Fréttablaðið - 05.11.2012, Síða 4
5. nóvember 2012 MÁNUDAGUR4
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
21°
17°
10°
6°
10°
10°
7°
7°
27°
7°
22°
8°
27°
4°
11°
25°
5°
Á MORGUN
5-13 m/s, hvassara syðst.
MIÐVIKUDAGUR
3-8 m/s.
5
5
6
7
7
4
8
9
8
8
2
13
10
11
9
12
10
9
3
8
7
8
0 -1
-2
3
5
-1 -2
-2
1
2
BREYTINGAR
Veðrið tekur nú
snöggum breyt-
ingum en í dag
verðum við í
nokkuð mildri
suðvestanátt með
vætu en snýst í
norðanátt með
kólnandi veðri og
éljum norðan til í
kvöld. Austanátt
með slyddukenndri
úrkoma og sums
staðar snjókoma
syðra á morgun.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
BANDARÍKIN Frambjóðendurnir tveir
í bandarísku forsetakosningunum á
morgun, Barack Obama Bandaríkja-
forseti og Mitt Romney, frambjóð-
andi repúblikana, mælast með nær
hnífjafnt fylgi í tveimur skoðana-
könnunum sem birtar voru í gær.
Obama nýtur stuðnings 48 prósenta
líklegra kjósenda í könnun frétta-
stofu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar
og Wall Street Journal en 47 pró-
sent styðja Romney. Í könnun ABC-
sjónvarpstöðvarinnar og Washing-
ton Post, sem einnig var birt í gær,
nýtur hvor frambjóðandi fylgis 48
prósenta aðspurðra.
Í hvorri könnun voru 1.475 lík-
legir kjósendur spurðir hvorn fram-
bjóðandann þeir styddu. Skekkju-
mörk eru plús eða mínus 2,55
prósent.
Frambjóðendurnir ljúka kosn-
ingabaráttu sinni með látum í
dag. Obama fær rokkarann Bruce
Springsteen í lið með sér á fundum
í Madison í Wisconsin, Columbus
í Ohio, þar sem rapparinn Jay-Z
slæst í hópinn, og í Des Moines í
Iowa. Forsetinn og forsetafrúin
halda síðan til Chicago þar sem þau
verða á kjördag. Romney verður
enn önnum kafnari í dag því hann
heldur fundi í Sanford í Flórída,
Lynch burg og Fairfax í Virginíu,
Columbus í Ohio og Manchester í
New Hampshire. Á kjördag verður
hann svo í Boston. - fsb
Spennan í hámarki fyrir bandarísku forsetakosningarnar á morgun:
Hnífjafnir í nýjustu könnunum
MITT ROMNEY BARACK OBAMA
SVÍÞJÓÐ Í Söderhamn í Svíþjóð
hefur sveitarfélagið og vinnumála-
stofnunin gripið til óvenjulegra
ráða til þess að draga úr atvinnu-
leysi ungmenna. Þau fá styrk til
þess að flytja til Noregs.
Eftir mánaðar undirbúnings-
tíma fá ungmennin greidda ferð
til Óslóar og frítt húsnæði í einn
mánuð, að því er segir í frétt
sænska ríkisútvarpsins. Þegar
ungmennin eru komin til Noregs
fá þau aðstoð frá starfsmanni sam-
takanna Nordjobb. Um 100 ung-
menni frá Söderhamn hafa þegar
farið til Noregs og fengu flest
strax vinnu. -ibs
Nýtt úrræði í Svíþjóð:
Atvinnulaus
ungmenni send
til Noregs
NOREGUR Þegar tæp mínúta var í
lendingu farþegavélar Widerøe-
flugfélagsins í Mosjøen í Noregi
í síðustu viku fékk flugstjórinn
skipun frá flugfélaginu um að snúa
við til Værnes í Þrándheimi.
Kynningarfulltrúi félagsins
segir að þremur mínútum fyrir
lendingu hafi uppgötvast að vinnu-
tíma áhafnarinnar hafi verið að
ljúka. Vélin hefði því orðið að vera
um kyrrt í Mosjøen þar sem engin
varaáhöfn var til að taka við. Þar
með hefði orðið að aflýsa öðrum
ferðum vélarinnar. -ibs
Skipun til flugstjóra í Noregi:
Sneru við vél í
lok vinnudags
VEÐUR Björgunarsveit var kölluð
út í Vestmannaeyjum í fyrrinótt
vegna veðurs. Þar fauk klæðning
utan af húsi og var hún negld föst
að nýju.
Vonskuveður hefur verið um
mestallt land um helgina og voru
björgunarsveitir að störfum á
fjórum stöðum á landinu á laugar-
dag; á Egilsstöðum, Akureyri,
Sauðárkróki og Akranesi. Aðstoða
þurfti fólk í ófærð, koma mat til
eldri borgara og fleira.
Mjög mikil ofankoma var austan-
lands um helgina og flestir fjall-
vegir ófærir. - sh
Björgunarsveitir kallaðar út:
Veðurhamur
olli vandræðum
KLÆÐNING AF Í Eyjum þurfti að festa á
klæðningu aftur. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
GENGIÐ 03.11.2012
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
225,2689
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,24 126,84
203,27 204,25
162,54 163,44
21,785 21,913
22,126 22,256
18,886 18,996
1,5712 1,5804
193,56 194,72
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
STJÓRNSÝSLA Sorpa segist ekki
sætta sig við boðaða ákvörðun
Umhverfisstofnunar um að aðeins
verði veitt nýtt starfsleyfi til
næstu tveggja ára fyrir urðunar-
stöð fyrirtækisins á Álfsnesi.
Sorpa vill að leyfið gildi í tólf ár.
Umhverfisstofnun segir urð-
unarstaðinn ekki í samræmi við
skipulagsáætlanir á Álfsnesi.
Áður en stofnunin tekur ákvörðun
sína er Sorpu gefið ráðrúm til
andmæla. Athugasemdir Sorpu
eru í meginatriðum þríþættar:
„Í fyrsta lagi að Umhverfis-
stofnun hafi ekki heimild að
lögum til að byggja íþyngjandi
ákvörðun um verulega stuttan
gildistíma starfs leyfis á skipu-
lagslegum forsendum enda
feli það í sér brot gegn lög-
mætis- og réttmætisreglu
stjórnsýslu réttarins, í öðru
lagi að ekki rúmist innan vald-
sviðs Umhverfis stofnunar að
framfylgja skipulags legum
ákvörð unum og í þriðja lagi að
stofnunin misskilji eðli og efni
þeirra skipulagsáætlana sem í
gildi eru fyrir urðunarstaðinn
á Álfsnesi,“ segir Ingi B. Poul-
sen, lögmaður Sorpu, í svari til
Umhverfisstofnunar.
Að sögn lögmannsins felur
boðuð ákvörðun í sér brot á
megin reglum stjórnsýsluréttar.
Þótt stofnunin geti ákveðið lengd
starfsleyfa hafi myndast stjórn-
sýsluvenja um að þau séu gefin
út til tólf ára. Þá hafi Umhverfis-
stofnun fram til þessa veitt
starfsleyfi á lóðum sem ekki hafa
verið deiliskipulagðar og nefnir
dæmi þar um.
„Það hefur því ekki truflað
útgáfu starfsleyfa hingað til
að meðferð skipulagsáætlana
hafi ekki verið í samræmi við
lög. Gefur því augaleið að ætli
stofnun in nú að setja efnislegt
inntak í skilyrði fyrir starfsleyfi
þá brýtur hún gegn jafnræðis-
reglu,“ segir í andmælum Sorpu.
Þá segir lögmaðurinn að komi
einhvern tíma til þess að land-
notkun á Álfsnesi verði í and-
stöðu við deiliskipulag sé ljóst
að réttbært stjórnvald til að
takast á við þá stöðu sé skipu-
lags- og byggingar nefnd Reykja-
víkurborgar, og eftir atvikum
Skipulagsstofnun, en ekki
Umhverfisstofnun.
„Verði niðurstaða Umhverfis-
stofnunar sú að binda gildis-
tíma starfsleyfis Sorpu fyrir
urðunar staðinn á Álfsnesi við
tvö ár í samræmi við óljósar
yfirlýs ingar í skipulagsáætlun-
unum mun Sorpa láta reyna á þá
ákvörðun fyrir æðra stjórnsýslu-
stigi og dóm stólum ef þurfa þykir
og mun eftir atvikum gera kröfu
um skaðabætur vegna þess tjóns
sem ákvörðunin fyrirsjáanlega
hefur í för með sér.“ segir lög-
maður Sorpu. gar@frettabladid.is
Sorpa boðar dómsmál verði
starfsleyfið á Álfsnesi stytt
Umhverfisstofnun vill takmarka nýtt starfsleyfi urðunarstöðvar Sorpu á Álfsnesi við tvö ár þannig að það
renni út í árslok 2014. Sorpa segir slíka ákvörðun ekki byggja á lögum og boðar dómsmál með bótakröfum.
Það hefur því ekki
truflað útgáfu starfs-
leyfa hingað til að meðferð
skipulagsáætlana hafi ekki
verið í samræmi við lög.
INGI B. POULSEN
LÖGMAÐUR SORPU
URÐUNARSTÖÐIN Á ÁLFSNESI Umhverfisstofnun vill ekki gefa út nýtt starfsleyfi fyrir urðunarstöðina lengur en til ársloka 2014.
Sorpa segir hins vegar gríðarlega hagsmuni felast í því að starfsleyfið sé til langs tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI