Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 20
FÓLK|| F LK | 4 Einbirni eru helmingi líklegri til að glíma við offitu en börn sem eiga systkini að því er fram kemur í rannsókn sem náði til 12.700 tveggja til tíu ára barna í átta Evrópulöndum. Niðurstöðurnar voru leiðréttar fyrir þyngd foreldra, kyni og fæðingarþyngd barnanna. Til að leita frekari skýringa var BMI-stuðull barnanna borinn saman við svör foreldra um matarvenjur og sjónvarpsáhorf þeirra ásamt þeim tíma sem þeir sögðu börnin verja við leik utandyra. „Niðurstöðurnar gefa meðal annars til kynna að einbirni leika sér sjaldnar utandyra og eru oftar með sjónvarp í herberginu sínu,“ segir Monica Hunsberger við Sahlgrensku-akademíuna í Svíþjóð, sem meðal annarra stóð að rann- sókninni. Aðrir þættir koma líklega til og krefjast niðurstöðurnar frekari rannsókna. Um 22 milljónir barna í Evrópu teljast of þung. Rannsóknin sem um ræðir leiddi einnig í ljós að offita í suðlægari Evrópulöndum eins og á Ít- alíu, Spáni og Kýpur er þrisvar sinnum algengari en á Norðurlöndunum. EINBIRNUM HÆTT VIÐ OFFITU Einbirnum er hættara við offitu en börnum sem eiga systkini. Þá eru börn sem búa í suðurhluta Evr- ópu þrisvar sinnum líklegri til að glíma við offitu en börn á Norðurlöndunum. Vefjagigtarsetrið er fyrir allt fólk með vefjagigt sem vill koma og efla sig og hitta aðra. „Þetta starf er allt unnið í sjálfboðavinnu og rekið á hugsjóninni einni um að hjálpa öðrum,“ segir Sigurlín G. Magnúsdóttir, formaður Vefjagigtarseturs. „Setrið var stofnað af ellefu konum á aldrinum nítján til sextíu ára. Við höfum flestar farið í gegnum endurhæfingu hjá Þraut og í gegnum hana kynntist hópurinn fyrst. Eftir endurhæfinguna fórum við að hittast reglulega á kaffihúsum og heima hjá hver annarri. Þá kom þessi hugmynd upp að stofna vefjagigtar- setur. Við sáum fljótlega að við vorum farnar að vera virkari, gátum rætt okkar mál og áttuðum okkur á því að það er mikil þörf fyrir fólk sem greinist með vefjagigt að geta aflað sér meiri þekkingar um sjúkdóminn.“ Sigurlín segir algengt að fólk þurfi að bíða lengi, þegar það hefur fengið greiningu á sjúkdómnum, eftir að komast í endurhæfingu. „Það geta jafn- vel liðið nokkrir mánuðir áður en fólk kemst í endurhæfingu þó það sé komið í veikindafrí. Þá er mikil hætta á að fólk sitji heima og einangrist. Það er mjög mikilvægt að komast út og hitta fólk í svipaðri stöðu. Við hér í Vefjagigtar- setrinu getum deilt og miðlað af okkar eigin reynslu. Hingað getur líka fólk sem grunar að það sé með vefjagigt komið og fengið upplýsingar.“ Vefjagigtarsetrið eru fyrstu félaga- samtök sinnar tegundar því þar er ekki sjúkraþjálfun, slökun, læknaráð- gjöf eða nokkuð þess háttar. Þar hitt- ist fólk aðeins til að njóta samvista, komast út úr húsi og njóta þess sem það getur gert þó svo það komist ekki í vinnu eða í skóla. „Það verður opið að minnsta kosti tvisvar í viku hjá okkur til að byrja með. Við ætlum að gera margt saman en engum er skylt að taka þátt í neinni dagskrá. Í fram- tíðinni langar okkur að fá fyrirlesara til að fjalla um vefjagigt, síþreytu, holl- ustu, heilsu og fleira sem að okkar málum kemur. Með jákvæðu hugarfari og bjartsýni í brjósti vonumst við til að geta tekið höndum saman og eflt hvort annað í sköpun og samveru,“ segir Sigurlín. Frekari upplýsingar um Vefjagigtar- setrið er að finna á Facebook-síðu þess. ■ lilja.bjork@365.is GOTT AÐ HITTAST HEILSA Vefjagigtarsetrið eru ný félagasamtök sem voru formlega stofnuð í byrjun október. Þau hafa að leiðarljósi að stuðla að hópefli og samveru þeirra sem þjást af vefjagigt. STOFNANDI Sigurlín er ein þeirra ellefu kvenna sem stofnuðu Vefjagigtar- setrið. Þangað geta þeir sem þjást af vefjagigt leitað eftir félagsskap og fræðslu. MYND/GVA FRÓÐLEGIR FYRIR- LESTRAR „Við ætlum að gera margt saman en engum er skylt að taka þátt í neinni dagskrá. Í framtíð- inni langar okkur að fá fyrirlesara til að fjalla um vefja- gigt, síþreytu, holl- ustu, heilsu og fleira sem að okkar málum kemur.“ Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð amerísk heilsársde - stærðir 31- 44 tommur - slitsterk - neglanleg - má míkróskera - frábært veggrip Gott verð! Skjót og góð þjónusta! kk Dekkjaverkstæði á staðnum. Bjóðum alla almenna dekkjaþjónustu. Lepicol Plús örvar meltinguna Lepicol heldur hægðunum í jafnvægi Inniheldur Psyllium husk trefjar ásamt mjólkursýrugerlum. Lepicol Plús inniheldur einnig meltingarenzym. Fæst í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Lepicol - fyrir meltinguna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.