Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 48
4. október 2012 FIMMTUDAGUR36 36tónlist
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Í SPILARANUM
tonlist@frettabladid.is
Retro Stefson
Retro Stefson
Valgeir Sigurðsson
Architecture of Loss
Thee Attacks
Dirty Sheets
Goðsagnirnar í Kiss gefa út
sína tuttugustu hljóðvers-
plötu í næstu viku. Tæp
fjörutíu ár eru liðin frá
stofnun rokksveitarinnar.
Tuttugasta hljóðsversplata rokk-
goðsagnanna í Kiss, Monster,
kemur út í næstu viku.
Hún hefur að geyma tólf bein-
skeytt rokklög úr smiðju söngvar-
ans og gítarleikarans Pauls Stan-
ley, bassaleikarans tungulipra
Genes Simmons, gítarleikarans
Tommys Thayer og trommarans
Erics Singer.
Monster er fyrsta hljóðvers-
plata Kiss síðan Sonic Boom kom
út fyrir þremur árum. Hún var sú
fyrsta í ellefu ár frá sveitinni og
komst í annað sæti á bandaríska
Billboard-listanum. Upptökustjóri
á báðum þessum plötum var Paul
Stanley. Honum til aðstoðar var
Greg Collins og fóru upptökurnar
fram í Kaliforníu.
Ferill Kiss hefur verið magn-
aður. Á þeim tæpu fjörutíu árum
frá stofnun hljómsveitarinnar
hafa 28 plötur hennar náð gullsölu
í Bandaríkjunum [hálf milljón ein-
taka], sem er það mesta sem nokk-
urt bandarískt rokkband hefur
náð. Sveitin hefur selt fjörutíu
milljón plötur í Bandaríkjunum og
samtals yfir eitt hundruð milljónir
í öllum heiminum.
Kiss á rætur sínar að rekja til
Wicked Lester, rokkhljómsveitar
frá New York með Gene Simmons
og Paul Stanley í fararbroddi. Þeir
sögðu skilið við hina meðlimina
árið 1972 eftir að Epic Records
hafnaði útgáfu á plötu sem þeir
höfðu tekið upp. Seinna sama ár
kom Simmons auga á auglýsingu
í tímaritinu Rolling Stone frá
trommaranum Peter Criss. Hann
byrjaði að æfa með þeim félögum
og í janúar árið eftir bættist gít-
arleikarinn Ace Frehley við hóp-
inn. Á sama tíma var nafninu Wic-
ked Lester hent og Kiss tekið upp
í staðinn.
Kiss hefur verið dugleg við tón-
leikahald bæði í Evrópu og Banda-
ríkjunum undanfarin ár, við góðar
undirtektir hinna fjölmörgu aðdá-
enda sveitarinnar. Þar syngja þeir
hástöfum með goðunum sínum í
lögum á borð við Rock and Roll All
Nite, I Was Made For Lovin‘ You og
Lick It Up. freyr@frettabladid.is
Tuttugasta platan frá Kiss
20 Rokkararnir í Kiss gefa út sína tuttugustu hljóðversplötu í næsta mánuði. NORDICPHOTOS/GETTY
Aðdáaendaklúbbur Kiss á Íslandi,
Kiss Army Iceland, ætlar að hittast
á Glaumbar í nóvember í tilefni
nýju plötunnar. Hljómsveit mætir
á svæðið og spilar lög með Kiss,
spurningakeppni verður haldin
og horft verður á tónleika með
sveitinni. Klúbburinn var stofnaður í
sumar og meðlimirnir eru á fimmta
hundrað talsins.
Þráinn Árni Baldvinsson og
Heiðar Jónsson, sem eru í stjórn
klúbbsins, hittu meðlimi Kiss fyrir
tónleika hennar í Ósló í sumar.
„Fyrir tilviljum löbbuðum við fram
hjá hótelinu þeirra og sáum Paul
Stanley labba inn á hótelið. Við
fengum að hitta alla í bandinu
og þeir voru þvílíkt almennilegir,“
segir Þráinn, sem verður með
fyrstu mönnum til að tryggja sér
eintak af nýju plötunni hér á landi.
„Kiddi í Smekkleysu fær eintök á
föstudaginn eða mánudaginn. Þá
tekur maður vínyl og tvær til þrjár
mismunandi geisladiskaútgáfur.“
Hann bíður spenntur eftir að
heyra útkomuna: „Ég er búinn að
heyra eitt lag, Hell or Hallelujah, og
það er algjörlega frábært.“
KISS ARMY FAGNAR PLÖTUNNI Á GLAUMBAR
Á hverju ári fellur maður fyrir plötum sem maður gerði engar vænt-
ingar til. Óvæntasta uppáhaldsplatan mín á árinu 2012 er One Day I‘m
Going to Soar með Dexys, hljómsveit Kevins Rowland.
Rowland er auðvitað þekktastur fyrir verk sín með Dexys Midnight
Runners, sem var vinsæl á fyrri hluta níunda áratugarins og átti
smelli eins og Geno og Come on Eileen. Rowland segir að nafnið Dexys
hæfi nýju sveitinni vel af því
að tónlistin sé eins og hjá
þeirri gömlu, en samt ekki …
One Day I‘m Going to Soar
er frábær plata. Lagasmíðarn-
ar eru flottar og í útsetningun-
um blandast saman sálartón-
list (sem var útgangspunktur
DMR), diskó, popp og rokk.
Það eftirminnilegasta við plöt-
una eru samt textarnir.
One Day I‘m Going to Soar
er eins konar sjálfsævisögu-
leg þemaplata. Hún fjallar um
endalaus vandamál söguhetj-
unnar í samskiptum við hitt
kynið og þær efasemdir og
hugarangur sem þeim fylgja.
Þetta er bæði fyndin plata
og afhjúpandi og persónuleg.
Hún virkar eins og sambland af sjálfsþerapíu og kómískum söngleik.
Söguhetjan fer í gegnum öll stigin í ferlinu: Hann er ástfanginn, missir
áhugann, fyllist bölsýni, rífur sig niður og safnar kjarki á nýjan leik.
Söngur Rowlands er líka mjög skemmtilegur. Hann túlkar oft hugar-
ástand söguhetjunnar kostulega á leikrænan hátt.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kevin Rowland kemur á óvart. Hann
vakti mikla athygli árið 1999 þegar hann klæddist kjól utan á plötunni
My Beauty og á tónleikum í kjölfarið. Sú plata var léleg. Nýja platan er
hins vegar snilldarverk.
Kostulegur Kevin
SNILLDARVERK Kevin Rowland er í feiknagóðu
formi á Dexys-plötunni.
OJBA RASTA með Ojba Rasta er plata vikunnar.
„Hin stóra reggíhljómsveitin á Íslandi með
frábæra frumsmíð.“ - TJ
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
TÓNLISTINN
Vikuna 27. september - 3. október 2012
LAGALISTINN
Vikuna 27. september - 3. október 2012
Sæti Flytjandi Lag
1 Retro Stefson ..............................................................Glow
2 Muse .....................................................................Madness
3 Ásgeir Trausti ................................................. Leyndarmál
4 Moses Hightower ............................. Sjáum hvað setur
5 Valdimar ......................................................................... Sýn
6 Philip Phillips ............................................................Home
7 Mumford & Sons ............................................. I Will Wait
8 Ragnar Bjarnason / Jón Jónsson ...................... Froðan
9 Of Monsters And Men ..................................Dirty Paws
10 Maroon 5 ............................................... One More Night
Sæti Flytjandi Plata
1 Ásgeir Trausti .....................................Dýrð í dauðaþögn
2 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal
3 Moses Hightower ................................ Önnur Mósebók
4 Retro Stefson ..............................................Retro Stefson
5 Mugison ........................................................... 5 CD Pakki
6 Eivör ............................................................................Room
7 Mannakorn ......................................... Í blómabrekkunni
8 Sigur Rós ...................................................................Valtari
9 Ojba Rasta .......................................................Ojba Rasta
10 Mumford & Sons ..................................................... Babel
Glæsibæ • Sími 894 8060
www.rolo.is-Facebook