Fréttablaðið - 04.10.2012, Page 47

Fréttablaðið - 04.10.2012, Page 47
FIMMTUDAGUR 4. október 2012 35 Opið laugard. kl. 10-14 LANCÔME DAGAR Í DEBENHAMS 4. – 10. OKTÓBER Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir Lancôme vörur fyrir 9.000 krónur eða meira ~ Lancôme taska ~ Trésor Midnight Rose ilmur 5 ml ~ Visionnaire dropar 5 ml ~ Rouge in Love varalitur 379N ~ Teint Idole farði 5 ml ~ Genifique krem 5 ml ~ Hypnôse Doll Eyes maskari ferðastærð ~ Augnblýantur svartur Verðmæti kaupaukans 14.000 krónur Einnig aðrar gerðir kaupauka *E in n k au p au ki á v ið sk ip ta vi n . G ild ir m eð an b ir g ði r en d as t. www.facebook.com/LancomeIceland HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 04. október ➜ Sýningar 21.00 Óperusýningin Ráðskonuríki verður flutt á Café Rosenberg. Það er Alþýðuóperan sem setur verkið á svið á hátt sem aldrei hefur þekkst hérlendis. Miðaverð er kr. 2.000. 21.00 Leiksýningin Orð skulu standa heldur áfram göngu sinni í Þjóðleik- húskjallaranum í vetur. Fastir „leikarar” í sýningunni eru Sólveig Arnarsdóttir og Guðmundur Steingrímsson. Umsjón- armaður er Karl Th. Birgisson. Gestir á fyrstu sýningu vetrarins eru Björn Jör- undur Friðbjörnsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. ➜ Hátíðir 13.00 Reykjavík International Film Festival er fullu fjöri í Reykjavík. Dagskrá má nálgast á heimasíðunni http://riff. is/schedule. ➜ Bókmenntir 20.00 Höfundarkvöld með Kristof Magnusson verður á Súfistanum, í Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. Nýlega kom út bókin Það var ekki ég eftir Kristof í íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar. Aðgangur ókeypis. ➜ Tónlist 21.00 Hljómsveitin Skuggamyndir leikur þjóðlagatónlist frá Balkanskaga á sínum mánaðarlegu tónleikum á Café Haítí í Reykjavík. Aðgangseyrir kr. 1.500. 22.00 Herra Halli og Hverveithvað halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Hljómsveitin Ojba Rasta heldur útgáfutónleika í Iðnó. Miðasala fer fram á midi.is og í verslunum Brim í Kringl- unni og á Laugarvegi 71. ➜ Fyrirlestrar 17.00 Guðjón Andri Gylfason, lífefna- fræðingur og framhaldskólakennari heldur erindi um þáttun frumuhimnu þarmaþekjufrumna í Atlantshafsþorski. Andri setur efnið fram á almennu máli. Þetta er fyrsta erindið á fimmtudagsfyr- irlestraröð Akureyrarakademíunar í vetur og verður haldið í Samkomuhúsi Leik- félags Akureyrar, Borgarasal. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Klarínettið verður í önd- vegi á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld. Einleikari er sænski klarínettleikarinn Martin Fröst en honum hefur verið hampað sem einum af fremstu klar- ínettleikurum heims og þykir hafa einkennandi og persónulegan stíl. Franski hljómsveitar- stjórinn Yan Pascal Tortelier stjórnar hljómsveit- inni en hann hefur stjórnað öllum helstu stórhljómsveitum í heimi, þar á meðal Sin- fóníuhljómsveit Íslands á tónleikum á Listahá- tíð 1998. Fjögur verk eru á efnisskránni. Klarín- ettkonsertinn Peacock Tales eftir sænska tónskáldið A nders Hillborg; Première Rhapsodie eftir Claude Debussy; Tallis-fantas- ían eftir Vaughan Willi- ams og eina sinfónía Césars Franck. Fröst með Sinfóníunni Hafnarborg, menningar- og lista- miðstöð Hafnarfjarðar, efnir til Skuggaleika laugardaginn 6. október. Þar gefst tækifæri til að kynnast rannsóknum og tilraun- um sem tengjast skugganum á einn eða annan hátt. Þátttakend- ur halda stutt erindi um skugga út frá fræðasviði sínu og sérþekk- ingu. Tilefni Skuggaleikanna er sýningin SKIA – skuggi, sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Meðal fyrirlesara á Skuggaleikum, auk Guðna Tómassonar, listsagnfræð- ings og sýningarstjóra SKIA, eru Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur, Gunnar Steinn Valgarðsson og Hrafn Þorri Þór- isson frá Vitvélastofnun Háskól- ans í Reykjavík, Pétur Pétursson, prófessor í guðfræði, Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmað- ur, Snævarr Guðmundsson land- fræðingur, Soffía Valtýsdóttir arkitekt og Þorsteinn Vilhjálms- son eðlisfræðingur. Dagskráin hefst klukkan 13 og er ókeypis og öllum opin. Skuggaleikar í Hafnarborg GUÐNI TÓMASSON Sýningarstjóri Skia verður meðal þeirra sem leggja orð í belg. MARTIN FRÖST

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.