Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 28
30. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR20 BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. hreinsiefni, 6. skammstöfun, 8. klæðalaus, 9. hljóð rjúpunnar, 11. tveir eins, 12. gengi, 14. hestasjúk- dómur, 16. drykkur, 17. af, 18. herma, 20. persónufornafn, 21. horfðu. LÓÐRÉTT 1. starf, 3. í röð, 4. ávaxtatré, 5. dýra- hljóð, 7. holdýr, 10. blaður, 13. kóf, 15. rótartauga, 16. skrá, 19. ólæti. LAUSN LÁRÉTT: 2. sápu, 6. eh, 8. ber, 9. rop, 11. rr, 12. klíku, 14. spatt, 16. te, 17. frá, 18. apa, 20. ég, 21. litu. LÓÐRÉTT: 1. verk, 3. áb, 4. perutré, 5. urr, 7. holsepi, 10. píp, 13. kaf, 15. tága, 16. tal, 19. at. Batinn hefur tekið LANGAN tíma! Hákon hefur farið í fleiri aðgerðir en hann hefur hár á höfðinu! Hann hefur mörgum sinnum viljað gefast upp, en bitið á jaxlana sem hann hefur. Í dag hefur hann aftur öðlast 60% af hreyfigetunni og getur myndað stuttar setningar. Á margan hátt er Hákon læknisfræðilegt kraftaverk og við biðjum þess að hann þurfi aldrei að ganga í gegnum slíkt aftur! Átakanlegt! En af hverju eruð þið að segja mér þetta? Er þín aðferð við að pakka fyrir helgarferð sú að troða tvennum nærbrókum og fjórum sokkum í plastpoka? Ég ferðast með lítinn farangur. Hvað með auka föt? Hvað með snyrti- vörur? Ha? Ekki horfa á mig … Ég var sumarlangt í Evrópu með hliðartösku og mynda- vél. KARLMENN! FORNLEIFAFRÆÐI Hvernig var í skólanum? Veit ekki. Hvað lærðirðu? Var gaman? Hvað sagði kennarinn áhugavert? Veit ekki. Veit ekki. Veit ekki. Spurðu mig að ein- hverju um dagdrauma. KETTIR ÍÞRÓTTIR GRÍN Frá því ég man eftir mér hefur það verið hluti af minni tilveru að tjá skoðanir og berjast fyrir málstað. Það átti við um sjálfan mig og aðra í kringum mig. Starf í stjórnmálaflokk- um kenndi rökræður við þá sem voru manni ósammála og starf í ýmsum félagasamtökum beindi kraftinum í að vinna málstaðnum gagn, vekja athygli á honum í mótmælum eða hvers konar aðgerðum. KANNSKI tengdist það auknu áhugaleysi á slíkri iðju í samfé- laginu, eða kannski var það bara persónubundið við innri uppgjöf á því að berjast fyrir því sem er gott og heilbrigt, en niður- staðan var sú sama; minni áhugi á að bæta samfélagið. Þetta hélst í hendur við dauða hugmynda- fræðinnar. Sósíalismi varð skammaryrði og samnefnari við glæpi stjórnvalda austan- tjaldsríkjanna. Kapítalism- inn lýsti yfir sigri og keyrði samfélagið áfram með gróðahyggjuna eina að leið- arljósi. Og svo hrundi allt. ÞAÐ tók heilt efnahags- hrun til að almenningur kæmi þeirri skoðun sinni á framfæri að kannski væri samfélagsskipanin ekki í lagi og að mögulegt væri að breyta henni. Og það var gert með glans; mótmæli hröktu ríkisstjórn frá völdum og kjósendur höfðu færi á að segja hug sinn við kjörborðið. Og um hríð var eins og hugmyndafræðin ætti aftur upp á pallborðið, en aðeins um hríð. Á undraskömmum tíma snerist umræðan upp í krónur, aura, útreikn- inga lána, kröfur um aðgerðir handa afmörkuðum hópum, útrás og reiði á internetinu. OG þar erum við enn. Þeir sem raun- verulega reyna að breyta einhverju í samfélaginu, til dæmis með því að vekja athygli á óréttlæti, eru bann- aðir á Facebook. Stjórnmálaumræða snýst um afmarkaðar aðgerðir en ekki eftir hvaða hugmyndafræði samfélagið á að vera strúktúrað. Kannski breyt- ist þetta í kosningabaráttunni, en ekki nema almenningur taki þátt í henni á uppbyggilegan hátt, hafi áhrif á stefnu flokka og kjósi eftir hugmyndum en ekki gylliboðum. SUMT er þess virði að berjast fyrir, þar með talið góð og falleg framtíð. Ekki gefast upp. Að gefast ekki upp

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.