Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 18
FÓLK|HEILSA
Fjöldi greindra klamydíusmita hér á landi hefur verið á bilinu 1500 til 2300 tilfelli á ári undanfarin tíu
ár. „Ísland er með flest klamydíusmit á
Norðurlöndum. Það segir þó ekki allt
þar sem við erum mjög dugleg að leita
og hlutfallslega mörg sýni tekin. Þannig
gæti þessi háa tíðni líka þýtt að við
séum að standa okkur vel í að leita að
klamydíu. Víða erlendis er þó skortur
á tölfræði og rannsóknum miðað við
Ísland. En við stöndum okkur ágætlega
í þeim efnum. Samanburður getur því
jafnvel verið villandi og gefið ranga
mynd af ástandinu,“ segir Guðrún Sig-
mundsdóttir.
Flest klamydíutilfelli á Íslandi eru
hjá aldurshópnum 15 til 24 ára, eða
um 66 prósent smitaðra, samkvæmt
tölum frá Landlækni. „Eina leiðin til að
koma í veg fyrir smit er að nota smokk.
Ég heyrði það nú um daginn að það
þætti ekkert sérstaklega töff að nota
smokk, en það er ekkert töff að vera
með klamydíu eða annan kynsjúkdóm.
Við erum að tala um sjúkdóma eins og
kynfæravörtur, lekanda, HIV og fleiri.“
Afleiðingar kynsjúkdómanna eru mis-
munandi; allt frá minniháttar kláða og
útbrota til ófrjósemi og jafnvel dauða
í verstu tilfellunum. „Erfitt er að vita
hver er smitberi, enda eru einkenni
ekki alltaf til staðar. Smokkurinn er því
bara mjög töff þegar tillit er tekið til
þess.“
Því yngri sem einstaklingar eru þegar
þeir byrja að stunda kynlíf, þeim mun
meiri líkur eru á neikvæðum afleið-
ingum þess. Íslensk ungmenni byrja til-
tölulega snemma að stunda kynlíf, eiga
marga bólfélaga og nota síður smokk í
samanburði við hin Norðurlöndin, sam-
kvæmt skýrslu starfshóps velferðarráð-
herra frá 2011. „Þessar tölur gætu líka
verið skýring á fjölda klamydíusmitaðra
hérlendis; því fleiri bólfélagar og enginn
smokkur, því meiri líkur á smiti.“
Margir halda að leiðin fram hjá smiti
sé að stunda munnmök en svo er þó
ekki. „Kynsjúkdómar smitast líka við
munnmök svo það er ekki raunhæf
undankomuleið frá þeim og alveg jafn
nauðsynlegt að nota smokkinn við þau
líkt og samfarir. Þegar upp er staðið
er ábyrg kynhegðun og smokkanotkun
besta vörnin.“ ■ vidir@365.is
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Hreindýraborgararnir á Texasborgurum við
Grandagarð hafa slegið í gegn í haust. Þeir
innihalda 100% gæðahakk úr hreindýrakjöti
frá Snæfelli. Borgararnir eru bornir fram með
kryddsósu, týtuberjarjómaosti, jöklasalati,
rauðlauk, tómötum og djúpsteiktum lauk.
Franskar kartöflur fylgja að sjálfsögðu
með. Vinsældir Texasborgara hafa
vaxið frá opnun staðarins í vor.
Hamborgararnir eru heimagerðir
og stórir, 140 grömm úr 100%
gæðahráefni án allra
aukaefna. Vinsælasta
hamborgartilboðið
okkar er: TEXASTIL-
BOÐ ALLA DAGA,
Texas ostborgari,
franskar og gos á
1.390 kr.
HREINDÝRABORGARARNIR
Á TEXASBORGURUM
■ Berglind Guðmundsdóttir er 36 ára
hjúkrunarfræðingur og fjögurra barna
móðir úr Reykjavík. Hún setti nýlega
matarbloggið Gulur rauður grænn &
salt í loftið sem hefur vakið mikla at-
hygli, bæði fyrir girnilegar uppskriftir
og fallega og litríka hönnun.
Af hverju settir þú matarbloggið á fót?
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á elda-
mennsku og eldað mikið um ævina.
Hins vegar var ég dottin í það að elda
sömu réttina oft. Þegar fjölskyldan
fór nýlega í frí til Barcelona prufaði ég
að elda svo margt nýtt og það kveikti
áhuga minn á nýju hráefni og fjöl-
breyttum réttum. Bloggið kviknar út
frá því.
Hvaðan koma uppskriftirnar þínar?
Sumar þeirra hafa fylgt mér mjög
lengi. Aðrar koma úr ýmsum
matreiðslubókum eða af net-
inu. Ég elda allar þessar
uppskriftir sjálf en inn
á bloggið fara bara þær
uppskriftir sem ég er
fullkomlega sátt við.
Hvað einkennir upp-
skriftirnar? Fyrst og
fremst mikil fjölbreytni.
Ég get ekki haldið mig
við þröngt svið í elda-
mennsku. Þær eiga það
einnig flestar sameiginlegt
að vera hollar og úr gæða hráefni. Svo
læt ég inn á milli einstaka óhollustu
sem er gott í bland við hitt.
Hvert er uppáhaldshráefnið þitt?
Grænmeti er grunnur að öllu sem ég
geri fyrir utan eftirréttina. Það er þema
síðunnar og þessir litir sem grænmeti
og ávextir koma með. Út frá grænmet-
inu má síðan matbúa hvað sem er, t.d.
kjöt og fisk. Heiti síðunnar og útlit er
líka sprottið út frá litadýrð grænmetis
og ávaxta. Nafn síðunnar varð að
endurspegla eldamennsku mína og ég
elda mikið af litríkum mat.
Hvað er fram undan á blogginu? Þegar
nóvember kemur fer ég að einblína
á mat sem tengist jólunum. Kannski
skellir maður líka inn dönskum smur-
brauðsuppskriftum.
HEILSA | BERGLIND GUÐMUNDSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR
LITRÍKUR MATARBLOGGARI
LITRÍKT BLOGG
Berglind heldur út mat-
arblogginu gulurraud-
urgraennogsalt.com.
ÁBYRGT KYNLÍF
BESTA VÖRNIN
SMOKKURINN TÖFF Aldurshópurinn 15 til 25 ára er í mestri hættu á að fá
klamydíu á Íslandi. „Smokkurinn er eina vörnin sem fyrirbyggir smit við sam-
farir,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sóttvarnasviðs Landspítalans.
EINKENNALAUSIR
SMITBERAR
„Erfitt er að vita hver
er smitberi, enda eru
einkenni ekki alltaf til
staðar. Smokkurinn er
því bara mjög töff þegar
tillit er tekið til þess.“
MYND/ANTON
UNG OG ÁHYGGJULAUS
Flest greind klamydíutilfelli á
Íslandi eru hjá aldurshópnum
15 til 24 ára, eða um 66 pró-
sent smitaðra.
MYND/GETTY
Skipholti 29b • S. 551 0770
NÝ SENDING!
AF VINSÆLU KULDASKÓNUM
MEÐ MANNBRODDUNUM
FYRI
R DÖ
MUR
OG H
ERRA
Verð
:24.0
00.-
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS
KOURTNEY AND KIM
TAKE NEW YORK
Skemmtilegir þættir á E!
Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og
tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín.
Birtingur treystir okkur fyrir öruggri
dreifingu á Séð og heyrt
Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
B
ra
nd
en
bu
rg
Við berum út sögur
af frægu fólki