Fréttablaðið - 30.10.2012, Blaðsíða 38
30. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR30
BÓKIN
„Við vorum að gæla við þessa hug-
mynd í fyrra en gátum ekki hrint
henni í framkvæmd þá. Við ákváð-
um því að gera þetta í ár og Strætó
tók vel í hugmyndina,“ segir Alísa
Kalyanova sem skipuleggur utan-
dagskrártónleika í tengslum við
Iceland Airwaves. Tónleikarnir
fara fram á Hlemmi og á skipti-
stöðinni í Mjódd.
Innt eftir því af hverju skipti-
stöðvarnar tvær hafi orðið fyrir
valinu segir Alísa að sér þyki
staðirnir heillandi. „Ég er rúss-
nesk og upplifi staðina kannski á
annan hátt en borgarbúar. Í hvert
sinn sem ég fer þangað hitti ég
forvitnilega karaktera og þarna
kemur saman alls konar fólk á
öllum aldri. Mér fannst hugmynd-
in um að breyta þessu í tónleika-
stað heillandi.“
Meðal þeirra hljómsveita sem
koma fram á viðburðunum eru
Hollow Veins, Sindri Eldon, Anton
Kaldal og Futuregrapher. Að sögn
Alísu verður einblínt á rokktón-
list í Mjóddinni og raftónlist á
Hlemmi. Alísa reiknar með að tón-
leikagestirnir verði ólíkir hinum
hefðbundna Airwaves-gesti. „Ég
geri ráð fyrir að þetta verði fyrst
og fremst fólk sem á leið hjá.
Kannski ákveður það í kjölfarið að
sækja fleiri utandagskrártónleika,
þá væri takmarkinu náð.“
Alísa verður viðstödd báða tón-
leikana og sér til þess að allt fari
vel fram. „Ég verð á staðnum og
dreifi eyrnatöppum til þeirra sem
þola ekki hávaðann,“ segir hún og
hlær.
Tónleikarnir í Mjódd fara fram
á föstudeginum klukkan 16 til 18
og þeir á Hlemmi fara fram á laug-
ardeginum og standa yfir frá 15 til
19.
- sm
Hlemmi breytt í tónleikastað
TÓNLEIKAR Á HLEMMI Alísa Kalyanova
skipuleggur tvenna tónleika sem fara
fram á Hlemmi og í Mjódd. Tónleikarnir
eru í tengslum við Iceland Airwaves.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
„Þetta gekk alls ekki átakalaust
fyrir sig. Við tókum myndband-
ið upp úti á Granda við erfiðar
aðstæður og kulda og svo fékk
ég heiftarleg ofnæmisviðbrögð
við líkamsmálningunni sem var
notuð,“ segir tónlistarkonan Þór-
unn Antonía Magnúsdóttir sem
veiktist skyndilega eftir tökur
á tónlistarmyndbandi við lagið
Electrify My Heartbeat.
Myndbandinu er leikstýrt af
Þóru Hilmarsdóttur og fyrir tök-
urnar var Þórunn þakin líkams-
málningu. Daginn eftir vakn-
aði hún sárkvalin og var flutt á
bráðamóttöku þar sem hún fékk
lyf í æð.
„Ég vaknaði morguninn eftir og
leit út eins og Charlize Theron í
kvikmyndinni Monster og var sjö
kílóum þyngri. Ég var rúmliggj-
andi í fjóra daga og forðaðist alla
spegla á meðan. Mér leið hræði-
lega illa og svolítið eins og húðin
væri fimm númerum of lítil. Það
var erfitt að hreyfa sig og það var
eins og ég væri í skrítnum, þröng-
um galla, og ekki á „sexý“ hátt.
En þetta var þess virði því mynd-
bandið verður algjör snilld og ég
hef mikla trú á Þóru.“
Myndbandið er töluvert ólíkt
því síðasta sem Þórunn Antonía
sendi frá sér og lýsir hún því sem
dularfullu og myrku. Hún kveðst
hlakka mikið til þess að sjá mynd-
bandið þegar það verður loks til-
búið. „Ég ímyndaði mér veru eða
vélmenni sem vaknar til lífsins
þegar ég samdi lagið og ég held
að sú tilfinning hafi endurspegl-
ast vel í myndbandinu.“
sara@frettabladid.is
ÞÓRUNN ANTONÍA: EINS OG CHARLIZE THERON Í MONSTER
Endaði á bráðamóttökunni
FÉKK OFNÆMISVIÐBRÖGÐ Þórunn Antonía Magnúsdóttir endaði uppi á bráða-
móttöku eftir tökur á nýjasta myndbandi sínu. Hún fékk bráðaofnæmi eftir líkams-
málningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Orðrómur er uppi um að Hollywoodleikarinn Ben Stiller, sem dvaldi hér á landi í
dágóðan tíma í sumar og haust vegna gerðar kvikmyndarinnar Secret Life of Walter Mitty,
hafi styrkt gerð myndbands Þórunnar Antoníu fjárhagslega. Söngkonan vill þó lítið tjá sig
um málið þegar hún er spurð út í orðróminn. „Við fengum styrk frá erlendum aðila við
gerð myndbandsins, en meira get ég ekki sagt,“ segir Þórunn Antonía um málið.
ORÐRÓMUR UM STYRK FRÁ STILLER
„Fjölskyldan gengur stundum
fyrir vinnunni en það er alltof
sjaldan. Mér fyndist að það þyrfti
að vera alltaf,“ segir Egill Ólafs-
son.
Söngvarinn er hættur við að
koma fram á Jólagestum Björg-
vins Halldórssonar í Laugardals-
höll vegna þess að sonur hans,
dansarinn Gunnlaugur Egilsson,
er að frumsýna verk í Stokkhólmi
á sama tíma. „Maður getur ekki
verið á tveimur stöðum í senn,“
segir Egill. Hann hafði fyrir löngu
ákveðið að sjá verkið og þegar
tímasetningu frumsýningarinnar
var breytt varð að hann að afboða
sig hjá Björgvini. „Það verður ein-
vala lið þarna og það munar ekki
um þótt eitt lítið tannhjól detti út.“
Egill hefur einu sinni áður sung-
ið á Jólagestunum og hafði mjög
gaman af. „Sumir miða við að jólin
hefjist með Bó. Þetta var mjög
hátíðlegt þegar ég var þarna og
ég sendi mína sterkustu strauma
í fjarveru minni.“
Björgvini sjálfum þykir leitt
að njóta ekki lengur krafta Egils.
„Það er mjög vont að missa Egil.
Hann var kominn með svo flott
prógramm þarna inn en svona
er þetta bara. En við erum með
fullt af frábærum listamönnum
og þarna verða svaka fallbyssur,“
segir Björgvin og nefnir til sög-
unnar nýja söngvara
Jólagesta, þau Eirík
Hauksson, Bubba
Morthens, Valdimar
og Þórunni Antoníu.
Hann bætir við að
þrír söngvarar stígi
á svið í stað Egils,
eða Kristjana Stefáns-
dóttir, Dísa og sonur
hans Krummi.
„Við höldum
ótrauð áfram
og vonum að
fólk skemmti
sér vel fimm-
tánda desemb-
er.“ - fb
Valdi fjölskylduna í stað Jólagesta Björgvins
EGILL ÓLAFSSON Söngvar-
inn ætlar að sjá son sinn
frumsýna verk í Stokkhólmi
í stað þess að syngja á
Jólagestum Björgvins.
„Ég var að byrja á Þúsund
bjartar sólir og svo er ég alltaf
að glugga í The Art of Eating
sem eru í raun fimm bóka safn
eftir M.F.K. Fisher.“
Dögg Mósesdóttir, kvikmyndagerðarkona
og framkvæmdastjóri Northern Wave
Film Festival.
Miðasala hafin á midi.is
Nánari upplýsingar á tiufingur.is
SÝNINGAR Í NORRÆNA HÚSINU
Í NÓVEMBER OG DESEMBER 2012
E.B. Fbl
J.V.J. DV
Ath. aðeins þessar 3 sýningarhelgar!
Ö Ö
Ö
„Skrímslið litla systir mín er ein magnaðasta
leiksýning sem ég hef séð.“ I.G. Mbl
BARNALEIKSÝNING
ÁRSINS 2012
Fös. 9. nóv. kl. 17:00 Ö
Lau. 10. nóv. kl. 14:00 U / 16:00 U
Sun. 11. nóv. kl. 14:00 U / 16:00 Ö
Lau. 24. nóv. kl. 14:00 Ö / 16:00
Sun. 25. nóv. kl. 14:00 Ö / 16:00
Lau. 1. des. kl. 14:00 / 16:00
Sun. 2. des. kl. 14:00 / 16:00