Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 4
30. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR4 Tónlist verksins Nýjustu fréttir var í höndum Sóleyjar Stefánsdóttur en það kom ekki fram í dómi Frétta- blaðsins um verkið sem birtist síðast- liðinn föstudag. ÁRÉTTING VIÐSKIPTI Síminn hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Farice um fjarskiptasamband við útlönd. Eldri samningi var sagt upp í júní síðastliðnum en með nýja samningnum verður umtals- verð hækkun á því verði sem Sím- inn greiðir fyrir fjarskiptasam- band. „Nýi samningurinn hefur í för með sér umtalsverðan kostnað fyrir okkur þar sem Farice er að hækka verðskrá sína. Ég get hins vegar ekki nefnt tölur í því sam- hengi vegna trúnaðarákvæðis,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, for- stjóri Símans, og bætir við að mik- ilvægt hafi verið fyrir fyrirtækið að ganga frá samningnum þar sem hann tryggi viðskiptavinum Sím- ans áfram öruggt og snurðulaust netsamband. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Íslensku símafyr- irtækin kaupa aðgang að strengj- unum sem er þeim nauðsynlegur til að þau geti boðið upp á Inter- netþjónustu. Í kjölfar þess að Farice sagði upp samningum sínum við síma- fyrirtækin í júní lýsti Sævar Freyr opinberlega yfir áhyggjum vegna þeirrar verðhækkunar sem Farice boðaði þá og nam 179%. Sagði hann meðal annars í samtali við útvarps- þáttinn Reykjavík síðdegis að verð- breytingin gæti valdið hækkun á verði Internetþjónustu og þannig haft áhrif á alla landsmenn. Sævar Freyr segir hins vegar nú að engin ákvörðun hafi verið tekin um verðhækkanir. „Engar ákvarðanir hafa verið teknar á þessari stundu. Við erum bara nýbúin að ljúka við gerð þessa samnings og framhaldið er því enn óráðið.“ Farice hefur enn ekki gert endurnýjaðan samning við Vodafone en viðræð- ur Farice við símafyrirtækin um nýjan samning hófust í janúar. Farice er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins (30,2%), Landsvirkjunar (28,9%) og Arion banka (39,3%). Fyrirtækið tapaði 8,6 milljónum evra á síðasta ári sem jafngildir ríflega 1.400 millj- ónum króna á núverandi gengi. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs tap- aði fyrirtækið 4,8 milljónum evra. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Farice, segir að félagið verði áfram rekið með tapi þrátt fyrir nokkra nýja samninga. „Félagið verður því miður áfram rekið með tapi. Við höfum hins vegar ekki misst móðinn og erum að vinna að því að efla gagnavera- iðnaðinn hér á landi. Það er lang- tímaverkefni sem við bindum vonir við að geti hjálpað okkur. Það er kannski einmitt í ljósi trúar okkar á þann iðnað sem við ætl- umst ekki til þess að aðrir borgi það sem við þyrftum í raun að fá,“ segir Ómar. magnusl@frettabladid.is Síminn greiðir meira fyrir netsamband Síminn og Farice hafa gert með sér nýjan samning um fjarskiptasamband við útlönd. Forstjóri Símans segir kostnað fyrirtækisins vegna veitingar netþjón- ustu aukast umtalsvert með samningnum. Verð á netþjónustu gæti hækkað. SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON FARICE Farice rekur tvo sæstrengi sem íslensku símafyrirtækin kaupa aðgang að en sá aðgangur er þeim nauðsynlegur til að geta boðið viðskiptavinum upp á netþjón- ustu. MYND/FARICE VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 9° 5° 8° 6° 7° 7° 7° 25° 10° 23° 15° 19° -3° 11° 20° 5°Á MORGUN 13-20 m/s, hægara SA-til. FIMMTUDAGUR Víða 13-18 m/s, hvassara SA-til. 0 0 -1 0 -2 1 -3 1 -1 2 -6 10 18 15 13 9 14 9 13 10 13 9 2 1 0 0 -1 0 -3 -2 -1 0 ÓVEÐUR? Veður- útlitið er ekki gott næstu daga. Það hvessir í dag og næstu daga má búast við stífum N- og NA-áttum. Horfur eru á snjó- komu eða éljum norðan- og austan- til með tilheyrandi hættu á að færð spillist. Sunnantil verður úrkomulítið að mestu. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður VELFERÐARMÁL Lúðvík Geirsson, stjórnarformað- ur Fasteignasjóðs sveitarfélaganna, segir nauð- synlegt að stofna lánasjóð sem sveitarfélögin geti sótt peninga í til að sporna við úrræðaleysi fyrir geðfatlaða. Sveitarfélögin fengu að kaupa fasteignir fyrir fatlaða á 25 ára skuldabréfum þegar yfirfærsl- an frá ríki yfir á sveitarfélög átti sér stað fyrir tveimur árum. Þessar fasteignir eru tæplega áttatíu talsins og voru í eigu Fasteignasjóðs. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að hann sæi fyrir sér að nýta féð í sjóðnum til að aðstoða sveitar- félögin við byggingu á húsnæðinu. Flestar bygg- ingarnar hafa nú þegar verið seldar sveitarfélög- unum. Andvirði húsanna nam fyrir tveimur árum um 3,5 milljörðum. Lúð- vík bendir þó á að sveitarfé- lögin hafi meira en tvo ára- tugi til að borga lánið upp. „Til að fá nýjar eignir þyrfti að útbúa lánasjóð sem lánar sveitarfélögunum til þessara bygginga og svo komi Fasteignasjóður með stuðning til að létta undir með þeim,“ segir Lúðvík. „Okkur vantar þennan lánaflokk og hann þarf að tryggja til að hægt verði að ráðast í fjárfestingar.“ Lúðvík bendir á að fjármagn úr Fasteignasjóði muni svo koma inn þegar þar að kemur, en lána- sjóðurinn myndi brúa bilið þess á milli. - sv Stjórnarformaður segir brýnt að bregðast við úrræðaleysi sveitarfélaganna þegar kemur að geðsjúkum: Sérstakur lánasjóður aðstoði við uppbyggingu LÚÐVÍK GEIRSSON SÉRSTAKLEGA SLÆMT Á SELFOSSI Læknar á Kleppi segja búsetuúrræðum fyrir geðsjúka sérstaklega ábótavant á Selfossi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hvatti fjármála- fyrirtæki til að ljúka endurút- reikningum gengislána eins fljótt og auðið er í ræðu sinni á flokksstjórnar- fundi Samfylk- ingarinnar á Hótel Reykjavík Natura á laug- ardag. Í ræðunni sagði hún orð- rétt: „Í ljósi nýjasta dóms Hæsta- réttar eru allar grundvallarfor- sendur varðandi útreikningana komnar á hreint og því ekki eftir neinu að bíða með endurreikning.“ Margt annað bar á góma í ræðu Jóhönnu. Þannig gerði hún stöðu efnahagsmála og alþingiskosn- ingarnar í vor að umtalsefni, en ræðuna má lesa í heild sinni á vef Samfylkingarinnar. - mþl Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur: Bankar hraði útreikningum JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Maður á fimmtugs- aldri lést á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í fyrrakvöld. Maðurinn var handtekinn á sunnudagskvöld vegna óspekta í miðbænum. Hann veitti mót- spyrnu við handtöku, að því er fram kemur í tilkynningu frá lög- reglu. Hann var í kjölfarið fluttur á lögreglustöð en þar fékk hann skyndilegt hjartastopp og lífgun- artilraunir báru ekki árangur. Málinu hefur verið vísað til rannsóknar hjá embætti Ríkissak- sóknara eins og lög gera ráð fyrir. Þar hefur verið óskað eftir krufn- ingu og mun framhald málsins ráðast af niðurstöðu hennar. - sh Hjartað hætti óvænt að slá: Maður lést í haldi lögreglu VINNUMÁL Atvinnulausum býðst stuðningur Rannsóknaseturs verslunarinnar, Nýsköpunarmið- stöðvar og Vinnumálastofnun- ar við að stofna samvinnufélög. Tilgangurinn er að skapa fólki atvinnu og efla nýsköpun. Um er að ræða tilraunaverkefni sem kynnt verður í höfuðstöðvum Nýsköpunarmiðstöðvar í Árleyni milli klukkan tvö og hálf fjögur í dag, þriðjudag. Í aðstoðinni felst meðal annars að fólk heldur rétti til atvinnu- leysisbóta þá 12 mánuði sem verk- efnið stendur, kennsla í verkleg- um rekstrarþáttum og handleiðsla Nýsköpunarmiðstöðvar. Verkefnið á að hefjast í janúar. - óká Tólf mánaða tilraunaverkefni: Verða ekki af bótarétti sínum VIÐSKIPTI Nýherji hagnaðist um 5 milljónir króna á þriðja ársfjórð- ungi ársins. Til samanburðar tap- aði fyrirtækið 60 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 125 milljónum á tímabilinu sem gerir samanlagt 335 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins. Það sem af er ári er tap félagsins hins vegar tíu milljónir. Fram kemur í fjárfestakynn- ingu vegna uppgjörsins að afkoma af innlendum rekstri hafi verið góð á árinu en að afkoma af erlendri starfsemi hafi verið verulega undir áætlun. - mþl Uppgjör þriðja ársfjórðungs: Nýherji hagnast um 5 milljónir GENGIÐ 29.10.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 226,7997 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,12 127,72 204,1 205,1 163,97 164,89 21,98 22,108 22,001 22,131 19,004 19,116 1,5973 1,6067 195,17 196,33 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is PILATES NÝTT Í HEILSUBORG! Markmið Pilates er að lengja og styrkja líkamann með kerfisbundnum æfingum. Hver æfing er hvetjandi, virkjar kviðvöðvana og heldur iðkendum við efnið. Kolbrún þjálfari segir fólk koma afslappað út úr tímunum en jafnframt fullt af orku. • Hefst 6. nóvember • 6 vikur • Kennari er Kolbrún Jónsdóttir • Tvö námskeið: Þri og fim kl. 17:30 og 18:30 • Verð kr. 17.900

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.