Fréttablaðið - 24.10.2012, Page 32

Fréttablaðið - 24.10.2012, Page 32
24. OKTÓBER 2012 MIÐVIKUDAGUR10 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða! Miðasala í fullum gangi! Sýnt í Borgarleikhúsinu í október, nóvember og desember. Sýningar í Hofi á Akureyri í nóvember. Skipting eftir eignaflokkum FJARSKIPTI Þorgils Jónsson | thorgils@frettabladid.is Áhugasamir Íslendingar geta átt þess kost eftir næstu áramót að nýta snjallsíma til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Íslenska korta- fyrirtækið Valitor stendur fyrir þessu verkefni ásamt Visa Eu- rope og hugbúnaðarfyrirtækinu Oberthur Technologies. Mark- miðið er að innleiða nýja tækni sem býður upp á snertilausar kreditkortagreiðslur með snjall- síma við posabúnað. „Þetta eykur hagræði fyrir neytendur og kemur sér líka vel fyrir kaupmenn þar sem kaup ganga fljótar fyrir sig,“ segir Henrik Bromée frá Visa Europe, en hann var staddur hér á landi til að kynna tæknina á ráðstefnu um kortaviðskipti á alþjóðlegum vettvangi sem Valitor stóð fyrir. Visa prófaði tæknina með góðum árangri á Ólympíuleikunum í London, að sögn Henriks, en hann segir Ísland vera kjörinn vettvang fyrir næsta tilrauna- verkefni. „Bæði eru Íslendingar sér á báti hvað varðar kortaeign og notkun, en hér eru 2,5 Visakort á hvern mann, samanborið við innan við eitt á mann í Evrópu, og svo er snjallsímanotkun líka mjög útbreidd.“ Kristján Harðarson, sviðsstjóri markaðs- og þjónustusviðs Val- itor, tekur undir það og bendir á að samkvæmt nýlegri könnun MMR sé yfir helmingur lands- manna með snjallsíma. Kerfið gengur þannig fyrir sig að notandi fær útgefið sérstakt símkort með innbyggðri flögu frá kortafyrirtækinu, og setur svo upp forrit í símanum sínum, en fyrsta kastið verður hægt að setja það upp í tveimur tegundum af Samsung-símum. Við kaup fyrir lægri upphæð en 3.500 krónur nægir að bera símann upp að posanum, en fyrir hærri upphæðir þarf að slá inn pin-númer á símann. Vilji notendur hins vegar auka öryggið enn frekar er hægt að búa svo um að pin-númer sé alltaf notað. Hvað varðar öryggi segir Krist- ján að þetta nýja fyrirkomulag sé í engu óöruggara. „Síminn er í raun greiðslukort, en í þessu nýja kerfi er hægt að loka fyrir kortið með tilkynn- ingu til okkar enn hraðar en nú er mögulegt. Þannig er nýja kerfið enn öruggara að mörgu leyti.“ Hvað varðar kostnað segir Kristján að ljóst sé að kaupmenn munu ekki bera aukinn kostnað af þessu fyrirkomulagi, en hvað not- endur áhrærir segir Kristján að ekkert hafi enn verið ákveðið en það muni skýrast með reynslunni. Henrik segir aðspurður að Visa Europe líti þannig á að framtíðin liggi á þessu sviði. „For stjórinn okkar hefur að minnsta kosti látið hafa það eftir sér að árið 2020 verði allar færslur með Visa gerðar með síma eða álíka tæki.“ Sé þó litið til nánustu framtíðar hér á landi hefur tilraunaverk- efnið verið í undirbúningi frá því í febrúar og á næstu vikum verð- ur komið upp posum á sölu stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir ára- mót munu fimmtíu korthafar fá tilboð um að prófa kerfið til að ganga úr skugga um að allt verði til reiðu í upphafi næsta árs þegar þúsund símkort og þrjú þúsund snertilaus greiðslukort verða gefin út og allt fer á fulla ferð. „Þannig verður það út næsta ár,“ segir Kristján, „en ef að allt gengur að óskum, eins og ég býst við, verður jafnvel hægt að stíga skrefið til fulls fyrr.“ Snjallsíminn greiðslu- máti framtíðarinnar Valitor hleypir af stokkunum tilraunaverkefni þar sem hægt verð- ur að borga með snjallsímum í posa án snertingar. Þúsund símar verða með eftir áramót. Talið að fyrir 2020 verði kortafærslur komnar yfir í snjallsíma eða álíka tæki. Í SÍMANUM Kristján Harðarson hjá Valitor og Henrik Bromée frá Visa Europe eru sannfærðir um að framtíðin liggi í snjallsímunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skuldabréf 6,27% Keldukrónur 39,42% Hlutabréf 23,73% Sjóðir 20,56% Gjaldmiðlar 10,01% EFSTU SPILARAR Bjarni Kolbeinsson ▲ 8,78 Rakel Ásgeirsdóttir ▲ 8,36 Benedikt Benediktsson ▲ 6,28 Tómas Árni Jónsson ▲ 6,15 Jónína Olsen ▲ 6,08 Óli Þór Ásgeirsson ▲ 5,69 Kjartan Ásþórsson ▲ 4,63 Gísli Halldórsson ▲ 3,73 Stefán Jónsson ▲ 3,44 Ingólfur Árni Gunnarsson ▲ 3,42 Eina sjónvarpsstöðin í heiminum sem helguð er sönnum sakamálum ID: INVESTIGATION DISCOVERY ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.