Fréttablaðið - 05.11.2012, Page 18
FÓLK|HEIMILI
Þetta er afrakstur sam-vinnuverkefnis verslun-arinnar Húss handanna á
Egilsstöðum og átaksverkefnisins
Þorpsins, en Þorpið gengur út á að
styðja við vöruhönnun og listhand-
verk á Austurlandi og nýtingu á
staðbundnum hráefnum. Ömmu-
kollurinn var fyrsta grasrótarverkefni
Þorpsins,“ útskýrir Lára Vilbergsdóttir,
verkefnisstjóri Þorpsins, en á föstudaginn
var opnuð sýning á Skörinni, Aðalstræti
10, á nytjahlutum sem unnir eru af list-
handverksmönnum fyrir austan.
Hlutirnir eiga það sameiginlegt að vera
endurgerðir af gamalli vöru sem á sér ein-
hverjar rætur á Austurlandi. Ömmukoll-
urinn er smíðaður eftir fyrirmynd í eigu
Sveinbjargar Hrólfsdóttur frá Reynihaga í
Skriðdal, en Egilsstaðakollurinn var fram-
leiddur frá árinu 1954 á trésmíðaverk-
stæði Kaupfélags Héraðsbúa og var einnig
skyldustykki í trésmíðum í Alþýðuskól-
anum á Eiðum. Sigurður Ólafsson á Aðal-
bóli í Hrafnkelsdal endurgerir nú Egils-
staðakollinn
úr Hallorms-
staðarlerki í sam-
vinnu við Epal. Gamla
góða spýtujólatréð sem margir
þekkja hefur Eik á Miðhúsum nú
framleitt undanfarið hálft ár og er það til
sölu á sýningunni. Eik á Miðhúsum fram-
leiðir einnig endurgerð af silfurhring frá
víkingaöld sem fannst við Þórarinsstaði
við Seyðisfjörð árið 1999.
„Þessar vörur eru allar komnar í
framleiðslu. Við opnum vefverslun
síðar í nóvember þar sem þær munu
allar fást auk fleiri vara,“ segir Lára.
Slóðin á vefverslunina er www.hus-
handanna.is.
Sýningin stendur til og með 20. nóvem-
ber.
AUSTFIRSK SAMVINNA
ÍSLENSKT LISTHANDVERK Egilsstaðakollur, Ömmukollur og gamla góða
spýtujólatréð eiga uppruna sinn að rekja til Austfjarða. Endurgerðir á þessum
munum eru nú til sýnis á Skörinni.
EGILSSTAÐAKOLLURINN var
skyldustykki í trésmíðum í Alþýðu-
skólanum á Eiðum á árum áður.
Sigurður Ólafsson á Aðalbóli í
Hrafnkelsdal endurgerir nú kollinn úr
Hallormsstaðarlerki í samvinnu við
Epal.
GAMLA GÓÐA JÓLA-
TRÉÐ Eik á Miðhúsum
framleiðir tréð og er það
til sölu á sýningunni.
ÖMMUKOLLURINN
Endurgerð af þessum kolli er nú
í framleiðslu til að skapa minn-
ingar hjá ömmum nútímans.
Ömmukollurinn fæst í Kraumi.
FRÁ VÍKINGAÖLD Endurgerð af hring sem
fannst við Þórarinsstaði við Seyð-
isfjörð árið 1999. Eik
á Miðhúsum fram-
leiðir hringinn.
■ Sigurlaug M. Jónasdóttir er þekktur
matgæðingur. Hún er með vinsæla
þætti á RÚV um matargerð.
Hvað ert þú helst að fást við þessa
dagana? Fyrir utan mína sérlega
skemmtilegu vinnu hjá Ríkisútvarpinu þar
sem ég vakna snemma á morgnana og sé
um morgunþátt Rásar eitt og bragðgóðan
matarþátt á laugardögum er ég að bíða
eftir fyrsta barnabarninu okkar, svo það er
mikill spenningur á heimilinu og lítið gert
annað en að tala um tilvonandi fjölgun
hjá syni okkar.
Stendur þú í einhverjum framkvæmd-
um á heimilinu eða hefur nýlokið við?
Flokkast skúringar undir framkvæmdir?
Ertu dugleg að breyta og bæta heima
við? Ég er nú frekar íhaldssöm og er sátt
við heimili okkar eins og það er en ég er
dugleg að skreyta það með ferskum blóm-
um, set kerti í nýpússaða koparstjaka og
kveiki á reykelsi og þá er ég nú bara sátt.
Er einhver hlutur sem þig langar sér-
staklega mikið í þessa dagana? Nei,
svo sem ekki, þurfti að dvelja lengi við
þessa spurningu og hugsa mjög mikið
svo það er eflaust ekki neitt sem mig
langar í. Jú annars, ef ég á að segja
alveg eins og er þá dauðlangar mig í
Bestlight-lampa.
Hver er uppáhaldshluturinn þinn í
eldhúsinu? Sítrónupressan mín frá
Philippe Starck, dásamleg hönnun.
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á
heimilinu? Fyrir utan eldhúsið mitt
er gott að setjast í ruggustólinn
hans Sveins Kjarval og horfa út um
gluggann yfir til uppáhaldsnágranna
okkar.
MATGÆÐINGUR Silla
er mikill matgæðingur
og hefur ástríðu fyrir
matargerð.
handhægi
D-vítamín
úðinn,
hámarksnýting
Fæst í apótekum, heilsubúðum
og stórmörkuðum.
Eru ekki allir
örugglega
að fá sér
D vítamín
núna?
3
mánaða
skammtur
www.gengurvel.is
hlustið
trúið
hlýðið
HARMA
GEDDON
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
HEIMA VIÐ | SIGURLAUG M. JÓNASDÓTTIR
VERÐUR BRÁÐUM AMMA
JÓLABLAÐ
FRÉTTABLAÐSINS
KEMUR ÚT 27. NÓVEMBER
Meðal efnis
í blaðinu:
Jólaljósin, kökur, sætindi, skraut, föndur,
matur, borðhald, jólasiðir og venjur.
Atli Bergmann
atlib@365.is
512 5457
Benedikt Freyr Jónsson
benni@365.is
512 5411
Elsa Jensdóttir
elsaj@365.is
512 5427
Jónína María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is
512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson
sverrirbs@365.is
512 5432
Bókið auglýsingar tímanlega: