Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 9
Birting viðauka við lýsingu Eimskipafélags Íslands hf.
Almennt útboð 30. október til 2. nóvember 2012
Í tengslum við almennt útboð á hlutabréfum í Eimskipafélagi Íslands hf. (hér eftir „Eimskip“ eða „félagið“) skv. 43. gr. laga
nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og umsókn félagsins um töku allra hlutabréfa í Eimskip til viðskipta á Aðalmarkaði
NASDAQ OMX Iceland hf. (hér eftir nefndur „Aðalmarkaður Kauphallarinnar“), hefur Eimskip birt viðauka, dags.
29. október 2012, við lýsingu félagsins, dags. 22. október 2012, sem samanstendur af samantekt, verðbréfalýsingu og
útgefandalýsingu, allt dagsett 22. október 2012 (hér eftir nefnt „Lýsingin“). Viðaukinn er gefinn út á grundvelli 46. gr.
laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti þar sem segir m.a., að komi fram nýjar upplýsingar, veigamikil mistök eða
ónákvæmni er varða upplýsingar í Lýsingu, sem máli geta skipt við mat á verðbréfum og koma fram á tímabilinu frá því
Lýsingin var staðfest, og þar til útboði lýkur eða, ef við á, þegar viðskipti á skipulegum verðbréfamarkaði hefjist, skuli
útbúa viðauka við Lýsingu þar sem greint er frá viðkomandi atriðum. Viðaukinn er gefinn út á ensku, líkt og Lýsing
félagsins, og skoðast sem hluti af Lýsingunni. Viðaukann má nálgast á vefsíðu félagsins, www.eimskip.is. Lýsingin ásamt
viðaukanum eru birt á vefsíðu félagsins, www.eimskip.is, ásamt íslenskri þýðingu á samantektinni. Útprentuð eintök af
Lýsingunni, ásamt viðaukanum, má jafnframt nálgast í höfuðstöðvum Eimskips í Korngörðum 2, 104 Reykjavík.
Viðaukinn verður aðgengilegur næstu 12 mánuði.
Viðaukinn er birtur í tengslum við ákvörðun lykilstjórnenda Eimskips um að falla frá kaupréttum, sem félagið hafði veitt
viðkomandi aðilum. Ákvörðunin var tekin vegna mikillar andstöðu gegn kaupréttunum sem lýst var yfir í fjölmiðlum á
meðan útboðinu stóð. Ákvörðunin var tekin eftir að lokuðu útboði lauk. Umræddar upplýsingar taka til kafla 12.3
Remuneration and Benefits í skráningarlýsingu félagsins. Jafnframt eru í viðaukanum upplýsingar um niðurstöður lokaða
útboðsins sem skulu skoðast sem uppfærsla á kafla 6 Terms and Conditions of the Offering í verðbréfalýsingu félagsins.
Almennt útboð 30. október til 2. nóvember 2012
Almennt útboð fer fram frá kl. 10:00 þriðjudaginn 30. október og stendur til kl. 16:00 föstudaginn 2. nóvember 2012.
Seljendur eru Landsbanki Íslands hf., ALMC hf. og Samson eignarhaldsfélag ehf., en Eimskip hyggst selja eigin hluti verði
umframeftirspurn í almenna útboðinu. Seljendur í útboðinu munu bjóða til sölu 10.000.000 áður útgefna hluti í Eimskip,
sem samsvarar 5% af heildarhlutafé félagsins. Verði umframeftirspurn mun Eimskip bjóða til sölu allt að 6.000.000 af
eigin hlutum og stækkar útboðið þá í allt að 8% af útgefnum hlutum eða samtals 16.000.000 hluti. Lágmarksáskrift er
25 þúsund krónur fyrir starfsmenn Eimskips og 50 þúsund krónur fyrir aðra fjárfesta. Útboðsgengið er fast, kr. 208, og
var ákvarðað með hliðsjón af eftirspurn í lokuðu útboði sem haldið var fyrir almenna útboðið, á tímabilinu frá þriðju-
deginum 23. október til fimmtudagsins 25. október 2012.
Útboðið er markaðssett á Íslandi. Skilyrði fyrir þátttöku í almenna útboðinu eru að þátttakendur hafi íslenska kennitölu
og séu fjárráða. Áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu í hlutabréfum í Eimskip eru fjárfestar hvattir til að kynna sér
allar upplýsingar í Lýsingunni í heild og skilmála útboðsins sem þar koma fram.
Markmið Eimskips og seljenda er að útboðið geri Eimskip kleift að uppfylla skilyrði reglna NASDAQ OMX Iceland hf. fyrir
útgefendur fjármálagerninga, dags. 1. desember 2009, um dreifingu hlutafjár. Er þá bæði horft til þess að almenningur
og fagfjárfestar eignist hlut í félaginu. Það er jafnframt markmið seljenda að fá ásættanlegt verð fyrir eign sína. Seljend-
ur áskilja sér rétt að falla frá útboðinu ef Kauphöllin samþykkir ekki fyrirliggjandi umsókn félagsins um að hlutir í Eimskip
verði teknir til viðskipta.
Niðurstöður almenna útboðsins munu liggja fyrir að morgni mánudags 5. nóvember 2012. Gert er ráð fyrir að 16. nóvem-
ber 2012 verði fyrsti dagur viðskipta með hlutabréf félagsins á Aðalmarkaði Kauphallarinnar, en hann verður tilkynntur af
Kauphöllinni með minnst eins viðskiptadags fyrirvara.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um Eimskipafélag Íslands hf. og skilmála almenna útboðsins má finna í Lýsingu Eimskips og viðauka
við hana, dags. 29. október 2012. Fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingabanka hf. og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf.
hafa umsjón með almenna útboðinu og því ferli að fá hluti félagsins tekna til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar.
Straumur fjárfestingabanki hf. og Íslandsbanki hf. veita nánari upplýsingar um útboðið í síma 525 7070 frá kl. 10:00 til
20:00 á tímabilinu sem útboðið stendur yfir, en það fer fram frá kl. 10:00 þann 30. október til kl. 16:00 2. nóvember 2012.
Reykjavík, 29. október 2012
Stjórn Eimskipafélags Íslands hf.
F
ít
o
n
S
ÍA