún segir að hálsverkir séu almennt að verða stærra vandamál í þjóð- félaginu og að sú þróun hafi átt sér stað með aukinni kyrrsetu og notkun fartölva. Hreyfing nauðsynleg Til að koma í veg fyrir þetta vandamál og snúa því til baka er nauðsynlegt að byggja upp efri sjalvöðva og leiðrétta stöðu axl- argrindarinnar. Það á frekar að ráðleggja fólki með hálsverki að hreyfa sig, til að örva næringar- f læði til vefjanna, nudda auma vöðva og bæta líkamsbeitingu. „Sjúkraþjálfarar eru í dag að verða færari í að greina og með- höndla þessar truflanir og það er mikilvægt fyrir íþróttakennara og leiðbeinendur að fylgjast með nýjum rannsóknum til að fólk fái réttar leiðbeiningar og æfingar,“ segir Harpa. Teygjur gera oft illt verra Hálsverkir fólks eru yfirleitt tilkomnir vegna of langra vöðva en ekki of stuttra. Það er því ekki gott að teygja á hálsinum því þá er verið að gera illt verra. Armstuðningur er mikilvægur svo vöðvar sígi ekki og lengist. Hér sést herðablað sem er niðursnúið (scapular downward rotation). Niðursnúningur á herðablöðum leiðréttur (scapular downward rotation) með því að setja hendur á höfuð og færa olnboga aftur og láta handleggi aftur niður án þess að axlarhyrnan sígi niður. Hér má sjá nægan stuðning undir örmum. Sunna Jónína Sigurðardóttir var komin nokkrar vikur á leið þegar hún fór að kenna sér meins í mjóbaki. Hún leitaði sér aðstoð- ar vegna verkjanna hjá lækni og í framhaldi hjá Gáska. „Ég byrjaði hjá einum sjúkra- þjálfara sem sendi mig áfram til Sólrún- ar Sverrisdóttur sem sérhæfir sig í mein- um tengdum meðgöngu og mjaðmagrind. Ég var að vinna í garðyrkjudeildinni í Garð- heimum og þurfti oft að lyfta hlutum og bogra svolítið. Hjá Sólrúnu fékk ég góða hjálp við að lina verkina og leiðbeiningar um hvernig væri best fyrir mig að beita mér til að fyrirbyggja vandamál. Í dag er ég komin 30 vikur á leið af mínu öðru barni, en á fyrri meðgöngu var ég ekki eins slæm og ég hef verið núna. Það losnar um öll liðbönd vegna hormónaflæðis tengt með- göngunni, svo það hefur ýmislegt fleira komið upp á þessum tíma fyrir utan verki í baki; grindargliðnun, sinaskeiðabólga og vöðva- bólga. Þar sem ég er ófrísk get ég ekki tekið verkjalyf nema í litlu magni. Sjúkraþjálfunin hefur hins vegar gert það að verkum að ég er betri núna en þegar ég byrjaði en samt komin 30 vikur á leið. Sennilega hefði ég verið óvinnufær eða með skerta vinnugetu ef ég hefði ekki leitað aðstoðar sjúkraþjálfara.“ Er betri núna en í upphafi meðgöngu Gáski er rótgróin sjúkra-þjálfunar- og heilsurækt-arstöð sem starfrækt hefur verið í 25 ár. „Við leggjum áherslu á fræðslu, forvarnir og uppbyggj- andi æfingameðferð, samhliða meðferð hjá sjúkraþjálfara,“ segir Sólrún Sverrisdóttir, sjúkraþjálf- ari hjá Gáska. Sérhæfing mikilvæg Hjá Gáska starfa um 20 sjúkra- þjálfarar, hver og einn með sitt áhugasvið og sérhæfingu. „Mannslíkaminn er flókið fyrir- bæri og erfitt að vera sérfræðing- ur um allt. Þannig vísum við fólki okkar á milli eftir því sem við á. Til dæmis hefur Ragnar Hermanns- son sjúkraþjálfari sérhæft sig í axlavandamálum. Hann er með sérútbúinn sal hérna fyrir það sem er byggður út frá hugmynd- um hans og þekkingu. Ég sérhæfi mig svo í mjaðmagrindar- og með- gönguvandamálum.“ Vel tækjum búin Nauðsynleg tæki og tól sem til þarf við sjúkraþjálfun eru til staðar hjá Gáska auk tækjasals sem almenn- ingur getur keypt kort í. „Með korti hjá okkur fylgir leiðsögn sjúkra- þjálfara og aðstoð við að setja upp æfingaprógramm. Hér er ekki hávær tónlist og rólegra umhverfi en í stóru líkamsræktarstöðvun- um. Við erum auðvitað með öll nauðsynleg tæki til meðferðar á ýmsum vandamálum s.s. stutt- og hljóðbylgjutæki, leysitæki, togbekki ásamt fleiri tækjum. Ég er svo með sérstakan meðgöngu- bekk fyrir ófrískar konur til að þær geti legið á maganum.“ Verkir eru ekki eðlilegt ástand „Oft vill það verða svo að fólk leitar sér ekki aðstoðar fyrr en verkir eru orðnir mjög miklir. Við myndum vilja auka það að fólk leiti til okkar fyrr. Fólk er jafnvel búið að vera með verki lengi og taka verkjalyf til að slá á verkinn. Margir halda að meðferð hjá sjúkraþjálfara sé langtímameðferð. Í mörgum til- fellum reynist hins vegar nóg að koma til okkar í nokkur skipti. Þá er fólk jafnvel að beita sér rangt og við hjálpum því að leiðrétta það og kennum því leiðir til að styrkja sig ásamt fleiru.“ Vinnuvernd Sjúkraþjálfarar Gáska fara einn- ig í fyrirtæki úti í bæ og eiga náið samstarf við fyrirtækið Vinnu- vernd. Þá er m.a. verið að veita al- menna leiðsögn um líkamsbeit- ingu og bætta vinnuaðstöðu. „Það getur verið sniðugt fyrir fyrirtæki að nýta sér þessa þjónustu og bæta líðan starfsmanna sinna.“ Viðbragðsvakt Gáska Hefðbundna leiðin að sjúkraþjálf- ara er í gegnum lækni sem gefur tilvísun á sjúkraþjálfun. Þjónust- an er niðurgreidd af Sjúkratrygg- ingum Íslands. Í sumum tilfellum gæti þó verið um bráðatilvik að ræða. „Hjá Gáska erum við með viðbragðsvakt alla virka daga milli fimm og sjö. Ef upp kemur bráða- tilfelli getur fólk komið án þess að fara til læknis. Við erum í sam- vinnu við lækni ef viðkomandi þarf á frekari meðferð að halda. Við erum eina stöðin sem veitir þessa þjónustu.“ Nánari upplýsingar um Gáska er að finna á www.gaski.is. Við vinnum í verkjum Gáski er öflug sjúkraþjálfunarstöð með útibú í Bolholti og í Mjódd. Þar starfa öflugir sjúkraþjálfarar sem hjálpa fólki að losna við ýmis vandamál og verki. Sólrún Sverrisdóttir segir að mannslíkaminn sé flókið fyrirbæri og erfitt að vera sér- fræðingur um allt og þess vegna sérhæfa sjúkraþjálfararnir sig. MYND/VALLI Hjörtur Arnar Óskarsson fékk svokallaða kalkmyndun á bein, vöðva og sinar í öxl sem leiddi til þess að öxlin á honum festist. „Ég gat ekkert hreyft öxlina og átti orðið erfitt með svefn. Ef ég velti mér á hliðina í svefni þá vaknaði ég við gríðarlegan sársauka. Ég var frá vinnu í þrjá mánuði og var á sterk- um verkjalyfjum. Allt stefndi í að ég þyrfti að leggjast á skurðarborðið þegar ég hóf sjúkra- þjálfun hjá Ragnari Hermannssyni í Gáska. Hann teygði mig og togaði og nuddaði og lét mig gera fullt af æfingum þrjá daga í viku. Þessu fylgdi óbærilegur sársauki. Batinn lét hins vegar á sér standa og ég var alveg við það að gefast upp. Ragn- ar gafst hins vegar ekki upp og hvatti mig áfram og að lokum fór ég að finna fyrir breytingu. Sjúkraþjálfunin gerði það að verkum að ég þarf vonandi ekki á aðgerð á öxlinni að halda og ég get sofið á nóttunni og unnið á daginn. Verkirnir eru sáralitlir miðað við það sem var svo ég hef ekki þörf fyrir verkjalyfin lengur.“ Vinnufær og sef á nóttunni

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.