Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 2
30. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR2
Alveg mátulegur
Heimilis
GRJÓNAGRAUTUR
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
STJÓRNSÝSLA „Það á að standa við
gerða samninga,“ segir Bjarni K.
Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri
í Borgarbyggð, sem í harðorðu
bréfi til byggðaráðs sakar Háskól-
ann á Bifröst um að standa ekki
við samning um brunavarnir á
Bifröst.
Bjarni vitnar til samkomulags
sem gert var um síðustu aldamót.
Samkvæmt því hafi skólinn á Bif-
röst átt að útvega frítt húsnæði
undir búnað á staðnum. Hann
undirstrikar að við þetta hafi
aldrei verið staðið.
„Heldur var
slökkviliðið á
sífelldum hrak-
h ólu m me ð
búnað sinn, til
dæmis í óupp-
hituðum gámi,
kaldri skemmu
hjá skógrækt-
inni á Hreða-
vatni og var
h a n n j a f n -
vel geymdur úti við á kerru og
mættum við oft á tíðum ótrúlegri
heimtufrekju af hálfu skólans
varðandi fyrirkomulag þessara
mála á staðnum,“ segir Bjarni í
bréfinu til byggðaráðs Borgar-
byggðar.
Aðspurður um þessa meintu
heimtufrekju nefnir Bjarni að á
tímum hraðrar uppbyggingar á
Bifröst hafi þurft að hafa tankbíl
á staðnum því ekki hafi verið þar
fullnægjandi aðgangur að staðn-
um. „Við vorum látnir færa tank-
bílinn til og frá því hann þótti
skemma ásýnd staðarins. Þetta
var rauður og hvítur Scania-bíll,
mjög fallegur,“ segir slökkviliðs-
stjórinn sem til viðbótar nefnir í
bréfi sínu að að búnaður sem átti
að fylgja af hálfu Bifrastar hafi
að mestu verið ónothæfur
„Dagljóst er að þarna var pen-
ingum kastað á glæ,“ segir Bjarni
áfram í bréfinu, löngu tímabært
sé að endurskoða samninginn við
Bifröst. „Í dag eru ekki tímar
meðvirkni eins og þeir voru hér
um slóðir líkt og annars stað-
ar heldur tímar ráðdeildar og
gagnsæis þar sem gerðir samn-
ingar skuli haldnir af báðum aðil-
um.“
Bjarni ítrekar við Fréttablaðið
að á sama tíma og slökkviliðinu sé
gert að spara kosti brunavarnirn-
ar á Bifröst Borgarbyggð mikið
fé. Slökkviliðið hafi sjálft þurft
að útvega búnað sem vantaði og
tekið húsnæði á leigu yfir hann.
Bryndís Hlöðversdóttir, rekt-
or á Bifröst, segir brunavarnir
þar vera mjög til fyrirmyndar
og sérstaka ánægju með þjón-
ustu Slökkviliðs Borgarbyggðar í
þau örfáu skipti sem þurft hafi að
kalla það til.
„Ég vek athygli á að málið snýst
ekki um brunavarnir, heldur um
það hver skaffar og greiðir fyrir
húsnæði fyrir búnað og slökkvibíl
sem er hér og í næsta nágrenni.
Frá því að ég tók við starfi rekt-
ors hefur ekki staðið á skólan-
um að útvega húsnæði undir
slökkvidælu og annan nauðsyn-
legan búnað sem þarf að vera á
staðnum eða í næsta nágrenni og
því kemur þessi umkvörtun mér
verulega á óvart. En ég mun óska
eftir fundi með Borgarbyggð til
að ræða þessi mál í kjölfar bréfs-
ins.“ gar@frettabladid.is
Slökkviliðsstjóri segir
heimtufrekju á Bifröst
Tími meðvirkni er liðinn segir slökkvliðsstjóri í Borgarbyggð sem sakar Háskól-
ann á Bifröst um að standa ekki við samning um brunavarnir og vera „ótrúlega
heimtufrekan“. Rektor segir kvörtun slökkviliðsstjórans koma sér mjög á óvart.
FRAKKLAND Saddam Hussein, fyrr-
verandi Íraksforseti, hefur verið
tengdur við morð á breskri fjöl-
skyldu og frönskum hjólreiða-
manni í frönsku Ölpunum í haust.
Saddam er sagður hafa lagt inn
840 þúsund bresk pund, jafngildi
rúmlega 170 milljóna íslenskra
króna, inn á svissneskan banka-
reikning í eigu föður verkfræð-
ingsins Saads al-Hilli sem var
skotinn til bana á bílastæði ásamt
eiginkonu sinni og tengdamóður.
Faðir Saads al-Hilli, Kadhim,
hafði verið í nánum tengslum við
stjórnmálaflokk Saddams
Husseins en hann flúði til
Bretlands á áttunda áratug
síðustu aldar. Samkvæmt
fréttavef breska blaðsins
The Guardian, sem vitnar
í franska blaðið Le Monde,
hefur heimildarmaður
innan frönsku lögregl-
unnar greint frá því að
þýska leyniþjónustan
hafi rakið slóð fjárins
til Íraksforseta.
Á fréttavef The
Guardian segir að pen-
ingarnir hafi verið lagðir inn á
bankareikning í Genf í Sviss
sem er í klukkustundar akst-
ursfjarlægð frá staðnum þar
sem skotárásin var gerð.
Tvær dætur hjónanna,
fjögurra og sjö ára,
komust lífs af. Sú
yngri faldi sig
undir pilsi
móður sinn-
ar en sú
eldri fékk
skotsár í
höfuðið. - ibs
Ný kenning um skotárásina á fjölskyldu og hjólreiðamann í frönsku Ölpunum:
Milljónir Saddams taldar ástæðan
SADDAM HUSSEIN
FRAKKLAND, AP Francois Hollande
Frakklandsforseti átti í gær fund
með Eric Schmidt, framkvæmda-
stjóra tölvu-
fyrirtækisins
Google.
Frakkar
hafa í hyggju
að leggja skatt
á leitarvélar,
eins og þá sem
Google er með
á netinu, þann-
ig að greiða
þurfi skatt í
hvert sinn sem efni úr frönskum
fjölmiðlum kemur fram í leitar-
niðurstöðum.
Google-stjórnendur er ekki
sáttir við þau áform og hóta að
útiloka franskar vefsíður frá leit-
arniðurstöðum.
Þýsk stjórnvöld eru að velta
fyrir sér að setja sams konar lög,
og fjölmiðlar á Ítalíu hafa einnig
lýst yfir stuðningi við slíkt fyrir-
komulag. - gb
Frakkar ræddu við Google:
Google-skattur
í undirbúningi
FRANCOIS
HOLLANDE
NEYTENDUR Forsætisráðherra
hefur skipað nefnd sem gera á
úttekt á neytendavernd á fjár-
málamarkaði. Nefndin á einnig
að setja fram tillögur um hvernig
styrkja megi stöðu einstaklinga
og heimila gagnvart aðilum á
fjármálamarkaði sem veita neyt-
endalán.
Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir,
lögfræðingur í atvinnuvegaráðu-
neytinu, er formaður. Varafor-
maður er Ágúst Ólafur Ágústs-
son, ráðgjafi forsætisráðherra
í efnahags- og atvinnumálum.
Aðrir í nefndinni eru Einar Árna-
son, Björg Fenger, Aðalsteinn
Sigurðsson og Jónas Guðmunds-
son. - þeb
Á að styrkja stöðu neytenda:
Skipa nefnd um
neytendavernd
SÝRLAND, AP Lítið varð úr fjögurra
daga vopnahléi sem reynt var að
fá stjórnarherinn og uppreisnar-
menn í Sýrlandi til að fallast á
fyrir helgi í tilefni af fórnarhátíð
múslíma.
Í gær, á síðasta degi hins fyrir-
hugaða vopnahlés, gerði stjórnar-
herinn sextíu loftárásir á upp-
reisnarmenn. Þetta urðu þar með
öflugustu loftárásirnar sem gerð-
ar hafa verið á einum degi frá því
stríðsátökin hófust.
Að minnsta kosti 500 manns
létu lífið vegna átaka þá fjóra
daga sem vopnahléið átti að
standa. - gb
Lítið varð úr vopnahléi:
Öflugustu loft-
árásir stríðsins
EYÐILEGGING Eftir sprengingu í höfuð-
borginni Damaskus. NORDICPHOTOS/AFP
GRINDAVÍK Félagsheimilinu Festi í
Grindavík verður breytt í 35 her-
bergja gistihús ef áætlanir nýrra
eigenda ganga eftir.
Grindavíkurbær, Ungmenna-
félag Grindavíkur og Kvenfé-
lag Grindavíkur seldu félaginu
AFG ehf. húsið og er stefnt að því
að opna gistiheimilið árið 2014.
Þetta kemur fram á vef Víkur-
frétta.
Festi hefur staðið autt í rúm
fjögur ár, frá því að félagsmistöð-
in Þruman flutti úr húsinu.
- kh
Grindavíkurbær selur Festi:
Félagsheimili
breytt í gistihús
SLYS Tveir menn slösuðust þegar
þeir féllu ofan af þaki Ísfélags
Vestmannaeyja á Þórshöfn í gær.
Fallið er talið vera um 7,5 metrar.
Mennirnir voru báðir fluttir
með sjúkraflugi til Reykjavíkur.
Annar mannanna, sem er á fimm-
tugsaldri, er talinn alvarlega slas-
aður. Hinn, sem er 24 ára, mun
vera minna slasaður.
Að því er fram kom á vef RÚV
í gærkvöldi skrikaði eldri mann-
inum fótur þegar ísing myndaðist.
Yngri maðurinn reyndi að grípa
hann en þeir duttu báðir. - þeb
Alvarlegt vinnuslys á Þórshöfn:
Slasaðir eftir
hátt fall af þaki
STJÓRNMÁL Siv Friðleifsdóttir,
þingmaður Framsóknarflokks-
ins, hefur lagt fram fyrirspurn
um áfengisauglýsingar á Alþingi.
Hún telur sjálf
að áfengisaug-
lýsingum hafi
fjölgað og að
bjórframleið-
endur og inn-
flutningsaðilar
hafi verið að
færa sig upp á
skaftið.
Fyrirspurn
Sivjar til Katr-
ínar Jakobsdóttur menntamála-
ráðherra snýr að auglýsingum á
RÚV. Hún spyr ráðherra hvort
auglýsingum, þar sem óveruleg-
ur munur er á umbúðum áfengs
öls og léttöls, hafi fjölgað á síð-
ustu misserum. Þá spyr hún hvort
Katrín telji að auglýsingar séu að
sniðganga bann við að auglýsa
áfengi. Loks spyr Siv hvort ráð-
herrann telji að bann við áfengis-
auglýsingum geti vegið þyngra en
ákvæði um tjáningarfrelsi.
Kveikjan að fyrirspurn-
inni var auglýsing sem nú
er í umferð, sem auglýs-
ir í senn nýja kvikmynd
um James Bond og bjór.
„Þegar þessi mynd, Sky-
fall var auglýst, þá var
áfengisauglýsing tengd
við þá auglýsingu,“ segir
Siv í samtali við Vísi. Með
þessu sé verið að reyna að
höfða til ungs fólks. „Það
er náttúrulega verið að
sniðganga lög með þess-
um auglýsingum. Í dag
er í raun verið að auglýsa
áfengan bjór með nánast
ósýnilegum stöfum neðst í aug-
lýsingunni þar sem stendur léttöl.
Svo það er verið að sniðganga lög.
Það er ekki hægt að túlka þetta
með neinum öðrum hætti.“
Frumvarp til breytinga á áfeng-
islögum liggur fyrir
þinginu en í því er
sett skýrara bann við
áfengisauglýsingum.
Samkvæmt
því verður
óheimilt
að auglýsa
lét t öl ef
það er í eins
umbúðum
og áfengir
drykkir. „Ég
tel afar brýnt
að þingf lokkar
sameinist um þessar
breytingar.“ - þeb
Siv Friðleifsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn um auglýsingar hjá Ríkisútvarpinu:
Vill svör um áfengisauglýsingar
SIV
FRIÐLEIFSDÓTTIR
BIFRÖST Núverandi rektor Háskólans á Bifröst segir efndir tólf ára samnings um
brunavarnir ekki hafa verið til umræðu í sinni tíð, heldur hafi hann aðeins átt upp-
byggilegar samræður við slökkviliðsstjórann um eflingu brunvarna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BRYNDÍS
HLÖÐVERSDÓTTIR
Anton, er ekki öllum sama
hvort eð er?
„Enginn ærlegur ðlendingur getur
án ðs verið.“
Anton Kaldal Ágústsson er í Hollvinasam-
tökum bókstafsins ð. Anton hefur ásamt
félögum sínum skrifað bók um ð. Þeir vilja
að Matthew Parker, sem þeir segja föður
ð-sins, verði reist stytta á Ingólfstorgi.
SPURNING DAGSINS