Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 26
30. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR18
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HANS ÓLI HANSSON
Tröllakór 1, Kópavogi,
sem lést af slysförum 20. október sl. verður
jarðsunginn frá Digraneskirkju í Kópavogi
31. október kl. 11 f.h.
Ólöf Ólafsdóttir
Sævar Hansson
Sigrún Júlía Hansdóttir
Kolbrún Steinunn Hansdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ODDUR HELGASON
áður til heimilis að Digranesvegi 68
í Kópavogi,
lést á Hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum að
kvöldi föstudagsins 19. október sl. Útförin
fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn
31. október nk. kl. 13.00.
Anna Oddsdóttir Steinar Friðgeirsson
Halldóra Oddsdóttir Jón B. Björgvinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra
LÁRA HERBJÖRNSDÓTTIR
Hjúkrunarheimilinu Boðaþingi,
áður Ásgarði 63,
er látin. Jarðarförin auglýst síðar.
Ásgerður Ásgeirsdóttir Magnús Bjarnason
Guðbjörn Ásgeirsson Nanna Þórðardóttir
Árný Ásgeirsdóttir Sigurþór Jóhannesson
Einar Ásgeirsson Súsanna Sigurbjargardóttir Forberg
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HÖRÐUR JÓHANNSSON
Kveldúlfsgötu 5, Borgarnesi,
andaðist sunnudaginn 28. október á
Sjúkrahúsi Akraness. Útförin fer fram frá
Borgarneskirkju laugardaginn 3. nóvember
kl. 14.00.
Ríkharður Mýrdal Harðarson Eva Lára Vilhjálmsdóttir
Jón Mýrdal Harðarson Sigrún Guðlaugsdóttir
Jóhann Mýrdal Harðarson
Dagmar Mýrdal Harðardóttir Einar Örn Arnarson
og afabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
HUGRÚNAR HRAUNFJÖRÐ
Rauðalæk 42, Reykjavík,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut þann 19. september sl. Sérstakar
þakkir fær starfsfólk gjörgæsludeildarinnar
fyrir einstaka umönnun og hlýhug.
Níels Birgir Svansson
Birgir Elfar Hraunfjörð
Andri Geir Níelsson
Davíð Svanur Níelsson Thelma María Guðnadóttir
Eiríkur Níels Níelsson Gordana Kalambura
barnabörn og systkini hinnar látnu.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Djúpadal,
Sauðármýri 3, Sauðárkróki,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á
Sauðárkróki fimmtudaginn 18. október verður jarðsungin frá
Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 30. október kl. 14.
Rögnvaldur Gíslason
Eiríkur Rögnvaldsson Guðrún Ingólfsdóttir
Nanna Rögnvaldardóttir
Guðrún Rögnvaldardóttir Bjarni Þór Björnsson
Sigríður K. Rögnvaldsdóttir Þórir Már Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts ástkærrar eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR ALBERTSDÓTTUR
Linnetsstíg 2, Hafnarfirði.
Steingrímur Benediktsson og aðstandendur.
Elskulegur bróðir minn, frændi og vinur,
ÁRNI JAKOB ÓSKARSSON
Framnesvegi 20, Reykjanesbæ,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
miðvikudaginn 24. október verður
jarðsunginn fimmtudaginn 1. nóvember frá
Innri-Njarðvíkurkirkju, kl. 14.00.
Guðný Óskarsdóttir, ættingjar og vinir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BENEDIKT BJARNI SIGURÐSSON
verkfræðingur, Safamýri 85,
lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn
27. október.
Ása Benediktsdóttir
Jóhannes Benediktsson Björg B. Pálmadóttir
Anna María Benediktsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SOFFÍA JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis að Sævangi 15,
Hafnarfirði,
andaðist á Sólvangi 18. október. Útförin fer
fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
31. október kl 13.00.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför móður okkar
og tengdamóður,
RÓSU SVEINBJARNARDÓTTUR
Dalalandi 8, Reykjavík.
Jónína Helgadóttir Víkingur Sveinsson
Einar Helgason Inga Guðmundsdóttir
Kolviður Helgason Margrét Hreinsdóttir
Merkisatburðir
1611 Gústaf 2. Adolf verður konungur Svíþjóðar.
1936 Á Suðvesturlandi verður svo mikið tjón vegna sjávar-
flóða að elstu menn muna ekki annað eins.
1941 Lokið við höggmyndirnar af fjórum forsetum Bandaríkj-
anna á Rushmore-fjalli.
1982 Landssöfnunin „Þjóðarátak gegn krabbameini“ legg-
ur fram þrettán milljónir króna til handa Krabbameinsfélaginu,
meira en áður hafði safnast í slíkum söfnunum.
1983 Fyrstu frjálsu kosningarnar haldnar í Argentínu eftir sjö
ára herforingjastjórn.
1985 Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna,
kemur í opinbera heimsókn til Íslands.
2006 Síðasta skipið afgreitt úr Daníelsslipp í Reykjavíkurhöfn.
„Ég ætla að syngja svona eitt og annað
sem ég hef verið að syngja í náminu
úti í Vín,“ segir Lilja Guðmundsdóttir
sópransöngkona sem á morgun heldur
tónleika í Salnum í Kópavogi. „Þetta
verða mest íslensk og amerísk söng-
lög en svo verða nokkrar óperuaríur í
lokin.“
Tilefni tónleikanna er að Lilja mun fá
afhenta viðurkenningu úr styrktarsjóði
Önnu K. Nordal. Hvaða þýðingu hefur
slíkur styrkur fyrir ungt tónlistar-
fólk? „Ég tel mig mjög heppna að hafa
verið valin til að hljóta þennan styrk
þetta árið,“ segir Lilja. „Bæði er þetta
frábær viðurkenning og eins hjálpar
þetta mikið þegar maður er að reyna
að koma sér á framfæri erlendis.“
Þú ert í námi við Konservatorium
Wien, Privatunivesität og búin að ljúka
þar mastersprófi í einsöng, hvað ertu
að læra núna? „Ég er eiginlega í mast-
ersnámi númer tvö, fyrst fór ég í mast-
erinn í söng og núna er ég í masters-
námi í óperudeild.“ Hefurðu verið að
syngja eitthvað hérna heima? „Já, ég
tók í sumar þátt í uppfærslu Ungfóní-
unnar á Don Giovanni og söng þar hlut-
verk Donnu Elviru. Það var alveg frá-
bært tækifæri og rosa gaman.“ En úti
í Vín, hefurðu verið að syngja í óperum
þar? „Já, auðvitað í uppfærslum í skól-
anum þar sem ég mun til dæmis syngja
hlutverk Fiordiligi í Cosi fan tutte eftir
áramótin. Svo var ég með í uppfærslu
á Systur Angelicu hjá Theater an der
Wien fyrir stuttu. Núna kom ég bara
komin heim til að taka við styrknum
og halda þessa tónleika en fer strax út
aftur, held áfram mínu námi og fer að
leita fyrir mér í óperuheiminum.“
Tónleikarnir í Salnum hefjast klukk-
an 17.30 á morgun, undirleikari er
Jónas Ingimundarson og aðgangur er
ókeypis.
fridrikab@frettabladid.is
Frábær viðurkenning sem hjálpar mikið
HLÝTUR STYRK Lilja Guðmundsdóttir tekur á
morgun við styrk úr úr styrktarsjóði Önnu K.
Nordal.
Tónlistarskóli Álftaness heldur upp
á 25 ára afmæli sitt með tónleikum
í Víðistaðakirkju næsta laugardag
klukkan tvö. Á tónleikunum verða
eingöngu flutt ný tónverk en skólinn
hefur frá stofnun pantað tónverk á
fimm ára fresti frá tónskáldi búsettu
á Álftanesi enda geta Álftnesingar
státað af mörgum góðum tónskáld-
um eins og segir í fréttatilkynningu.
Að þessu sinni voru pöntuð fjög-
ur tónverk frá fjórum tónskáldum
en þrjú þeirra hafa áður samið verk
fyrir skólann.
Verkin eru: „Doppur, vatn og
litir,“ fyrir strengi, þverflautu,
gítar og píanó eftir Karólínu Eiríks-
dóttur, „Siglingavísur“ fyrir fiðlu,
selló, sexhent píanó og slagverk
eftir John Speight, „Skjótt hefur sól
brugðið sumri“ fyrir gítarkvartett,
þverflautu, selló og marimbu eftir
Tryggva M. Baldvinsson og tónverk
eftir Hilmar Örn Hilmarsson og hóp
nemenda úr skólanum.
Árlega er haldin tónsmíðahátíð í
skólanum þar sem nemendur flytja
sín eigin tónverk. Að þessu sinni
verða sameinuð tónsmíðahátíð og
afmælistónleikar. Allir eru velkomn-
ir meðan húsrúm leyfir.
Tónlistarskóli Álftaness 25 ára
ÁLFTNESINGAR Nemendur Tónlistarskóla Álftaness eru þaulvanir því að koma fram.