Fréttablaðið - 04.10.2012, Page 62
4. október 2012 FIMMTUDAGUR50
BESTI BITINN Í BÆNUM
Grínatriði með uppistandshópnum Mið-
Íslandi hafa að undanförnu verið sýnd í
þættinum FunnyHaHa TV á dönsku sjón-
varpsstöðinni Zulu og á milli dagskrárliða á
stöðinni.
„Við tókum upp helling af dóti og við eigum
meira inni. Síðan ráðum við sjálfir hvort við
notum eitthvað af því heima á Íslandi,“ segir
Halldór Halldórsson úr Mið-Íslandi.
Einnig hafa verið sýnd atriði á vefsíðunni
Funnyhaha.dk og í einu slíku sem gerist í
flugvél metast Halldór og tveir aðrir Mið-
Íslands-menn um hvað þeir ætla að gera
þegar þeir lenda í Kaupmannahöfn. Orð-
bragðið er nokkuð gróft í atriðinu þar sem
eiturlyf, kynlíf og Hells Angels í Danmörku
koma við sögu en Halldór kippir sér lítið upp
við það. „Við erum líka grófir. Við eigum
okkur margar hliðar,“ segir hann og veit
ekki til þess að aldurstakmörk séu á gríninu.
„Danir eru svo opnir og „ligeglad“. Það sem
er rosalega klúrt í uppistandi er heldur ekk-
ert svo dónalegt í „sketsum“.“
Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var
framleiðslufyrirtækið Douglas Entertain-
ment, sem er stýrt af grínistanum Casper
Christensen, á bak við upptökur Mið-Íslands
fyrir FunnyHaHa TV í sumar. „Þegar við
vorum þarna úti hittum við hann oft. Hann
var hress og hefur gaman af Íslendingum,“
segir Halldór, spurður út í Christensen. - fb
Eiturlyf, kynlíf og Hells Angels
MIÐ-ÍSLAND Atriði með uppistandshópnum hafa verið
sýnd í þættinum FunnyHaHa TV í Danmörku.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Nýja serían leggst frábærlega vel í mig
enda er mjög gefandi að fá tækifæri til
að styrkja sjálfstraustið hjá fólki,“ segir
Karl Berndsen. Skráning er nú hafin í
væntanlega sjónvarpsþætti hans sem
heita Í nýju ljósi.
Í nýju ljósi birtist á skjánum eftir ára-
mót en tökur hefjast síðar í þessum mán-
uði. Útlits- og lífsstílsráðgjöf Karls er fyr-
irferðarmest í þáttunum, en að þessu sinni
leitar hann að þátttakendum af báðum
kynjum og líka pörum, systkinum
og vinum. Karl er vongóður um
að karlpeningurinn skrái sig
til leiks. „Ég er bjartsýnn, þótt
auðvitað sé ómögulegt að vita
hvernig þátttakan verður. Ég
held samt að íslenskir karl-
menn séu mun opnari og
óþvingaðri en margir kynbræður þeirra erlendis,“
segir Karl. Hann hvetur alla sem eru reiðubúnir
að fara í sjálfskoðun og vilja gera jákvæðar
breytingar að taka þátt.
Karl hefur getið sér gott orð sem hárgreiðslu-
maður og veitt útlitsráðgjöf árum saman. Í
þáttunum ætlar Karl að leggja áherslu á að
fræða áhorfandann. „Allir eiga að geta nýtt
sér þær upplýsingar sem ég veiti. Ég stefni á
að kynna ýmislegt fróðlegt og tvinna það svo
saman við útlitsráðgjöfina í hverjum
þætti fyrir sig.“ Allir yfir átján
ára geta skráð sig á vefsíðunni
Stod2.is. - áp
Íslenskir karlmenn opnir
HEFUR TÖKUR Á NÝRRI SERÍU
Karl Berndsen ætlar að veita
körlum og konum útlitsráðgjöf í
nýrri þáttaröð.
FRÁ BOLVÍKINGAFÉLAGINU
BOLVÍKINGAMESSA OG KAFFI 2012
Árleg Bolvíkingamessa
verður haldin í Bústaðakirkju í
Reykjavík sunnudaginn 7. október.
Messan hefst kl. 14:00.
Að messu lokinni verður kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar
í umsjón kaffinefndar Bolvíkingafélagsins. Bolvíkingar eru
hvattir til að mæta og eiga notalega stund í góðra vina hópi.
Þeir sem sjá sér fært að koma með meðlæti með kaffinu fá
alúðarþakkir.
Stjórn Bolvíkingafélagsins
Dublin
87.900 kr.*
*m.v. 2 fullorðna í tvíbýli á Hotel Camden Court með morgunmat.
„Það er aldrei nóg af söng og
gleði,“ segir Sigurgeir Ingi Þor-
kelsson, varaforseti nemenda-
félags Menntaskólans við Hamra-
hlíð og einn forsprakka nýstofnaðs
Glee-klúbbs í skólanum.
Klúbburinn er að fyrirmynd
bandarísku sjónvarpsþáttanna
Glee sem fjalla um hóp ungs fólk í
menntaskóla sem sameinast í söng
og dansi. Í kjölfar vinsælda þátt-
anna hafa Glee-klúbbar sprottið
upp út um allan heim, en Sigur-
geir er þess fullviss að þessi sé sá
fyrsti hér á landi.
Hugmyndin að klúbbnum
kviknaði í tengslum við kosn-
ingabaráttu núverandi forseta
nemendafélagsins, Hjalta Vig-
fússonar, í vor. Sigurgeir gengur
svo langt að fullyrða að kosninga-
loforð Hjalta um stofnun Glee-
klúbbs innan veggja MH hafi
tryggt honum sigurinn. „Fyrst
var hugmyndin sett fram meira
í gríni en alvöru, en vegna fjölda
áskorana var ákveðið að hrinda
henni í framkvæmd. Yfir hundr-
að manns hafa boðað komu sína
á fyrsta fundinn,“ segir Sigur-
geir, en téður stofnfundur verður
haldinn í dag klukkan hálf fjögur.
„Ég auglýsi eftir íslensku nafni á
klúbbinn. Hugsanlega gæti hann
heitið Gleðiklúbburinn,“ veltir
Sigurgeir fyrir sér.
Hann hvetur nemendur annarra
menntaskóla til að fara að þessu
fordæmi og stofna Glee-klúbb. Þá
sér hann fyrir sé svokallaða Glee-
keppni milli skólanna í framtíð-
inni. „Við erum svo heppin að hafa
góðan aðgang að listafólki hér í
MH. Hér er listdansbraut og mikið
af hæfileikaríku tónlistarfólki.
Við höfum í það minnsta efnivið-
inn í þetta og það væri gaman að
skora aðra skóla á hólm.“
Í sjónvarpsþáttunum bresta
meðlimir klúbbsins í söng í tíma
og ótíma en Sigurgeir er ekki viss
um að sú verði raunin hjá MH-ing-
unum. „Nei, ég held að við einbeit-
um okkar að því að æfa atriði og
sýna svo skólafélögunum afrakst-
urinn. Sjálfur ætla ég að beita mér
fyrir því að við byrjum á laginu
Don‘t Stop Believing með Journey,
sem er svona klassískt Glee-lag.“
alfrun@frettabladid.is
SIGURGEIR INGI ÞORKELSSON: ALDREI NÓG AF GLEÐI OG SÖNG Í MH
Mikil aðsókn í Glee-klúbb
NÓG AF SÖNG OG GLEÐI Sigurgeir Ingi Þorkelsson sést hér ásamt öðrum stofnendum Glee-klúbbs Menntaskólans við Hamrahlíð
en yfir hundrað manns hafa boðað komu sína á stofnfundinn sem haldinn verður í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
■ Hóf göngu sína árið 2009.
■ Fjórða serían er núna í sýningu í
Bandaríkjunum.
■ Í aðalhlutverkum eru meðal
annars leikararnir Dianne Agron,
Lea Michele og Cory Monteith
sem öll hafa orðið fræg í kjölfarið.
■ Fyrsta sería Glee var tilnefnd
til nítján Emmy-verðlauna og
fjögurra Golden Globe-verðlaun.
■ Aðdáendur þáttanna kalla sig
Gleeks á samskiptamiðlum á borð
við Twitter og Facebook, en það
er samsetning á ensku orðunum
glee og geeks.
■ Þættirnir fjalla um hóp krakka í
menntaskóla sem dansa og syngja
saman. Eitt af lykilatriðum á bak
við vinsældir Glee er að leikararnir
taka fyrir vinsæl lög samtímans
og útfæra með sínum eigin hætti.
Íslenska söngkonan Björk hafnaði
beiðni aðstandenda Glee um að
nota lag hennar í síðustu seríu.
STAÐREYNDIR UM SJÓNVARPSÞÁTTINN GLEE
„Ætli ég verði ekki að segja
að besti bitinn í bænum séu
pönnukökurnar sem Arnar,
maðurinn minn, bakar fyrir mig
á sunnudagsmorgnum.“
Unnur Malín Sigurðardóttir, meðlimur
hljómsveitarinnar Ojba Rasta.