Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 30. október 2012 27
FÓTBOLTI Þetta var flott helgi fyrir
íslenska knattspyrnumenn og
-konur í Evrópu því tólf þeirra
voru á skotskónum með liðum
sínum og skoruðu saman sextán
mörk. Landsliðsþjálfarinn Lars
Lagerbäck fylgdist væntanlega
vel með gangi mála og það verður
samkeppni um landsliðsstöðurnar
fyrir næstu verkefni.
Það má heldur ekki gleyma því
að Kolbeinn Sigþórsson er meiddur
og Aron Jóhannsson, markahæsti
leikmaður dönsku deildarinnar,
gat heldur ekki spilað með AGF
um helgina. Kolbeinn skoraði í eina
leik sínum með Ajax á tímabilinu
og Aron er búinn að skora 12 mörk
í 13 leikjum í dönsku deildinni.
Sextán mörk á tímabilinu
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skor-
að þrennu þegar Norrköping vann
4-0 útisigur á Sundsvall. Hann er
nú kominn með 16 mörk í 27 deild-
arleikjum á tímabilinu og er annar
markahæsti maður sænsku úrvals-
deildarinnar.
Ganamaðurinn Abdul Waris er
markahæstur og það eru ekki mikl-
ar líkur á því að Gunnar Heiðar nái
því að vinna upp sex marka forskot
hans í síðustu tveimur umferðun-
um þrátt fyrir að okkar maður sé
búinn að skora 7 mörk í síðustu 5
leikjum.
Alfreð Finnbogason skoraði tvö
mörk og átti eina stoðsendingu
þegar Heerenveen tapaði 3-6 á
móti Heracles. Alfreð hefur skorað
átta mörk í átta fyrstu deildarleikj-
um sínum með Heerenveen-liðinu
og alls tólf mörk í níu leikjum í
öllum keppnum í hollenska bolt-
anum.
Jóhann Berg Guðmundsson var
hetja AZ Alkmaar þegar hann
skoraði sigurmark liðsins tveim-
ur mínútum fyrir leikslok í 2-1 úti-
sigri á Vitesse. Þetta var fyrsta
mark hans á tímabilinu.
Steinþór Freyr Þorsteinsson
átti frábæran leik þegar Sandnes
Ulf vann 5-1 sigur á Fredrikstad
í norsku úrvalsdeildinni. Steinþór
skoraði fimmta og síðasta mark
síns liðs en hafði áður gefið tvær
stoðsendingar og fiskað tvö víti
sem gáfu mörk. Hann kom því að
öllum fimm mörkum liðsins og
hefur alls átt þátt í 13 af 16 mörk-
um Sandnes-liðsins í síðustu níu
leikjum.
Eiður Smári Guðjohnsen skor-
aði mark Cercle Brugge í 1-2 tapi á
móti Standard Liège á föstudags-
kvöldið en Eiður Smári hefur skor-
að í þremur fyrstu leikjum sínum
með Cercle.
Öflugir varamenn
Aron Einar Gunnarsson kom
inn á sem varamaður hjá
Cardiff City og skoraði síð-
asta mark liðsins í 4-0 sigri
á Burnley en aðeins fjór-
um dögum áður hafði hann
tryggt liðinu 2-1 sigur á
Watford í uppbótartíma
nokkrum mínútum eftir
að honum var skipt inn
á.
Eyjólfur Héðinsson
var hetja sinna manna
í SönderjyskE þegar
hann skoraði sigur-
mark í uppbótartíma
þegar liðið vann 2-1
útisigur á Esbjerg.
Eyjólfur kom inn á
sem varamaður 20
mínútum fyrr en hann
var þarna að leika sinn fyrsta
leik síðan í ágúst.
Hannes Þ. Sigurðsson tryggði
Atyrau 1-1 jafntefli á móti Orda-
saby á útivelli í lokaumferðinni í
deildinni í Kasakstan.
Þá má ekki gleyma Stefáni
Gíslasyni sem setti punktinn yfir
i-ið þegar Oud-Heverlee Leuven
vann 3-1 útisigur á Beerschot. OH
Leuven er nú búið að vinna fjóra
leiki í röð með markatölunni 16-4
og Stefán hefur skorað tvö mörk og
lagt upp eitt í þessari sigurgöngu.
Stelpurnar skoruðu líka
Stelpurnar voru líka á skot skónum
því landsliðskonurnar Margrét
Lára Viðarsdóttir hjá Kristi-
anstad og Katrín Jónsdótt-
ir hjá Djurgården skoruðu
báðar í markaleik milli sinna
liða í sænsku kvennadeild-
inni og Margrét Lára
lagði einnig upp
mark til viðbót-
ar. Margrét Lára
hefur nú skor-
að í sex af síð-
ustu átta leikj-
um sínum með
Kristian stad og
íslenska lands-
liðinu en Katr-
ín var að skora
sitt fyrsta mark
í sænsku deild-
inni.
Kristín Ýr Bjarna-
dóttir kórónaði frá-
bært tímabil í norsku
b-deildinni með því
að skora tvö mörk í
2-1 sigri í lokaumferð-
inni. Kristín Ýr skor-
aði alls 24 mörk í 22
leikjum á tímabilinu
en Hólmfríður Magn-
úsdóttir gat ekki spilað
vegna meiðsla en hún
var markahæst í deild-
inni með 25 mörk.
ooj@frettabladid.is
Sextán íslensk mörk í Evrópuboltanum
Tólf íslenskir leikmenn voru á skotskónum í Evrópuboltanum um helgina, þar af skoruðu þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Alfreð
Finnbogason fimm mörk saman og Steinþór Freyr Þorsteinsson átti þátt í fimm mörkum. Tveir skoruðu sigurmark sinna liða.
SEXTÁN MARKA MAÐUR Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði þrennu um helgina og er
búinn að skora sjö mörk í síðustu fimm leikjum Norrköping. MYND/AFP
ALFREÐ FINNBOGASON
Fagnar hér einu af mörkum sínum.
Á hraðleið inn í daginn
Heimir og Kolla
Virka daga kl. 6.50 – 9