Fréttablaðið - 05.11.2012, Page 12
12 5. nóvember 2012 MÁNUDAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru sam-þykktar grundvallarbreytingar á núver-
andi kvótakerfi í sjávarútvegi. Rúmir tveir
þriðju þeirra sem afstöðu tóku samþykktu
tillögu stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri
stjórnarskrá. Kvótalöggjöfin hefur verið eitt
allra stærsta deilumálið í íslenskum stjórn-
málum undanfarin 20 ár. Ítrekað hafa lands-
menn látið í ljós mikla óánægju með ákveðna
þætti löggjafarinnar í skoðanakönnunum og
alþingiskosningum. Það fer ekki á milli mála
að hver sá sem samþykkti tillögu Stjórnlaga-
ráðs hefur kynnt sér breytingarnar og verið
þeim samþykkur. Það fer líka ekki á milli
mála að hver sá sem vildi áfram núverandi
kvótakerfi að mestu óbreytt hefur greitt
atkvæði gegn tillögunni. Alls greiddu ríflega
73.000 manns breytingunum atkvæði sitt.
Það eru 67% þeirra sem afstöðu tóku. Þetta
er nánast sami stuðningur og kom fram í
skoðanakönnun MMR í maí 2011. Þá vildu
65% innkalla kvótann og úthluta honum að
nýju með breyttum reglum.
Breytingarnar í 34. grein í tillögu stjórn-
lagaráðs fjalla um náttúruauðlindir og rétt-
indi tengd þeim. Róttæku breytingarnar eru
þær að auðlindirnar sem ekki eru í einkaeigu
eru lýstar þjóðareign. Réttindin til þess að
hagnýta þær, svo sem fiskveiðikvóta, mun
ríkið veita á jafnræðisgrundvelli, gegn fullu
gjaldi til hóflegs tíma, og þau má aldrei veð-
setja. Þarna er skýrt hvernig öll umdeildustu
atriðin í kvótakerfinu eiga að vera til lykta
leidd.
Í dag er það svo að handhafar kvótans
hafa komist upp með að veðsetja kvótann og
þannig draga óhemjumikið fé út úr grein-
inni í eigin vasa. Tvöföld verðlagning á kvóta
hefur verið látin viðgangast. Ríkið hefur
innheimt lágt gjald árlega fyrir afnotin en
síðan hafa samtök útvegsmanna, LÍÚ, rekið á
skrifstofu sinni sérstakan kvótaeftirmarkað
og þar hefur verðið á kvótanum verið marg-
falt hærra. Í könnun MMR frá maí 2011 vildi
71% svarenda að ríkið fengi markaðsverðið,
sem eðlilegt er. Núverandi kvótaúthlutun
brýtur allar reglur um jafnræði og sam-
keppni sem gilda um atvinnurekstur í þjóð-
félaginu.
Enn á ný hefur almenningur í landinu sagt
stjórnmálamönnunum skýrt hver vilji hans
er. Munu þeir loksins fylgja þeim vilja?
Grundvallarbreytingar
samþykktar á kvótakerfinu
Sjávar-
útvegsmál
Kristinn H.
Gunnarsson
fv. alþingismaður
www.forlagid.is
Ánægðir utanríkisráðherrar
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna
héldu blaðamannafund á Norður-
landaráðsþinginu í Helsinki í síðustu
viku. Þar kom nýtt samkomulag um
loftrýmisgæslu Finna og Svía hér á
landi meðal annars til tals og var
ekki annað að heyra á ráðherrunum
en að þeir væru hæstánægðir með
þetta nýja fyrirkomulag, sem sér
frændþjóðum okkar fyrir kærkomnu
æfingasvæði til hernaðarbrölts.
Rangur maður
Reyndar var einn sem var
ekki ánægður. Í fjarveru
Össurar Skarphéðins-
sonar kom það
nefnilega í hlut Steingríms J. Sigfús-
sonar atvinnuvegaráðherra að taka
þátt í fundinum. Og hann svaraði
spurningunni um loftrýmisgæsluna
hreinskilnislega: „Ég er kannski ekki
rétti maðurinn til að svara þessu.
Ég og minn flokkur erum á móti
aðild Íslands að NATO. Það er
engin brýn þörf
fyrir þessa
loftrýmis-
gæslu sem
okkur býðst
núna.“
Evu að kenna
Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G.
Guðjónsson skrifar í pistil á Pressuna
um samkeppni í flugi. Sigurður, sem
var lögmaður Iceland Express, telur
að róðurinn hafi verið þungur fyrir
félagið undanfarin ár af því að Pálma
Haraldssyni hafi verið stefnt fyrir dóm
í New York af slitastjórn Glitnis (sem
hafi auðvitað verið runnið undan
rifjum Evu Joly). Var það sem
sagt Evu Joly og Steinunni Guð-
bjartsdóttur að kenna að Iceland
Express hóf Ameríkuflug sem
félagið réð ekki við og leiddi til þess
að vélarnar voru meira og minna
seinar í tvö ár? Mikil er ábyrgð
þeirra. stigur@frettabladid.isS
kýrsla óháðrar rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á
Íslandi um viðbrögð hennar við ásökunum um kynferðis-
brot og annað ofbeldi innan kirkjunnar er á köflum skelfi-
leg lesning.
Þótt nefndin taki fram að hlutverk hennar sé ekki að
sannprófa frásagnir af brotunum, leikur tæplega vafi á að kaþólskur
prestur og skólastjóri Landakotsskóla og kennari við skólann hafi
sitt í hvoru lagi og í sameiningu beitt börn í skólanum og í sumar-
búðum kirkjunnar grófu kyn-
ferðislegu, líkamlegu og andlegu
ofbeldi um áratugaskeið.
Stjórnendur og aðrir starfs-
menn kirkjunnar brugðust þolend-
um ofbeldisins. Þótt nefndin segi
ekki hægt að álykta að reynt hafi
verið að þagga kynferðis brotin
niður, liggur fyrir að margir
starfsmenn kirkjunnar, þar með taldir allir biskupar hennar undan-
farna áratugi, hafi gerzt sekir um vanrækslu með því að hafa ekki
brugðizt við og látið rannsaka ásakanir um ofbeldið.
Sá ljóti veruleiki sem nú kemur upp á yfirborðið í kaþólsku kirkj-
unni á sér margar hliðstæður. Viðlíka afhjúpanir hafa varpað rýrð
á orðspor kaþólsku kirkjunnar víða um heim undanfarin ár. Hér á
Íslandi er skemmst að minnast niðurstaðna sambærilegrar rann-
sóknarnefndar, sem tók út viðbrögð þjóðkirkjunnar við ásökunum
um kynferðisbrot á hendur fyrrverandi biskupi Íslands og taldi þeim
stórlega ábótavant.
Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að kynferðisbrot
séu ekki algengari innan trúfélaga en annars staðar í samfélaginu.
Hins vegar geti trúarsannfæring aukið og viðhaldið hættu á ofbeldi
og afleiðingar ofbeldis sem beitt er í skjóli trúarbragða geti haft
alvarlegri áhrif á þolandann en ella. Samfélagið geri ríkar kröfur til
þess að starfshættir trúarsamfélags einkennist af kærleik, virðingu
og skilningi og öll viðbrögð við ofbeldi byggist á fagmennsku, rétt-
læti og sanngirni. Óhætt er að segja að skýrslan sýni fram á að á allt
þetta hafi verulega skort í kaþólsku kirkjunni á Íslandi.
Þá dregur nefndin það skýrt fram að kirkjan brást of seint við
umræðu um kynferðisbrot kirkjunnar manna. „Telja verður að
kaþólska kirkjan á Íslandi hafi, um og eftir síðustu aldamót, haft
fullt tilefni til að ræða mál um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum
og að setja sér skýrar reglur um forvarnir, fræðslu og viðbrögð við
hugsanlegum ásökunum,“ segja nefndarmenn.
Skipan nefndarinnar, sem var falið að fá fram frásagnir af kyn-
ferðisbrotum innan kirkjunnar og meta viðbrögð við þeim og jafn-
framt gera tillögur til úrbóta, er að sjálfsögðu jákvætt skref. Pétur
Bürcher, biskup kaþólskra, hefur enn fremur beðizt afsökunar fyrir
hönd kirkjunnar og boðað að gripið verði til ráðstafana til að fyrir-
byggja kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar í framtíðinni.
Þetta eru rétt viðbrögð, en koma heldur seint. Erfitt er að verjast
þeirri hugsun að koma hefði mátt í veg fyrir andstyggileg brot gegn
börnum ef kirkjan hefði vaknað til vitundar fyrr.
Skýrsla um kynferðisbrot og annað
ofbeldi í kaþólsku kirkjunni:
Vöknuð, en
heldur seint
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN