Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 50
4. október 2012 FIMMTUDAGUR38 bio@frettabladid.is 38 Leikstjórarnir Joe og Anthony Russo eru í óðaönn að undirbúa tökur á kvikmyndinni Captain America: The Winter Soldier. Leik- arinn Chris Evans mun bregða sér í gervi Captain America en óljóst er hvaða leikkona leikur á móti honum í myndinni. Russo-bræðurnir hafa upplýst að þeir myndu helst vilja fá leik- konurnar Emiliu Clarke sem fer með hlutverk Daenerys Targaryen í Game of Thrones, Jessicu Brown Findlay úr Downton Abbey, Teresu Palmer sem lék í I Am Number Four, Imogen Poots úr 28 Weeks Later eða Alison Brie sem fer með hlutverk Trudy Campbell í sjón- varpsþáttunum Mad Men til liðs við sig. Allar leikkonurnar fimm eru rísandi stjörnur og afskaplega hæfileikaríkar og á orðatiltækið „sá á kvölina sem á völina“ vel við því Russo-bræðurnir eiga erfitt verk fyrir hendi. Eru á óskalistanum Á ÓSKALISTANUM Emilia Clarke og Alison Brie eru í hópi fimm leik- kvenna sem orðaðar eru við hlutverk í kvikmyndinni Captain America: The Winter Soldier. NORDICPHOTOS/GETTY Spennumyndin Taken 2 verður frumsýnd í kvik- myndahúsum annað kvöld. Liam Neeson bregður sér aftur í hlutverk sérsveitar- mannsins Bryans Mills. Ári eftir að sérsveitarmaðurinn Bryan Mills bjargaði dóttur sinni úr klóm mannræningja er hann staddur í fríi í Istanbúl. Dóttir hans og fyrrverandi eiginkona koma í óvænta heimsókn til hans en endur- fundir fjölskyldunnar eru skamm- lífir. Glæpamaðurinn Murad Kras- niqi leitar hefnda því Mills myrti son hans í París árinu áður. Kras- niqi rænir því fyrrverandi eigin- konu Mills á meðan dóttir hins síðarnefnda leggur á flótta og aftur þarf Mills að nýta þekkingu sína til að bjarga ástvinum sínum úr klóm ósvífinna glæpamanna. Taken 2 er framhald spennu- myndarinnar Taken frá árinu 2008. Aftur er það Luc Besson sem fram- leiðir myndina og skrifar handritið ásamt Robert Mark Kamen. Leik- stjóri myndarinnar er hinn franski Olivier Megaton, en þeir Besson unnu einnig saman við gerð hasar- myndarinnar Colombiana, sem skartaði Zoe Saldana í aðalhlut- verki. Taken 2 fær hörmulega dóma á kvikmyndavefnum Rottentomatoes. com og hlýtur aðeins 7 ferskleika- stig af 100 mögulegum. Gagnrýn- endur segja samtölin í myndinni kjánaleg og að það eina sem geri Taken 2 þolanlega sé atriðin þegar Mills stekkur á milli húsþaka í æsispennandi eltingaleik. Á kvik- myndasíðunni Londonfilmfanatiq. com segir að með Taken 2 hafi Bes- son og Kamen eyðilagt fyrra sköp- unarverk sitt. Þrátt fyrir þessa neikvæðu dóma ætla 97 prósent lesenda Rottentomatoes.com að sjá myndina þegar hún kemur í kvik- myndahús. Liam Neeson fer aftur með hlut- verk sérsveitarmannsins Bryans Mills, Maggie Grace fer með hlut- verk Kim Mills, Famke Janssen leikur fyrrverandi eiginkonu Mills og Rade Šerbedžija leikur illmenn- ið Murad Krasniqi. Glímir aftur við glæpona Á HLAUPUM Liam Neeson bregður sér aftur í hlutverk sérsveitarmannsins Bryans Mills. Í Taken 2 leitar hann fyrrverandi konu sinnar sem hefur verið rænt. ● Liam Neeson er írskur leikari sem sló í gegn árið 1993 með hlutverki sínu í Schindler‘s List. Fyrir hlutverkið var hann tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna, Óskars- verðlaunanna og Golden Globe verðlaunanna sem besti leikari í aðalhlutverki. ● Maggie Grace er uppalin í bænum Worthington í Ohio í Bandaríkjunum. Hún hætti í menntaskóla og flutti ásamt móður sinni til Los Angeles í þeirri von að gerast leikkona. Hún hóf feril sinn með hlutverkum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum en vakti fyrst heimsat- hygli fyrir leik sinn í Taken. ● Famke Janssen er hollensk og vann áður sem fyrir- sæta. Fyrsta kvikmyndahlutverk hennar var sem hin illgjarna Xenia Onatopp í Bond-myndinni GoldenEye frá árinu 1995. ● Leikarinn Rade Šerbedžija, oft nefndur Rade Sher- bedgia á ensku, er af serbneskum uppruna. Hann var einn vinsælasti leikari fyrrverandi Júgóslavíu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hann hefur meðal annars leikið í X-Men: First Class, Harry Potter and the Deathly Hallows og sjónvarpsþáttunum CSI og 24. FJÖLÞJÓÐLEGT LEIKARALIÐ TAKEN 3 SINNUM hefur frumsýningardegi kvikmyndarinnar The Lone Ranger verið frestað. Johnny Depp fer með aðalhlutverk myndarinnar. Upprunalega stóð til að frum- sýna myndina sumarið 2011 en hún verður líklega frumsýnd 13. júlí næsta ár. ★★★★★ LAWLESS Yfirstíliseruð en kraftmikil saga frá blúsuðu og búsuðu tímaskeiði. ★★★★★ THE DARK KNIGHT RISES Helst til þunglamalegur lokakafli en mikil veisla fyrir augun. ★★★★★ THE CAMPAIGN Ekki sú hárbeitta pólitíska satíra sem einhverjir vonuðust eftir en himna- sending fyrir aðdáendur Wills Ferrell. ★★★★★ DJÚPIÐ Ekki fullkomin en skipar sér þó sess undir eins sem ein af bestu myndum Baltasars. ★★★★★ ÁVAXTAKARFAN Fyrir eldri börnin er þetta ef til vill brytjað niður í óþarflega smáa bita. En sem barnaefni fyrir þau yngstu er Ávaxtakarfan nokkuð vel heppnuð. ★★★★★ THE EXPENDABLES 2 Engin meistarasmíð en talsvert betri en fyrri myndin. ★★★★★ THE BOURNE LEGACY Stendur fyrri myndunum að baki en engu að síður frambærilegur njósna- tryllir sem byggir á óvenjutraustri formúlu. Framleiðslufyrirtækið Dream- Works hyggst búa til mynd um ævi WikiLeaks-stofnandans Juli- ans Assange. Leikarinn Benedict Cumberbatch hefur verið orðaður við hlutverk Assange. Vefsíðan Deadline.com segir að Jeremy Renner hafi einnig verið orðaður við hlutverk Assange og því sé ekki fullvíst að hlutverk- ið falli Cumberbatch í skaut. Bill Condon er líklegur til að leikstýra myndinni, en hann hefur meðal annars leikstýrt Kinsey, Dream- girls og tveimur síðustu myndunum í Twilight-myndaröðinni. Gæti leikið Assange Í HLUTVERK ASSANGE Leikarinn Benedict Cumberbatch gæti farið með hlutverk Julians Assange í nýrri mynd. NORDICPHOTOS/GETTY HEFST Í KVÖLD KL. 21.20 FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS ÞÚSUNDIR MYNDBANDA FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag KVIKMYNDARÝNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.