Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 10
30. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR10 Umboðsmenn Breyting á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti þann 26. júlí 2012 Aðalskipulag Langanesbyggðar 2007-2027. Tillagan var auglýst frá 14. maí til 4.júlí 2012. Alls bárust 16 athugasemdir og hefur þeim verið svarað. Athugasemdir leiddu til nokkurra breytinga og hefur aðalskipulagið verið sent Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nánari upplýsingar eru veittar hjá sveitarstjóra. Þórshöfn 29.10.2012 Sveitarstóri Langanesbyggðar DÝRALÍF Hreindýrskálfur hefur gert sig heimakominn með kindun- um á túninu við bæinn Eyrarland í Fljótsdal. Kálfurinn rakst með fénu þegar bændurnir voru að smala um miðjan september en þá var hann frekar veikburða. „Beljan hefur sennilega verið skotin á veiðitímabilinu og kálfur- inn væntanlega villst frá hjörðinni. Nú hefur hann hins vegar tekið ást- fóstri við kindurnar,“ segir Þor- varður Ingimarsson, bóndi á Eyr- arlandi. Þorvarður segir nokkur dæmi þess að hreindýr villist með þegar kindunum er smalað þó það sé ekki algengt. „Kindurnar okkar voru dálítið tortryggnar í upphafi en voru fljótar að venjast honum. Nú erum við að vinna í að temja hann, gera hann bandvanan svo hægt sé að teyma hann. Svo fáum við kannski aktygi og sleða og gerum hann að alvöru Rúdolf,“ segir Þor- varður. Á Eyrarlandi eru börnin, tólf til fjórtán ára, mjög spennt fyrir hrein- dýrskálfinum. „Þau gáfu honum hið frumlega nafn Hreinn,“ segir Þor- varður hlæjandi. „Þau vilja temja hann og gera að gæludýri.“ Þorvarður segir Hrein vera bráð- vitra skepnu. „Það er greinilegt. Hann er góður að læra og góður í umgengni. Við höfum hann bara hérna á túninu en rekum hann svo niður í rétt og bindum hann. Það er ekkert stórmál. Hann er fljótur að gefa eftir bandið – er eins og góður hestur eða þannig.“ Þorvarður segir að Hreinn hagi sér nánast alveg eins og rollurnar að Eyrarlandi. „Hann fylgir hópn- um alveg eftir og leitar mikið í þær,“ segir Þorvarður en segir kálfinn þó ekki vera farinn að svara hinu nýtil- komna nafni sínu. „Nei, við sjáum engin merki þess,“ segir Þorvarður. „Hann fær að vera hér eins lengi og hann kýs. Við skulum sjá hvort hann lifir af veturinn. Kálfur án hjarðar er ekki líklegur til að þrauka vetur- inn.“ kristjan@frettabladid.is HRIFNIR AF HREINI Tvíburabræðurnir Arnar Óli og Hjálmar Óli Þorvarðarsynir eru himinlifandi með hreindýrskálfinn Hrein. MYND/ÞORVARÐUR INGIMARSSON Tvíburabræður temja lærdómskálfinn Hrein Krakkarnir á bænum Eyrarlandi í Fljótsdal reyna nú að temja hreindýrskálf sem villtist með fé í september og gera hann að gæludýri. Kálfurinn hefur fengið nafnið Hreinn. Kálfurinn er bráðgreindur og námfús, segir bóndinn. KEEPING UP WITH THE KARDASHIANS E! ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS Svo fáum við kannski aktygi og sleða og gerum hann að alvöru Rúdolf. ÞORVARÐUR INGIMARSSON BÓNDI Á EYRARLANDI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.