Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 14
14 30. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR Við efnahagshrunið 2008 skruppu tekjur ríkissjóðs verulega saman og miklar skuldir söfnuðust upp vegna nauðsynlegra ráðstafana til þess að halda þjóð- arskútunni á floti. Fjölmörg heim- ili um allt land upplifðu svipaða fjárhagsörðugleika og megnið af stærstu fyrirtækjum landsins varð tæknilega gjaldþrota. Ljóst var að draga þyrfti skarpt úr útgjöldum ríkissjóðs til að ná fram jöfnuði í ríkisfjármálum. Sagt á einfaldan máta: við þurftum að eyða talsvert minna og afla miklu meira. Í stað þess að ráðast í stórfelld- an niðurskurð fyrir fjárlögin 2009 var ákveðið í samstarfi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn að treysta á blandaða leið hagvaxtar, skattkerf- isbreytinga og niðurskurðar í ríkis- útgjöldum. Markmiðið var að vinna bug á þeim mikla fjárlagahalla sem blasti við eftir efnahagshrunið en halda um leið uppi einkaneyslu og atvinnustigi. Sú leið hefur reynst vera farsæl og vakið athygli víða. Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldun- um hefur ekki verið sársaukalaus. En hann var nauðsynlegur til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Breytum vöxtum í velferð Því var spáð þegar á árinu 2009 að á árunum 2013 og 2014 myndu Íslendingar vera að rétta úr kútnum í efnahagslegu tilliti meðan skulda- kreppan yrði að vaxandi vanda- málum víða í Evrópu, þar sem rík- issjóðir pumpuðu fé inn í gjaldþrota bankakerfi. Við erum þegar farin að njóta hagvaxtar og hægt vax- andi fjárfestinga en þó er vanda- söm sigling fram undan. Mikilvægt er að missa ekki landsýn og hafa borð fyrir báru frekar en að ana út í óvissu og láta ótímabæra bjart- sýni villa sér sýn. Raunsæ yfirsýn og heildarmat á stöðunni og næstu framtíð er hverjum Íslendingi lífs- nauðsyn. Nú fjórum árum eftir hrun er staðan þannig að árið 2013 er gert ráð fyrir að um 15% af áætluðum heildartekjum ríkissjóðs muni fara í vaxtakostnað eða samtals um 88 milljarðar króna. Fyrir þá upphæð gætum við rekið menntakerfið allt í meira en eitt og hálft ár. Mikið væri gott að geta varið hluta af þessum fjármunum frekar í aukna mennt- un og umbætur í velferðarþjónustu. Við þurfum að byrja að greiða niður skuldir til að minnka þennan kostn- að. Ríkissjóður Íslands skuldar of mikið og vaxtakostnaðurinn vegur of þungt í fjárlögum. Þáttaskil í ríkisfjármálum Þau þáttaskil eru í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 sem ligg- ur fyrir Alþingi að gjöld og tekjur standast nokkurn veginn á ef óreglulegir liðir eru meðtaldir. Án óreglulegra liða verður heildar- jöfnuður hins vegar lítils háttar jákvæður eða sem nemur 4,3 millj- örðum króna. Óreglulegir liðir eru útgjaldaliðir sem geta sveiflast talsvert milli ára og stjórnvöld eða Alþingi geta ekki haft mikil áhrif á, a.m.k ekki til skamms tíma. Sem dæmi um óreglulega liði má nefna lífeyrisskuldbindingar, afskriftir skattkrafna, afskrifuð eiginfjár- framlög og tapaðar kröfur auk ann- arra liða. Brýnasta verkefnið Að sama skapi er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs fari nú lækk- andi sem hlutfall af landsfram- leiðslu (VLF) í fyrsta skipti frá hruni. Í júlí sl. námu skuldir ríkis- sjóðs um 1.508 milljörðum króna og er áætlað að þær muni nema 1.497 mö.kr. við árslok 2012 sem mun þá vera um 85% af landsframleiðslu. Mikil skuldsetning ríkissjóðs er veikleikamerki sem hefur neikvæð áhrif á allt íslenska hagkerfið. Því verður það forgangsmál að skila afgangi af fjárlögum og nýta hann til að greiða niður skuldir. Slíkt er eingöngu mögulegt ef áfram verð- ur rekin ábyrg ríkisfjármálastefna með myndarlegum afgangi á fjár- lögum ríkisins. Engin vandamál verða leyst án þess að við sem einstaklingar og sem þjóð viðurkennum þau í verki. Þess vegna er það okkar brýnasta og stærsta verkefni að sameinast um að lækka vaxtakostnað sam- eiginlegs sjóðs landsmanna. Við vinnum okkur út úr vandanum og skilum Íslandi skuldlitlu til kom- andi kynslóða. Það er verkefnið. Í þágu komandi kynslóða Nýverið kom út könnun á vegum ESB á viðhorfum fyrirtækja í Evrópu til fjárfestinga í rannsókn- um og þróun þar sem fram kemur að evrópsk fyrirtæki efla nú rann- sóknar- og þróunarstarf sitt þrátt fyrir kreppu. Skv. könnuninni gera framsæknustu fyrirtæki í löndum ESB ráð fyrir að auka fjárfest- ingu í rannsóknum og þróun um 4% árlega árin 2012-2014. Fyrirtækin voru einkum stærri fyrirtæki á evrópskan mæli- kvarða. Þau fjárfesta árlega fyrir um 45 milljarða evra í rannsókn- um og þróun. Talið er að þessi upphæð sé samtals um 40% af heildarútgjöldum til rannsókna og þróunar á svæðinu sem er umtalsverður hluti af fjárfesting- um atvinnulífsins í heild. Almennt eru væntingar um fjárfestingar heldur lægri að meðaltali en fram kom í svipaðri könnun á síðasta ári (5%), sem endurspeglar versnandi efnahagsástand. En niðurstöð- urnar gefa samt sem áður sterkt til kynna að fyrirtækin gera sér grein fyrir mikilvægi þess að til- einka sér öflugt rannsóknar- og þróunarstarf sem lykilhvata að vexti og velsæld til framtíðar. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í könnuninni líta á innanhúss rann- sóknar- og þróunarstarf sem meg- indrifkraft nýsköpunar, en næst á eftir koma markaðsrannsóknir og markaðssetning á nýjum vörum. Þegar spurt var um áhrif stefnu stjórnvalda og utanaðkomandi þátta á nýsköpunarstarf þeirra lögðu fyrirtækin mikla áherslu á jákvæð áhrif fjárhagslegra hvata (þ.m.t. skattalegra), innlendra styrkja, fjárhagslegs stuðnings ESB og samstarfs opinberra og einkaaðila, bæði innanlands og á vettvangi ESB. Sömu lögmál eiga við um íslensk fyrirtæki og atvinnulíf. Fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 2013 veld- ur því verulegum vonbrigðum. Skattahækkanir og niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tækni- menntunar á háskólastigi, draga úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Skortur á fjárfestingu og tækni- menntuðu starfsfólki leiðir til þess að íslensk fyrirtæki þurfa mörg hver að taka út vöxt sinn erlend- is. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun og styðja við nýsköpunarstarf fyrirtækja. Til að koma Íslandi út úr kreppunni þarf viðvarandi hag- vöxt. Undirstaðan er fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á þekkingu og hugviti sem skapa verðmæti til útflutnings. Nýsköpun, öflugt rannsóknar- og þróunarstarf og hæft starfsfólk er nauðsynleg for- senda þess að fyrirtæki vaxi og dafni. Rannsóknar- og þró- unarstarf lykill að stöðugum hagvexti Rannsóknir Svana Helen Björnsdóttir formaður SI Fjármál Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra 100 80 60 40 20 0 -20 -40 -60 -80 -100 Heildarjöfnuður ríkissjóðs án óreglulegra liða* * Á verðlagi hvers árs M ill ja ða r k ró na ´03´04´05´06´07´08´09´10 ´11 ´12 ´13 Áæ tlu n Fr um va rp Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is Bein útsending frá fundi VÍB um skráningu Eimskips Í dag, þriðjudaginn 30. október kl 12.00 Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips kynnir félagið og Kristján Markús Bragason hjá Greiningu Íslandsbanka fjallar um samsetningu hlutabréfamarkaðarins og framtíðarhorfur hans. Farið verður stuttlega yfir fyrirkomulag útboðsins og skráningu almennings fyrir hlutum í útboðinu. Fundarstjóri verður Ingunn Sigurrós Bragadóttir, sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum hf. Á vib.is má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu eða horfa á upptöku af honum síðar. Markmið funda VÍB er að stuðla að upplýstri og f aglegri umræðu um mikilvæg mál á sviði eignastýringar, viðskipta og efnahagsmála. VÍB er eignastýringar- þjónusta Íslandsbanka. Bein útsending á www.vib.is E N N E M M / S ÍA / N M 5 4 9 7 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.