Fréttablaðið - 04.10.2012, Qupperneq 55
FIMMTUDAGUR 4. október 2012 43
„Hún er skemmtileg kántríhefðin hjá
Norðmönnum, þeir eru svo mikið kántrí,“
segir gítarleikarinn Sigurgeir Sigmunds-
son.
Hann spilar með norsku kántrísveit-
inni Big River Band einu sinni á ári á
hátíðinni Lofoten Country Music Festi-
val. Sveitin hefur gefið út eina plötu og
þrisvar komist á norska kántrívinsældar-
listann. „Íslendingar eru líka kántrísinn-
aðir en þeir eru feimnari við að sýna það.
Þeir eru feimnari við að setja upp hattinn
og fara í skóna og köflóttu skyrtuna.“
Sigurgeir hefur í 35 ár spilað rokk
með sveitum á borð við Start, Gildruna
og Drýsil en undanfarin ár hefur hann
fikrað sig út í kántríið með Klaufum og
Björgvini Halldórssyni. Þar spilar hann
á fetilgítara og kjöltustálgítara og er ein-
mitt stofnandi Rokk- og stálgítarskólans.
Aðspurður segir Sigurgeir sérstakt að
spila á fetilgítarinn. „Þetta er eiginlega
eins og að spila á gítarorgel,“ útskýrir
hann. Á gítarnum eru tveir tíu strengja
hálsar, átta fótpedalar og sex járn til að
stýra tónunum. Sigurgeir snertir aldrei
strengina með puttunum heldur notar
járn til að spila.
Hann leikur með Gildrunni á Eskifirði
á laugardaginn. Sama dag geta tónlistar-
unnendur fylgst með kynningu á hljóð-
færum hans, þar á meðal kjöltustálgít-
arnum sem hann grípur í með Gildrunni.
- fb
Íslendingar feimnir við kántríið
HJÁ GÍTARSAFNINU Sigurgeir Sigmundsson spilar á hverju ári með
norsku kántríhljómsveitinni Big River Band. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Aukatónleikum hefur verið bætt
við hipphopphátíðina YOLO sem
verður haldin á Þýska barnum
7. til 10. nóvember. Tónleikarnir
verða fyrir unglinga og fara þeir
fram í Stapanum í Reykjanesbæ
7. nóvember.
Eins og Fréttablaðið hefur
greint frá stígur bandaríski
rapparinn Hopsin frá útgáfunni
Funk Volume á svið á hátíðinni,
auk rjómans af íslenskum hipp-
hoppurum. Meðal þeirra eru For-
gotten Lores, Larry Bird, Úlfur
Úlfur, MC Gauti, Blaz Roca,
Steindi jr., Bent, Gísli Pálmi og
Friðrik Dór.
YOLO fyrir
unglingana
HOPSIN Bandaríski rapparinn Hopsin
tekur þátt í hátíðinni YOLO.
Trommuhátíðin Trommarinn
verður haldin í fjórða sinn á laug-
ardaginn í sal FÍH í Rauðagerði í
Reykjavík. Sem fyrr verða hljóð-
færaverslanirnar Hljóðfæra-
húsið/Tónabúðin, Rín og Tóna-
stöðin með allt það nýjasta til
sýnis úr slagverks- og trommu-
heimum og einnig stíga margir
af bestu trommuleikurum lands-
ins á svið. Heiðursverðlaun verða
veitt fyrir ævistarf og falla þau
að þessu sinni í hlut Péturs Östl-
und, fyrrum trommara Hljóma,
sem kemur til landsins af þessu
tilefni. 120 fyrstu gestirnir fá
happdrættismiða og aðgangur er
ókeypis.
Trommarinn
í fjórða sinn
PÉTUR ÖSTLUND Fyrrum tromm-
ari Hljóma fær heiðursverðlaun á
trommuhátíðinni.
Uppáhaldslykt Alexanders Skars-
gård er lyktin af pylsum. Hann
segist tengja lyktina við fallegar
bernskuminn-
ingar.
Skarsgård
ólst upp í suður-
hluta Stokk-
hólms og
skammt frá
heimili hans
var verksmiðja
er framleiddi
pylsur. „Lykt-
in sem barst frá
verksmiðjunni
var ekki góð, hún var frekar
ógeðfelld. En þessi lykt minnir
mig alltaf á æskuárin því þegar
ég gekk í skólann á morgnana
fann ég þessa lykt. Núna finnst
mér lyktin góð því hún minn-
ir mig á bernsku mína,“ sagði
Skarsgård sem er þó meinilla við
lyktina af ilmspjöldum.
Þykir pylsu-
lykt best
ALEXANDER
SKARSGÅRD