Fréttablaðið - 24.10.2012, Page 20

Fréttablaðið - 24.10.2012, Page 20
 | 6 24. október 2012 | miðvikudagur VIÐSKIPTI | FRÉTTASKÝRING Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofn- endur Bakkavarar, eru orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins er eignarhluti þeirra nú um 40 prósent. Fyrir hann hafa þeir greitt yfir átta milljarða króna. Greint var frá því í Fréttablaðinu í lok september að bræðurnir væru komnir með um 30 prósenta eignarhlut í Bakka- vör eftir að aðilar á þeirra vegum, meðal annars íslensk verðbréfafyrirtæki, hófu að gera innlendum hluthöfum tilboð í hluti þeirra í félaginu. Þá höfðu hluthafar á borð við þrotabú Glitnis og Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) selt bræðr- unum hlut sinn. Síðan þá hafa aðrir hluthafar, meðal annars Íslandssjóðir (sjóðstýringarfélag í eigu Íslandsbanka), MP banki og minni lífeyrissjóðir, selt Lýð og Ágústi hluti sína. Ferli hafið Á aðalfundi Bakkavarar Group í maí síð- astliðnum voru samþykktar umtalsverðar breytingar á félaginu. Í þeim fólst meðal annars að kröfuhafar Bakkavarar Group myndu breyta kröfum sínum á félagið í hlutafé í bresku móðurfélagi samstæð- unnar, að Bakkavör Group yrði slitið, að bræðurnir myndu fá að kaupa fjórðungs- hlut í breska félaginu og að hluthafasam- komulag sem tryggði þeim meirihluta stjórnarmanna í Bakkavör yrði fellt úr gildi. Það samkomulag hafði verið í gildi frá því að nauðasamningar Bakkavarar voru samþykktir árið 2010. Greiddu sér níu milljarða í arð Fjórðungshlutinn fengu bræðurnir að kaupa á um fjóra milljarða króna. Innra virði Bakkavarar miðað við eigið fé er um 20 milljarðar króna, og því ljóst að bræð- urnir greiddu minna en eina krónu fyrir hverja nafnvirðiskrónu. Í kjölfarið hófu þeir mjög markvisst að reyna að kaupa hlutafé annarra hluthafa og buðust til að greiða í reiðufé. Tilboðið á þeim tíma var um 70 aurar á hverja nafn- virðiskrónu. Viðmælendur Markaðarins sem tengjast málinu segja að fjármagnið sem bræðurnir buðu hafi ekki verið lánsfé frá fjármagnsstofnunum. Mikið var því rætt um hvaðan bræðurnir fengu féð. Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart að Lýður og Ágúst væru með fé á milli handanna. Fyrir hrun var hollenskt félag í þeirra eigu, Bakkabræður Holding B.V., aðaleigandi fjárfestingafélagsins Ex- istu sem hélt meðal annars á eignar hlut þeirra í Bakkavör auk þess að vera stærsti eigandi Kaupþings. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arð- greiðslur á uppgangsárunum fyrir hrun. Alls fékk félagið tæpa níu milljarða króna í arðgreiðslur á árunum 2005 til 2007. Bæta duglega við sig Bræðrunum varð strax töluvert ágengt. LSR seldi til að mynda sinn hlut í félaginu til þeirra, þó í gegnum þriðja aðila. Þann 27. september síðastliðinn var síðan haldinn hluthafafundur í Bakkavör Group til að slíta félaginu. Þegar kom að honum höfðu bræðurnir þegar tryggt sér rúmlega 30 prósenta hlut. Á meðal þeirra aðila sem höfðu líka selt þeim eignarhlut sinn var þrotabú Glitnis. Verðið sem þeir voru að greiða fyrir hlutina hafði þó farið hægt og bítandi hækkandi og var komið yfir eina krónu fyrir hverja krónu á nafnvirði. Í kjölfar slitanna má ekki lengur stunda viðskipti með „gömlu“ íslensku hluta- bréfin í Bakkavör Group án undanþágu Ágúst og Lýður Guðmundssynir orðnir aðaleigendur Bakkavarar Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru aftur orðnir stærstu eigendur Bakkavarar sem þeir stofnuðu árið 1986. Fyrrum kröfuhafar þeirra hafa unnvörpum selt þeim hluti. Hafa keypt fyrir meira en átta milljarða króna á þessu ári. Hollenskt félag í eigu bræðranna greiddi sér tæpa níu milljarða út í arðgreiðslur á árunum fyrir hrun. BAKKAVÖR Gerður var nauðasamningur við kröfuhafa Bakkavarar árið 2010. Í honum fólst að bræðurnir gætu eignast aftur hlut í fyrirtækinu ef þeir myndu greiða kröfuhöfum að fullu til baka. Þegar það gekk ekki eftir fengu þeir að kaupa 25 prósenta hlut. Þeir hafa síðan jafnt og þétt bætt við þá eign. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tvö félög í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs, Korkur Invest og BV Finance, hafa undanfarið komið með umtals- verða fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands. Morgunblaðið greindi frá því að bræðurnir hefðu komið með 463 milljónir króna til landsins í júlí í gegnum BV Finance. Korkur Invest hafði síðan alls gefið út skuldabréf upp á þrjá milljarða króna í ágúst síðastliðnum, samkvæmt tilkynn- ingu til fyrirtækjaskráar, og hefur heimild til að gefa út milljarð króna til viðbótar. Rúmlega tuttugu prósenta afsláttur fæst á íslenskum krónum með því að koma með fé í gegnum fjárfestingaleið Seðla- bankans. Því er ljóst að bræðurnir hafa fengið nokkur hundruð milljóna króna virðisaukningu á það fé sem þeir hafa komið með inn í landið með þessum hætti. Hafa fengið hundruð milljóna afsláttFyrsti stjórnarfundur í hinu breska Bakkavör eftir slitin á gamla móður- félaginu var haldinn í byrjun þessa mánaðar. Það var líka fyrsti fundurinn sem haldinn var eftir að hluthafasam- komulag sem tryggði bræðrunum meirihluta í stjórn var fellt út gildi. Heimildir Markaðarins herma að sú blokk sem fer með meirihluta í félaginu hafi gert kröfu um að fá að skipa stjórnarformann í því á fund- inum, en Lýður Guðmundsson situr nú í því sæti. Í fyrsta lagi voru færð þau rök fyrir tillögunni að ekki gengi að bræðurnir héldu tveimur valda- mestu stöðunum innan Bakkavarar- samstæðunnar, en Ágúst er forstjóri hennar. Í öðru lagi töldu þeir í besta falli óþægilegt að Lýður sæti sem stjórnar- formaður vegna ákæru sem sérstakur saksóknari gaf út á hendur honum fyrir skemmstu. Það skapaði vandræði í Bretlandi og væri ekki félaginu til framdráttar að hann gegndi stöðunni á meðan málið væri leitt til lykta. Ákæran var þingfest 11. október síðast- liðinn og lýsti Lýður þá yfir sakleysi sínu. Honum er gefið að sök að hafa framið stórfellt brot á hluthafalögum og villandi upplýsingagjöf þegar hlutafé í Existu var aukið um 50 millj- arða króna í desember 2008. Félag Lýðs og Ágústs skráði sig fyrir aukning- unni en ætlaði einungis að greiða einn milljarð króna fyrir. Milljarðurinn kom frá Lýsingu, dótturfélagi Existu, í formi láns en skilaði sér aldrei lengra en inn á vörslureikning hjá Logos. Þá hefur embætti sérstaks sak- sóknara einnig haft til rannsóknar sölu á 39,6 prósenta hlut Existu, sem bræðurnir stýrðu, í Bakkavör til félags í þeirra eigu með kúluláni frá Existu haustið 2008. Rannsókn málsins er nú lokið og liggur það nú hjá saksóknara sem þarf að taka ákvörðun um hvort ákært verður. Bræðurnir voru ekki sáttir við til- löguna og bentu á að þeir, sem stærstu einstöku eigendur Bakkavarar, ættu rétt á formannssætinu. Ákveðið var að fresta málinu á síðasta fundi en heimildir Markaðarins herma að meiri- hlutablokkin ætli sér formannsstólinn í náinni framtíð. Í stjórn Bakkavarar í dag sitja Lýður og Ágúst, Halldór Bjarkar Lúðvígs- son, framkvæmdastjóri fjárfestinga- bankasviðs Arion banka, Bjarni Þórður Bjarnason, aðstoðarframkvæmdastjóri Arctica Finance, og Guðmundur Oddsson, lögmaður hjá Lex sem er nýr í stjórninni. Barist um stjórnarformannstólinn FYRIR DÓMI Lýður er ákærður fyrir sinn þátt í ólögmætri hlutafjáraukningu í Existu sem framkvæmd var í desember 2008. Hún tryggði bræðrunum áframhaldandi yfirráð yfir félaginu. Þeir hafa síðan misst þau yfirráð. BAKKAVÖR Seðlabankans heldur þurfa slík viðskipti að fara fram í Bretlandi og með hluti í breska móðurfélaginu. Áður en það gerðist bættu bræðurnir þó duglega við sig. Þeir keyptu meðal annars hluti Ís- landssjóða, MP banka og minni lífeyris- sjóða. Verðið sem þeir greiddu fyrir var komið upp í meira en 1,5 krónur á hverja nafnvirðis krónu. Viðmælendur Markað- arins eru sammála um að meðalverð hafi líklega verið um ein króna fyrir hverja nafn virðis krónu. Samkvæmt því hafa bræðurnir greitt um átta milljarða króna fyrir um 40 prósenta hlut sinn. Stærstu einstöku eigendurnir Staðan í Bakkavör er því þannig í dag að bræðurnir eru stærstu einstöku eigendur félagsins með um 40 prósenta hlut. Hópur íslenskra kröfuhafa hefur myndað blokk á móti þeim og er með rúmlega 50 pró- senta eignarhlut. Á meðal þeirra sem tilheyra þeirri blokk eru Arion banki (34 prósent), Lífeyrissjóður verzlunar- manna (sjö prósent ) og Gildi lífeyris- sjóður (fimm prósent). Auk þess eru Al- menni lífeyrissjóðurinn, Sameinaði líf- eyrissjóðurinn og Stafir lífeyrissjóður hluti af blokkinni. Afar ólíklegt er talið að þessir aðilar muni selja eignarhlut sinn til bræðranna. Aðrir eigendur eru vogunarsjóðurinn Burl- ington Loan Management Ltd. Sem hefur eignast alls um fimm prósenta hlut með upp- kaupum á kröfum og hlutafé. Þessi sjóður er líka á meðal stærstu eigenda Klakka, sem áður hét Exista, og stærstu kröfuhafa þrota- búa Kaupþings og Glitnis. Heimildir Markað- arins herma að Burlington sjái sér frekar hag í að vinna með Arion banka og lífeyrissjóð- unum en bræðrunum. Það sem upp á vantar, um fimm prósent hlutur, er í eigu fyrrum A- hlutabréfaeigenda í Bakkavör.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.