Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 6
30. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR6
1. Hvað hefur hinn 25 ára gamli
Lionel Messi skorað mörg mörk á
knattspyrnuferli sínum?
2. Hvaða bókstafur í íslenska
stafrófinu hefur eignast hollvina-
samtök?
3. Hver er framkvæmdastjóri
Iceland Airwaves?
SVÖR:
1. 301 mark 2. Ð 3. Grímur Atlason
Tíu stærstu eigendur Haga
LISTINN ER FRÁ 1. OKTÓBER 2012.
Gildi lífeyrissjóður
10,3%
Búvellir slhf.
7,9%
Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild
7,4%
Stefnir - ÍS 15
5,6%
Eignabjarg ehf.
5,0%
Stefnir - ÍS 5
4,8%
Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deild
4,4%Festa - lífeyrissjóður
4,3%
Hagar hf
3,8%
Tryggingamiðstöðin hf.
2,6%
Aðrir
43,9%
VIÐSKIPTI Gengi Haga rauf 20 króna
múrinn í gær þegar virði bréfa í
félaginu hækkaði um 2,26 pró-
sent. Alls hafa þeir fjárfestar sem
keyptu 44 prósenta hlut í Högum
áður en félagið var skráð á markað
tvöfaldað fjárfestingu sína. Tveir
stjórnendur Haga, sem fengu
hlutabréf í Högum gefins, seldu
þau fyrir helgi fyrir um 50 millj-
ónir króna. IFS Greining telur að
virði hluta í Högum eigi enn eftir
að vaxa á næstu mánuðum.
Gengi Haga var 20,35 krón-
ur á hlut í lok dags í gær. Það
hefur aldrei verið hærra og fór í
fyrsta sinn yfir 20 krónur á hlut.
Sá hópur fjárfesta sem stóð að
Búvöllum, sem keypti 44 prósenta
hlut í Högum áður en félagið var
skráð á markað, borgaði 5,4 millj-
arða króna fyrir þann hlut. Miðað
við lokagengi gærdagsins er virði
hlutarins 10,9 milljarðar króna.
Að Búvöllum stóðu Hagamelur
ehf. (í eigu Árna Haukssonar, Hall-
björns Karlssonar, Sigurbjörns
Þorkelssonar og TM), nokkrir líf-
eyrissjóðir, tveir fagfjárfestinga-
sjóðir sem lúta stjórn Stefnis,
Miranda ehf. (í eigu Berglindar
Jónsdóttur) og Draupnir fjárfest-
ingafélag (í eigu Jóns Diðriks Jóns-
sonar). Hópurinn hefur síðan skipt
eignarhlutunum á milli sín í sam-
ræmi við framlagða fjárfestingu.
Þegar Hagar voru skráðir á
markað í desember var gengi bréf-
anna 13,5 krónur á hlut. Þeir sem
keyptu á því gengi hafa því ávaxt-
að fé sitt um 34 prósent. Samþjöpp-
un er þó að eiga sér stað í eigenda-
hópi Haga en alls voru hluthafar
félagsins tæplega 1.300 í byrjun
október síðastliðins. Þeir voru
yfir tvö þúsund í mars og hefur
Fjárfestar hafa tvöfaldað
féð sem þeir settu í Haga
Hlutabréf Haga rufu 20 króna múrinn í gær. Búvallahópurinn hefur tvöfaldað fjárfestingu sína. Tveir
framkvæmdastjórar seldu hlut sinn fyrir helgi á tæpar 50 milljónir króna. Þeir fengu hlutinn gefins í fyrra.
GÓÐ ÁVÖXTUN Kaup Búvalla í Högum voru valin viðskipti ársins 2011 af dómnefnd
Markaðarins. Hópurinn hefur nú tvöfaldað virði fjárfestingar sinnar. Hallbjörn Karls-
son, Árni Hauksson og Sigþór Jónsson, þá forstöðumaður hjá Stefni, leiddu hópinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
því fækkað um rúman þriðjung á
sjö mánuðum.
Í uppfærðu virðismati IFS
Greiningar á hlutum í Högum sem
birt var um helgina kemur fram
að fyrirtækið telji virðismats-
gengi Haga vera 23,1 krónu á hlut,
eða töluvert hærra en gengi þess
í kauphöll. IFS telur enn fremur
að markgengi Haga eftir hálft ár
verði á milli 23 og 24 krónur. IFS
ráðleggur því fjárfestum að kaupa
hluti í Högum.
Tveir af lykilstjórnendum
Haga, þeir Gunnar I. Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Hagkaupa, og
Lárus Óskarsson, framkvæmda-
stjóri Aðfanga, seldu fyrir helgi
öll hlutabréf sín í félaginu fyrir
samtals 48,6 milljónir króna. Þeir
eignuðust hlutinn þegar Arion
banki gaf þeim, og þremur öðrum
stjórnendum, hann á fyrri hluta
síðasta árs. Þeir seldu á genginu
19,85 krónur. Tilkynnt var um við-
skiptin sama dag og Hagar birtu
nýjasta hálfs ársuppgjör sitt, þar
sem fram kom að félagið hefði
hagnast um 1,6 milljarða króna
frá mars og út ágústmánuð.
Hinir þrír stjórnendurnir sem
fengu hlutabréf gefins, þeir Finnur
Árnason forstjóri, Guðmundur Mar-
teinsson, framkvæmdastjóri Bón-
uss, og Kjartan Már Friðriksson,
framkvæmdastjóri Banana, eiga
enn eins prósents hlut í Högum.
Virði þess er í dag er um 247 millj-
ónir króna. thordur@frettabladid.is
ÞÝSKALAND Þýskir félagar í femín-
ísku hreyfingunni Femen hafa síð-
ustu daga staðið fyrir berbrjósta
mótmælum í IKEA-verslun í Ham-
borg í Þýskalandi. Hópurinn vill
með þessu bregðast við því að
konur voru þurrkaðar út úr bækl-
ingi IKEA í Sádi-Arabíu.
Femen konurnar máluðu þýska
fánann og slagorð á líkama sína
og báru skilti. Mótmælin stóðu í
um tíu mínútur þar til öryggis-
verðir stöðvuðu þau.
„Dollarar íslamista eru mikil-
vægari en mannleg gildi eins og
frelsi og jafnrétti í augum IKEA,“
sögðu konurnar. - þeb
Þýskar konur frá Femen:
Mótmæltu ber-
brjósta í IKEA
Í IKEA Konur úr Femen í Þýskalandi hafa
mótmælt ritskoðuðum bæklingi IKEA í
Sádi-Arabíu. NORDICPHOTOS/AFP
NEYTENDUR N1 hefur verið sektað
um hálfa milljón króna vegna
markaðssetningar á N1 lyklinum
og fyrir að lúta ekki ákvörðun
Neytendastofu.
Neytendastofa greinir frá
því að Skeljungur hafi kvartað
yfir hringingum N1 í neytendur
til að bjóða þeim N1 lykil með
þeim ávinningi að fá fimm krónu
afslátt af eldsneytisverði í formi
þriggja króna afsláttar og söfnun
tveggja N1 punkta. Þarna mun
um að ræða brot á eldri ákvörð-
un, en óheimilt er að jafna söfnun
punkta við afslátt í krónum. - sv
Neytendastofa sektar N1:
500.000 í sekt
vegna N1 lykils
SAMFÉLAGSMÁL Forvarnardagurinn verður hald-
inn í grunnskólum og framhaldsskólum lands-
ins á morgun. Af því tilefni heimsóttu Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jón Gnarr
borgarstjóri Hlíðaskóla í Reykjavík í gær.
Jón Gnarr sagði í Hlíðaskóla að hann myndi
alla ævi bera skaðann af því að hafa drukkið
áfengi og neytt fíkniefna. „Þegar ég var þrett-
án, fjórtán ára þá missti ég fótanna félagslega,“
sagði Jón í viðtali við Stöð 2. Hann hafi byrjað
að drekka, reykja og fikta við vímuefni. Hann
hafi náð að snúa lífi sínu við en margir vinir
hans frá þeim tíma hafi látið lífið.
Meginmarkmiðið með forvarnardeginum
er að minna á hvaða ráð duga best til að koma
í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum að
bráð. Þar ber helst að nefna þátttöku í íþrótta-
og æskulýðsstarfi, samverustundir með fjöl-
skyldunni og að fresta því sem lengst að neyta
áfengis. „Rannsóknir sýna að ótrúlega góður
árangur hefur náðst í baráttunni við áfengis-
notkun unglinga á Íslandi á grunnskólastigi,“
segir í tilkynningu, en vert er að gera átak í að
minna yngri nemendur framhaldsskóla á að vel
sé hægt að skemmta sér án áfengis.
Dagurinn er haldinn að frumkvæði forseta
Íslands og er nú haldinn í sjöunda sinn. - þeb
Forseti Íslands og borgarstjóri heimsóttu skóla til að minna á forvarnardaginn sem haldinn verður á morgun:
Segist bera skaðann af neyslunni alla ævi
VEL TEKIÐ Í HLÍÐASKÓLA Borgarstjóranum og forset-
anum var vel tekið af börnunum í Hlíðaskóla í gær. Þeir
höfðu nóg að gera við að skrifa eiginhandaráritanir og
láta taka af sér myndir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VEISTU SVARIÐ?
milljarða króna
kostaði 44% hlut-
ur Búvallahópsins.
Virðið nú er 10,9 milljarðar.
5,4