Fréttablaðið - 05.11.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 05.11.2012, Síða 6
5. nóvember 2012 MÁNUDAGUR6 20 11 2010 JÁKVÆÐ MERKI ÚR ATVINNULÍFINU Það eru jákvæð teikn á lofti í íslensku atvinnulífi. Fjölmörg fyrirtæki eru að ná eftirtektarverðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Arion banki fagnar þessum góða árangri. Kynntu þér málið á arionbanki.is 60 NÝIR SÉRFRÆÐINGAR MANNVIT NEYTENDUR Lögmaður á lögfræðistofu á höfuðborg- arsvæðinu rukkaði viðskiptavin um fjórðung úr tímakaupi þegar hann hringdi til að spyrja hvort lögmaðurinn gæti tekið mál hans að sér. Skráð lengd símtals í farsíma lögmannsins er ein mínúta sam- kvæmt yfirliti sem maðurinn fékk frá Vodafone. Lögmaðurinn rukkaði einnig í tvígang um fjórð- ung úr tímakaupi vegna örstuttra tölvupósta. Þetta er meðal þess kemur fram í kvörtun til úrskurðar- nefndar lögmanna vegna gjaldtöku lögmannsins. Viðskiptavinurinn segir í kvörtun sinni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, að lögmaðurinn hafi greint frá því að hann ynni á tímagjaldi sem væri 18.500 krónur. Í kvörtuninni getur viðskiptavinurinn þess að sér hafi ekki á neinum tímapunkti verið gerð grein fyrir reglum eða gjaldskrá sem gilda um lágmarkstíma- einingar. Verðskrá hafi heldur ekki verið sjáanleg á staðnum. Lögmaðurinn er sagður hafa svarað að hann væri tilbúinn að lækka reikninginn, sem var að fjárhæð 116.088 kr. fyrir 5 tíma, um 0,75 tíma vegna tölvu- póstssamskipta. Viðskiptavinurinn leitaði til lögmannsins til að biðja hann að fara yfir samningsdrög vegna greiðslna til barnsmóður og umgengni við barn. Að sögn viðskiptavinarins var samningurinn orðinn að sambúðarslitasamningi um framfærslu og forsjá sem aldrei hefði komið til umræðu. Þykir honum ljóst að samningur lögmannsins hafi ekki verið frumsaminn heldur hafi verið notuð önnur fyrir- mynd. - ibs Viðskiptavinur kvartar til úrskurðarnefndar lögmanna vegna verðlagningar lögmanns sem hann leitaði til: Rukkaði 4.625 krónur fyrir mínútusímtal VIÐ HÉRAÐSDÓM Manni blöskraði svo verðlagning lögmanns að hann kvartaði yfir henni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA OFBELDI Mjög grófu kynferðisof- beldi séra Georgs, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla, og kennarans Margrétar Müller gegn nemendum sínum er lýst í skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar um starfsemi skólans á meðan kirkjan starfrækti hann. Átta af þeim þrjátíu fyrrverandi nemendum sem nefndin ræddi við, sex karlar og tvær konur, báru um kynferðisofbeldi innan veggja skólans og í sumardvöl hans. Tekið er fram í skýrslunni að langt sé liðið frá atburðunum, frásagnirnar kunni að vera ónákvæmar og ekki sé lagt mat á trúverðugleika þeirra. Frásagnirnar um háttsemi séra Georgs snúast um allt frá þukli til mjög grófra kynferðislegra athafna. Þannig voru frásagnir um að hann hefði látið bæði drengi og stúlkur girða niður um sig og leggj- ast yfir hné hans og síðan stungið fingri í endaþarm drengs og kyn- færi stúlkna. Þá eru frásagnir um að drengur hafi verið látinn fróa honum og hafa við hann munnmök. Séra Georg er sagður hafa beitt ýmsum brögðum til að ná sínu fram. Hann hafi logið því að börnum að foreldrar hafi gefið honum leyfi til að refsa þeim fyrir misgjörðir heima fyrir og verð- launað sum börn með gosi og sæl- gæti eftir að hafa brotið gegn þeim. Þá hafi hann hótað börnum að illa færi fyrir þeim og fjölskyldum þeirra ef þau segðu frá og ein frá- sögn er um að hann hafi sagt dreng að ef hann kjaftaði frá mundi Guð hafna honum og hann brenna í víti í stað þess að fara til himnaríkis. Sögurnar af Margréti Müller eru á svipaða leið. Hún hafi þuklað á Hótaði börnum vítis- vist ef þau segðu frá Séra Georg í Landakotsskóla og kennarinn Margrét Müller beittu nemendur mjög grófu kynferðisofbeldi um árabil. Um það vitnuðu átta manns fyrir rann- sóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar. Margrét sögð hafa svæft stúlku og misnotað. SKÓLASTJÓRINN Séra Georg var skólastjóri Landakotsskóla frá 1961 til 1998. Hann lést fyrir fjórum árum. Ef marka má frásagnirnar pukruðust séra Georg og Mar- grét ekki með ofbeldið hvort í sínu horni. Ein sagan er á þá leið að skólastjórinn og kennarinn hafi í sameiningu látið tvo drengi afklæðast, nudda kynfærum sínum hvor við rass annars og hafa munnmök hvor við annan á meðan þau horfðu bæði á. Tóku höndum saman um ofbeldið MARGRÉT MÜLLER kynfærum drengja, haft munnmök við einn þeirra og látið dreng þukla á kynfærum sínum og brjóstum. Þá hafi hún látið drengi hafa munn- mök við sig, nudda kynfærum sínum við kynfæri hennar og notað aðskotahluti á borð við kerti í kyn- ferðislegum tilgangi. Í einu tilviki var sagt frá grun- semdum um að Margrét hefði svæft stúlku með lyfjagjöf og mis- notað hana. Stúlkan hafi þegið drykk af Margréti, liðið út af og rankað við sér nokkru síðar, liggj- andi á bekk, mjög aum í endaþarmi þannig að úr blæddi dögum saman. Margrét hafi gefið þá skýringu að stúlkan hafi verið andsetin og dottið niður stiga. Flestir sem báru um kynferðis- ofbeldi sögðu að það hefði staðið í mörg ár. Meðal niðurstaðna skýrsl- unnar er að kirkjan hafi þaggað málið niður og starfsfólk hennar með því vanrækt skyldur sínar. stigur@frettabladid.is TÍBET, AP Tíbetskur listamaður lést eftir að hafa kveikt í sér í bænum Tongren í vesturhluta Kína í gær- morgun. Maðurinn, sem hét Dorje Lungdup og var málari, vildi með þessu þrýsta á um endurkomu Dalaí Lama til Tíbets og að kín- versk stjórnvöld létu af yfirráðum þar. Á vefsíðu AP er haft eftir for- svarsmanni útlagastjórnar Tíbets, sem hefur aðsetur í Dharamsala á Indlandi, að íbúar í Tongren hætti sér vart út úr húsum sínum af ótta við öryggissveitir kínverska hers- ins sem eru fjölmennar í bænum. Fjölmargir Tíbetar hafa kveikt í sjálfum sér á síðustu mánuðum til að mótmæla harðræði kín- verskra stjórnvalda. - fsb Mótmæla kínverskri stjórn: Enn einn kveik- ir í sér í Tíbet MINNINGARATHÖFN Tíbetskir munkar minnast eins af mótmælendunum sem kveikti í sér í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, atvinnuvegaráðherra og for- maður Vinstri grænna, gefur kost á sér í 1. sæti í forvali flokksins í Norðausturkjördæmi. Steingrímur segist vilja viðhalda þeirri sterku stöðu sem flokkurinn hafi byggt upp, bæði í kjördæminu og á lands- vísu, og leggja árangur ríkis- stjórnarinnar í dóm kjósenda. Ögmundur Jónasson, innan- ríkisráðherra, gefur kost á sér í fyrsta sæti lista VG í Suðvestur- kjördæmi. Hann segist í ráðherra- tíð sinni hafa beitt sér fyrir skýrri forgangsröðun hvað varðar það að standa vörð um innviði samfélags- ins og auðlindir. - fsb Setja verk sín í dóm kjósenda: Ráðherrar í framboð á ný Í FORVAL Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson gefa báðir kost á sér í forvali Vinstri grænna. SVÍÞJÓÐ Svíar eru svo duglegir við endurvinnslu að þeir hafa of lítið af brennanlegum úrgangi til að hita upp íbúðarhúsnæði. Þetta kemur fram í frétt á norska við- skiptavefnum e24.no. Svíar þurfa að flytja inn úrgang frá Noregi. Svíar fá greitt fyrir að brenna norska sorpið. Síðan senda þeir öskuna til baka þar sem Norð- menn sjá um förgun þungmálma í henni. Fimmta hvert heimili í Sví- þjóð er hitað upp með varma frá fjarvarmakerfum tengdum endur- vinnslustöðvum. -ibs Endurvinnsla í Svíþjóð: Svíar græða á norsku sorpi DANMÖRK Lögreglan í Kaup- mannahöfn hefur frá áramótum skráð að minnsta kosti 11 tilfelli þar sem eigendum veitingastaða hefur verið hótað borgi þeir ekki verndarfé. Lögreglan segir fjölda raunverulegra tilfella óljósan þar sem ekki sé víst að þau séu öll skráð hjá lögreglunni. Fyrr á þessu ári greindi eig- andi Café Viking á Norðurbrú, Jane Pedersen, frá hótunum aðila sem vildu að hún greiddi þeim verndar fé. -ibs Danskir veitingastaðir: Krefja eigendur um verndarfé VEISTU SVARIÐ? 1. Hver er höfundur bókarinnar Sagan af klaustrinu á Skriðu? 2. Hvað heitir fyrsta plata sveitarinnar Alt-J? 3. Hvað heitir bassaleikari Sigur Rósar? SVÖR 1. Steinunn Kristjánsdóttir. 2. An Awesome Wave. 3. Georg Hólm.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.