Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 19
| FÓLK | 3HEILSA Albert hafði stöku sinnum sent mér gáfulegar fyrirspurnir um jurtir og í framhaldinu datt mér í hug að við ynnum saman að mat- reiðslubók. Honum þótti hugmyndin út í hött enda varkárari manngerð. Því varð úr að ég gerði mér ferð austur á Fáskrúðsfjörð, þar sem Albert rekur kaffihús á sumrin, til að sannfæra hann betur og það tókst,“ svarar Anna Rósa grasalæknir, spurð út í tildrög nýju matreiðslubókar þeirra Alberts Eiríkssonar, Ljúfmeti með lækningajurtum. Albert er kunnur fyrir einstaklega ljúffengar mat- aruppskriftir en líka fyrir að vera betri helmingur Bergþórs Pálssonar óperusöngvara. „Bókin á sér engan sinn líka og er heimilis- iðnaður frá upphafi til enda. Albert sá um mat- seldina heima hjá þeim Bergþóri og þar stilltum við kræsingunum upp með borðbúnaði frá okkur sjálfum. Það var svo Bragi sonur Bergþórs sem sá um að taka listilega fagrar myndirnar,“ útskýrir Anna Rósa. Í bókinni eru krydd- og lækningajurtir í hávegum hafðar í girnilegum mataruppskriftum sem saman- standa af alls konar réttum, allt frá grænmetis-, fisk- og kjötréttum yfir í gómsætar kökur og drykki. „Mig langaði að ýta undir að almenningur gerði sér grein fyrir að lækningajurtir má nota á marga vegu. Rannsóknir sýna að matur með lækninga- jurtum hefur mikið forvarnagildi þegar kemur að sjúkdómum. Ég hef því tröllatrú á þessu heilnæma fæði,“ segir Anna Rósa sem hefur yfir tuttugu ára reynslu sem grasalæknir. „Með lækningajurtum á ég líka við kryddjurtir sem við eigum þurrkaðar og muldar í kryddstauk- um heima í eldhússkáp. Bókin á því ekki eingöngu við blómlegar árstíðir heldur allan ársins hring og alls staðar uppgefnar tillögur að kryddi sem hægt FÆÐI MEÐ FORVÖRN SÆLKERAFUNDUR Þau hittust fyrir tveimur árum yfir franskri súkkulaðiköku og kúmenkaffi á Fáskrúðsfirði. Umræðuefnið? Ljúf- meti með lækningajurtum. Úr varð skemmtilegt samstarf. Afraksturinn er kominn út á bók. GÓÐ SAMAN Anna Rósa og Albert eru sam- taka þegar kemur að því að nýta lækningajurtir í sælkerafæði. Því ræktar Albert arfa á svölunum til að hafa í matinn og Anna Rósa notar afrakstur berjatínslunnar í haust til að setja út í morgungraut grasa- læknisins sem hún þró- aði fyrir sjúklinga sína og gefur góða samvisku fyrir daginn. MYND/GVA Unaðslegur ábætir Nú er hárréttur tími til að setja ber í romm fyrir jólin. Þau geymast í marga mánuði og bragðast einstak- lega vel með góðum ís eða rjóma. 10 dl fersk ber (bláber, aðalbláber, hindber, hrútaber, krækiber, jarðar- ber eða vínber) 4-5 msk. sykur 500 ml dökkt romm Látið berin í glerkrukku og sáldrið sykri yfir. Hellið rommi yfir og látið standa í að minnsta kosti tvo mán- uði á dimmum stað. Hafið í huga að það gefur berjum nýtt bragð að stinga smábút af ferskri engiferrót með í krukkuna. BER Í ROMMI Þeir sem hafa fengið hjartaáfall eða hafa greinst með kransæðaþreng-ingu vita hversu mikilvægt er að vera í góðri þjálfun. „Samt virðast marg- ir ekki ná að gera þjálfun að sjálfsögðum og reglulegum hlut af sínu lífi,“ segir Óskar Jón Helgason sjúkraþjálfari en hann og samstarfsfólk hans í Heilsuborg er að fara af stað með átta vikna nám- skeið fyrir einstaklinga sem hafa einn eða fleiri áhættuþætti hjartasjúkdóma, eru með kransæðaþrengingu eða hafa fengið hjartaáfall og þurfa að koma sér aftur í gang í þjálfun. Námskeiðið gengur út á að gera fólk sjálfstætt í sinni þjálfun. Á þessum átta vikum er þjálfað í hóp tvisvar í viku en jafnframt bæta þátttakendur þriðja skiptinu við þar sem þeir æfa sjálfir samkvæmt leiðbeiningum þjálfara. Einnig er farið í gegnum nákvæmt mat á þeim heilsufarsþáttum sem tengjast hjartasjúkdómum. Fyrsti hópurinn sem fer af stað er hugsaður fyrir þann hóp sem vill ljúka sinni þjálfun áður en hefðbundinn vinnudagur hefst. Þjálfunin fer fram klukkan 7.00. „Ég stjórnaði hjartahóp í morgunsárið í sjö ár uppi á Reykjalundi og fannst það afskaplega góð byrjun á deginum,“ segir Óskar. „Þetta voru fjör- ugir hópar, mörg gullkorn flugu í bland við svitadropa, þegar menn ræddu landsins gagn og nauðsynjar á sama tíma og tekið var vel á. Þessa stemn- ingu er ég að vona að takist að endur- skapa í Heilsuborg.“ Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu Heilsuborgar www.heilsuborg.is og hægt er að skrá sig í síma 560-1010. SETJUM HJARTAÐ Í FYRSTA SÆTI Heilsuborg kynnir Heilsuborg er að fara af stað með átta vikna námskeið fyrir einstaklinga sem hafa einn eða fleiri áhættuþætti hjartasjúkdóma. MIKILVÆGT AÐ VERA Í GÓÐRI ÞJÁLFUN Námskeiðið gengur út á að gera fólk sjálfstætt í sinni þjálfun. MYND/ANTON er að nálgast úti í búð í stað jurta sem ekki eru til taks.“ Anna Rósa segir mat með lækningajurtum veru- lega lostætan en ekki séu allar lækningajurtir nýti- legar til matargerðar og ekki tjóir að nota of mikið. „Sjálf er ég ekkert fyrir að borða hollan mat ef hann smakkast illa og enginn kærir sig um bragð- vonda hollustu. Bókin er því fyrir alla sem njóta þess að elda gómsætan, heilnæman heimilismat og matreiðslan er á allra færi,“ segir Anna Rósa. Hún segir flestum koma á óvart að lækningajurt- ir leynist í kryddstaukum heimilisins og að bókin sé létt og gagnleg fræðsla fyrir þá sem vilja tileinka sér hollari lífshætti í eldhúsinu. „Ég vil endilega fá Íslendinga til að nýta landið sitt betur, tína ber og safna jurtum, því náttúran býr yfir stórri og ókeypis auðlind. Meðal lækninga- jurta til matargerðar má nefna túnfífil, hjartarvin, skessujurt, mjaðjurt og gulmöðru, en einnig krydd- jurtirnar rósmarín, piparmyntu, basilíku og fleiri sem ræktaðar eru hér á landi. Í bókinni fylgir svo hverri og einni lækningajurt sérkafli með fræðslu um lækningamátt þeirra og gagnsemi,“ segir Anna Rósa. ■ thordis@365.is HOLLT OG BRAGÐ- GOTT „Sjálf er ég ekkert fyrir að borða hollan mat ef hann smakkast illa og enginn kærir sig um bragðvonda hollustu.“ WU SHU ART TAI CHI KUNG FU FYRIR ALLA DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Í samstarfi við Kína -Capital Institute of Physical Education Á Vísi er hægt að horfa myndskreyttan upplest úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi á ur Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.