Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 12
12 30. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN Í auknum mæli skreyta fyrirtæki sig umhverfismerkjum. Það er bæði þarft og snjallt. Eins eru félög í meiri mæli farin að huga að hollustuþáttum í ímynd sinni, svo og vottun um réttindi vinnuafls, upp- runa hráefnis og sanngjörn viðskipti. Allt er þetta vel. Tímabært er að fyrirtæki, jafnt þau opinberu og einkareknu, merki sig mann- vernd. Þar þarf sérstaklega að huga að launajöfnuði, sem er og verður, þar til honum verður útrýmt, einhver mesti ljóður á starfsemi fyrirtækja, hér á landi sem erlendis. Snjallt væri að taka upp Launamerkið, sem þau fyrirtæki ein, sem geta sannað fullan launajöfnuð innan sinna raða, geta prýtt sig með í bak og fyrir. Ég yrði stoltur af því að skipta við slík fyrirtæki – og liti innan tíðar þau félög hornauga, sem ekki státuðu af slíku. Eðlilegt er að Launamerkið lúti sömu lögmálum og önnur stöðluð vottun sem að ofan greinir; þar til bær stofnun veitti heimild fyrir notkun merkisins, að undan- genginni skoðun á launabókhaldi. Hinn kostinn þekkjum við: Launabil kynjanna þrífst á launaleynd. Viðvarandi launamunur kynjanna, sem lítið hefur skánað á undanliðnum árum, er mjög alvarleg meinsemd í samfélaginu. Ráðstefnur, skýrslur og úttektir á vand- anum eru góðra gjalda verðar, en við dags- brún nýrrar aldar er rík þörf á aðgerðum og lausnum. Spyrja má hvort fyrirtæki hafi hér eitt- hvað að óttast. Ég held þvert á móti að öll ábyrg fyrirtæki vilji hafa hér hreint borð. Fátt bætir ímynd þeirra jafn mikið og að þau komi eins fram við konur og karla sem fyrir þau starfa. Og er hér ekki tími til kominn? Ein dætra minna fer brátt á vinnumark- að. Hún er að mennta sig í háskóla. Við henni mun blasa verulegur, en óútskýrður launamunur. Yngsta dóttir mín fer á vinnu- markað eftir fimmtán ár. Ef fram heldur sem horfir – og án lausna – mun það sama blasa við henni. Launamerkið Jafnréttis- mál Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður Ég held þvert á móti að öll ábyrg fyrirtæki vilji hafa hér hreint borð. Þaru að innleiða Með því að taka í notkun örgjörvaposa sem snúa að viðskiptavinum og tengja þá við afgreiðslukerfið frá Advania takmarkar fyrirtækið rekstrar- áhæu tengda kortaviðskiptum. Advania á tilbúnar posalausnir og aðstoðar við innleiðingu á örgjörvaposum. Nánari upplýsingar á www.advania.is/pinnid eða í síma 440 9428. örgjörvaposa? Grunsamlegt Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálf- stæðisflokki, er ánægður með Helga Hjörvar, Samfylkingu. „Ég fagna því að loks sé kominn stjórnarliði með lífsmarki þegar kemur að neytenda- vernd á fjármálamarkaði,“ segir Guð- laugur um stríð Helga við fjármögn- unarfyrirtækið Lýsingu. Þetta skjall gengur í óvenjulega átt. Stjórnar- andstæðingar hafa til þessa ekki lagt lykkju á leið sína til að lofa framgöngu stjórnarliða. Þeir sem trúa á samsæriskenningar mundu væntanlega gera því skóna að hér byggi eitt- hvað meira að baki. Ekki neitt Karpið um það hvort WOW air sé flug- félag eða ekki er mjög skemmtilegt. Á öðrum endanum er Flugmálastjórn sem segir að WOW sé alls ekki flug- rekstrarfélag og á hinum eru WOW- menn sjálfir, sem segjast bara víst starfrækja flugfélag. Á þessu tvennu – flugrekstrarfélagi og flugfélagi – virðist vera nokkur munur að lögum. Deilan snýst sum sé ekki um neitt. Ætli henni verði samt ekki haldið áfram um sinn. Er búið að hringja í Hauk? Framsóknarmenn hafa ákveðið að velja á lista fyrir norðan á tvöföldu kjördæmisþingi. Þar takast á um efsta sætið þeir fóstbræður Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson. Ágæt samstaða náðist um leiðina á kjördæmisþingi um helgina. Höskuldur vildi prófkjör en fékk ekki sínu framgengt. Hvort það segir nokkuð um almennan stuðning við hann er önnur saga. En nú er sem sé allt að verða eins og það á að sér og ekkert eftir nema að fá Hauk Ingibergsson til að stýra talningunni. stigur@frettabladid.isS narlega hefur dregið úr reykingum og áfengisdrykkju 10. bekkinga á hálfum öðrum áratug. Auk þess hefur þeim fækk- að jafnt og þétt á sama tíma sem hafa prófað að reykja hass. Þessi þróun er afleiðing markvissra forvarna sem beinst hafa að börnum og er ætlað að koma í veg fyrir að þau byrji að reykja, drekka og reykja hass. Á morgun er haldinn forvarnardagur. Sem fyrr beinist athyglin að ungmennum en einnig að foreldrum þeirra því rannsóknir sýna að á sama tíma hefur samvistar- stundum foreldra og barna í 9. og 10. bekk fjölgað og þau eru sjaldn- ar lengi úti á kvöldin en áður. Það er því fylgni milli þess að vera í samvistum með fjölskyldunni og vera síður líklegur til að reykja og drekka. Ekki er óvarlegt að ætla að minnkandi reykingar og áfengisdrykkja eigi eftir að skila sér til framtíðar, þ.e. að þessi ungmenni séu síður líkleg til að reykja þegar þau verða fullorðin og einnig síður líkleg til að misnota áfengi og önnur vímuefni. Þetta járn verður því að hamra áfram. Aðferðina ætti einnig að þróa áfram og yfirfæra viðfangsefni for- varna á fleiri svið. Kallað hefur verið eftir forvörnum gegn ofbeldi og þá ekki bara gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum sem er það ofbeldi sem oftast er nefnt í tengslum við forvarnahugtakið. Ofbeldi í margvíslegri birtingarmynd er ótrúlega samþykkt hegð- un í samfélagi sem á að teljast bæði þróað og siðað. Hluti þess fer vissulega saman við ofnotkun vímuefna; tengist þeirri óreiðu sem vill skapast í samskiptum fólks þegar dómgreindin hefur verið slævð. En þetta er aðeins hluti. Til dæmis er stór hluti ofbeldis inni á heimilum framinn af alls- gáðu fólki, oftast körlum. Það mun því ekki endilega minnka þótt dragi úr misnotkun á áfengi. Forvarnir gegn ofbeldi eru kannski ekki einfalt verkefni. Í það minnsta líklega flóknara en forvarnir gegn vímuefnanotkun þar sem hægt er að benda á staðreyndir svo sem um sjúkdóma af völdum reykinga. Þegar öllu er á botninn hvolft hlýtur þetta þó að snúast um að bera virðingu fyrir náunganum, bæði þeim sem maður þekkir og þykir vænt um eins og maka og fjölskyldu en líka hinum sem maður þekkir ekki neitt. Þetta er raunar hluti af uppeldi flestra og er vel kennt og ástundað í leikskólum og skólum. Viðbótin felst kannski í því að auka meðvit- undina um að sýna virðingu í samskiptum alltaf og við allar aðstæður, að hafa hemil á sjálfum sér þegar reiðin ætlar að taka stjórnina, að auka meðvitundina um að hver ber ábyrgð á sínum gerðum, að enginn kallar það fram að vera barinn eða nauðgað, alveg sama hvað hann segir eða gerir. Það er rík ástæða til að fagna góðum árangri í forvörnum gegn reykingum, áfengis- og hassnotkun en um leið og þeim árangri er fagnað ætti að taka höndum saman um að ráðast að því stóra sam- félagsmeini sem ofbeldið er. Um leið og góðum árangri er fagnað á forvarn- ardeginum ber að huga að nýjum verkefnum: Forvarnir þarf að nota víðar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.