Fréttablaðið - 05.11.2012, Page 17

Fréttablaðið - 05.11.2012, Page 17
Ljósmál er ljósskúlptúr sem er verk eftir Ninný, Jónínu Magnúsdóttur, myndlistarkonu. „Orðið Ljósmál hefur skírskotun í bæði ljósið og mál- verkið. Í verkum mínum hef ég notað blandaða tækni og hef verið að vinna Ljósmálin á svipaðan hátt og þau,“ segir Ninný. Inni í Ljósmálunum er plexígler sem er yfirleitt sett í sívalninga en það er líka til í fleiri formum. Ninný notar ýmis efni í Ljósmálin; pappír, býflugnavax, olíu, trefjar og ýmislegt sem hún finnur í nátt- úrunni. „Hægt er að snúa sumum ljós- skúlptúrunum á tvo vegu og þá eru þeir í raun sitt hvort verkið. Það er fígúratíft öðru megin og abstrakt hinum megin og saman eru þau tengd í eina heild. Ég hef gaman af fjölbreytni og tilbreytingu og get sagt frá því að ljósskúlptúrinn sé fjölbreyttur. Þetta er í raun nýtt verk frá hverju sjónarhorni og hvert og eitt Ljós- mál er einstakt.“ Hún segir Ljósmálin hafa vakið mikla athygli á samsýningum sem listamenn sem eru með vinnustofur á Korpúlfs- stöðum hafa haldið. Hugmyndin að Ljós- málinu kom þegar ein slík sýning var í uppsiglingu og ákveðið hafði verið að gera eitthvað sem listamennirnir voru ekki vanir að gera. „Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi, að ögra sjálfum okkur og fara út fyrir þægindarammann. Þá fór ég að þreifa fyrir mér og þannig urðu þessir ljósskúlptúrar til. Ég er alltaf að leita sjálf í myndlistinni að nýjungum, er alltaf að læra eitthvað nýtt þrátt fyrir að hafa verið í þessu nánast alla ævi.“ Þrátt fyrir athyglina sem Ljósmálin hafa vakið hefur Ninný ekki fjöldafram- leitt þau. „Það liggur mikil vinna að baki hverju Ljósmáli. Ég hef gert fáa skúlptúra og þeir eru einungis seldir á vinnustof- unni og á vefsíðunni HowDoYouLike- Iceland.com sem stílar inn á erlendan markað.“ ■ lilja.bjork@365.is EINSTÖK LJÓSMÁL LJÓS Í MYRKRI Listakonan Ninný hefur undanfarið unnið að ljósskúlptúrum sem hún kallar Ljósmál. Verkið hefur vakið meiri athygli en hún bjóst við. JÓLAFÖNDRIÐ Nú er sá tími hafinn þegar myndarlegir föndrarar fara að huga að jólakortagerð. Gott er að vera tímanlega að velta fyrir sér gerð og lögun jólakortanna 2012 og safna að sér efnivið. Fjölskyldan getur síðan sameinast einhverja helgina og föndrað saman. OPIÐ HÚS Næsta samsýn- ing og opna hús á Korpúlfsstöðum verður þann 29. nóvember næst- komandi á milli klukkan 17 og 21. „Þar verða alls kyns tónlistar- atriði og uppá- komur. Yfirskriftin verður „Ljós í myrkri“ þannig að Ljósmálið á eftir að njóta sín vel þar en það kemur vel út í skammdeginu.“ Ljósmál og fleiri verk eftir Ninný má sjá á heimasíðu hennar Ninny.is. LÝSANDI LJÓSMÁL Ninný hannar ljós- skúlptúrana Ljósmál, sem njóta sín einkar vel nú í skammdeginu, og er birtan frá þeim rómantísk og þægileg. MYND/GVA Gerðu gæða- og verðsamanburð FINNDU MUNINN Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 *3,5% lántökugjald ÝMIR rúm 153x203 aðeins kr. 124.900 ÝMIR, SAGA, FREYJA, ÞÓR OG ÓÐINN Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur Valhöll heilsudýna 5 svæðaskipt gormakerfi 153x203 aðeins kr. 89.900 Tilboðsverð 12 mánaða vaxtalausar greiðslur*

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.