Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 30. október 2012 25
Sögusagnir eru á kreiki um að
Daniel Craig og Rachel Weisz
gætu átt von á barni saman í
nánustu framtíð. Tímaritið Star
hefur eftir heimildarmanni
sínum að Craig sé svo spennt-
ur yfir hugmyndinni að hann sé
þegar farinn að pæla í nöfnum á
barnið.
Weisz á soninn Henry með
fyrrverandi eiginmanni sínum,
leikstjóranum Darren Aronofsky,
og Craig á tvítuga dóttur að nafni
Ella. Að sögn heimildarmanna
Star er Weisz engu minna spennt
fyrir því að eignast annað barn.
Vilja barn
VILJA BARN Daniel Craig og Rachel
Weisz gætu hugsað sér að eignast
annað barn. NORDICPHOTOS/GETTY
Modern Family kynbomban Sofia
Vergara reynir nú allt hvað hún
getur til að hindra það að nektar-
myndir af henni detti í hendur
hæstbjóðanda á svörtum mark-
aði.
Umræddum myndum var stolið
af síma unnusta hennar Nick
Loeb í byrjun sumars og þrátt
fyrir að hún segi þær á engan
hátt klámfengnar þá vill hún
alls ekki að þær komi fyrir augu
almennings. Heimildarmaður
náinn parinu hefur sagt að mynd-
irnar séu afar persónulegar og
gera má ráð fyrir að þær séu kyn-
þokkafullar í meira lagi, þó þær
séu kannski ekki klámfengnar.
Nakin Sofia
EINKAMYNDIR Persónulegum myndum
af Sofiu var stolið af síma unnusta
hennar.
Söngkonan Taylor Swift talaði
nýlega opinskátt um óheppni
sína í ástum við Katie Couric í
viðtalsþættinum Katie. Swift
hætti nýverið með hinum 18 ára
Conor Kennedy, en þau hafa verið
saman síðan í sumar.
„Núna kemur það í ljós að ég hef
ekkert svo mikið vit á ástinni
eftir allt saman,“ sagði Swift
meðal annars við Couric. Síðast-
liðin fjögur ár hefur söngkonan
verið með frægum mönnum á
borð við John Mayer, Joe Jonas,
Jake Gyllenhaal og Taylor Laut-
ner en slitnað hefur upp úr sam-
böndunum fljótt.
Óheppin í ástum
Á LAUSU Taylor Swift skilur ekki ástina
en hún hætti nýverið með hinum 18 ára
Conor Kennedy. NORDICPHOTOS/GETTY
Angelina Jolie fer með hlut-
verk illu drottningarinnar
Maleficent í samnefndri ævin-
týramynd sem nú er í tökum.
Þrjú barna hennar fara einnig
með hlutverk í kvikmyndinni.
Vefsíðan Huffington-
post. com segir dóttur Jolie og
Brad Pitt, Vivienne, fara með
hlutverk prinsessunnar Áróru
á móti Elle Fanning. Sonurinn
Pax og dóttirin Zahara fara
með önnur smærri hlutverk.
Fjórða barnið átti einnig að
leika í myndinni en hætti við.
„Shiloh átti einnig að leika
í myndinni en henni leidd-
ist það og vildi ekki taka þátt
þegar á hólminn var komið,“
var haft eftir heimildar-
manni.
Kvikmyndin er framleidd af
Walt Disney Productions og er
ævintýrið um Þyrnirós sagt
frá sjónarhorni illu drottn-
ingarinnar Maleficent. Tökur
á myndinni hófust í London í
sumar og áætlað er að myndin
verði frumsýnd þann 14. mars
árið 2014.
Fjölskylduævintýri
FJÖLSKYLDUMYND Angelina Jolie og þrjú
barna hennar. NORDICPHOTOS/GETTY
Indverjum duga ekki færri en fimm dagar til að halda upp á hátíð ljóssins,
Diwali, sem nú á hug þeirra og hjörtu. Við hjá Austur-Indíafjelaginu viljum færa
örlitla birtu inn í byrjun vetrar og bjóðum því upp á sérstakan fimm rétta Diwali-
hátíðarmatseðil frá og með 18. október til 18. nóvember á afar góðu verði:
4.990 kr. virka daga og 5.990 kr. á föstudögum og laugardögum.
Borðapantanir í síma 552 1630.
Hverfisgata 56, 101 Reykjavík
Sími: 552 1630
www.austurindia.is
Opið:
sun.-fim. 18:00 - 22:00
fös. og lau. 18:00 - 23:00
DIWALI – HÁTÍÐ LJÓSSINS
á Austur-Indíafjelaginu
FORRÉTTUR
Anarkali Machhli
Léttkryddaðar laxabollur með lauk, hvítlauk,
chillíi, kúmmíni og ferskum kóríander
AÐALRÉTTIR
Shikandari Gosht
Safaríkt lambafillet, marínerað í ferskri
myntu, tómatmauki, chillíi, fennelfræjum,
kúmmíni og kewra-vatni
og
Murgh Rajasthani
Maríneraðar kjúklingalundir með engiferi,
hvítlauk, kúmmíni, kardimommum,
negul og hvítum pipar.
Uppáhald frá eyðimörkinni í Rajasthan
og
Hyderabadi do Piaza
Blómkál og brokkolí eldað með tómatmauki,
lauk, chillíi, kóríander og túrmeriki
MEÐLÆTI
Raitha
Heimalöguð jógúrtsósa með
gúrkum og kryddblöndu
og
Basmati-hrísgrjón
og
Naan-brauð
Garlic Naan með hvítlauk,
Masala Kulcha með kúmeni, lauk
og kóríander
EFTIRRÉTTUR
Mango Kulfi
Indverskur eftirréttur
DIWALI
hátíðarmatseðill
4.990 kr.
5.990 kr. (fös.-lau.)
Chandrika Gunnarsson hjá
Austur-Indíafélaginu býður gesti
velkomna á Diwali, hátíð ljóssins.