Fréttablaðið - 05.11.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.11.2012, Blaðsíða 46
22 5. nóvember 2012 MÁNUDAGUR MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miða- sala: 412 7711 Hverfi sgata 54 Rvík www.bioparadis.is Hluti af Europa Cinemas MÁNUDAGUR: BERBERIAN SOUND STUDIO (16) 18:00, 20:00, 22:00 DRAUMURINN UM VEGINN 3. HLUTI (L) 20:00 PURGE (HREINSUN) (16) 20:00, 22:30 2 DAYS IN NEW YORK (L) 18:00, 22:00 SUNDIÐ (L) 18:00 HREINT HJARTA (L) 20:00 DJÚPIÐ (L) (ENG. SUBS.) 22:00 KÓNGAGLENNA (EN KONGELIG AFFÆRE) (14) 17:30 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA. DRAUMURINN UM VEGINN 3. hluti Gengið til orða ***** “Ein besta mynd ársins.” - The Observer **** “Eftirminnileg og skrambi vel heppnuð.” - Fréttablaðið BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn T.V. - KVIKMYNDIR.ISJ. A. Ó. - MBL SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS PITCH PERFECT KL. 8 - 10.10 12 SKYFALL KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 DJÚPIÐ KL. 6 10 PITCH PERFECT KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 HOTEL TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 3.40 - 5.50 - 8 7 SKYFALL KL. 5 - 8 - 10.10 12 SKYFALL LÚXUS KL. 5 - 8 12 TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 3.40 L FUGLABORGIN 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 L TAKEN 2 KL. 10.10 16 DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 10 PITCH PERFECT KL. 8 - 10.30 12 HOTEL TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 5.50 7 SKYFALL KL. 6 - 9 12 TAKEN 2 KL. 10.30 16 THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10 LOVE IS ALL YOU NEED KL. 8 L / FULL CIRCLE KL. 6 10 DEAR ENEMY KL. 8 L / FLYING SWORDS KL. 10 14 Nýjasta mynd leikstjórans Tim Burton San Francisco chronicle Boston.com Entertainment Weekly BoxOffice.com Frábær mynd sem enginn aðdáendi Tim Burtons ætti að láta fram hjá sér fara 16 Ein besta mynd ársins! - Boxoffice Magazine JOSEPH GORDON-LEVITT BRUCE WILLIS EMILY BLUNT HAUNAST 16 16 UPPLIFÐU NÝJA SAMBÍÓIÐ Í KRINGLUNNI -FBL -FRÉTTATÍMINN Entertainment Weekly New York Observer Empire Boxoffice.com L ÁLFABAKKA 16 16 7 L L L 12 V I P 16 16 EGILSHÖLL 12 L 16 16 14 AKUREYRI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á KRINGLUNNI UPPLIFÐU NÝJA SAMBÍÓIÐ KRINGLUNNI L 12 HOUSE AT THE END OF THE STREET KL. 11 SKYFALL KL. 5 - 6 - 7 - 8 - 9 - 10 HOPE SPRINGS KL. 5 HOUSE AT THE END.. KL. 5:40 - 8 - 10:20 SKYFALL KL. 5 - 8 - 11 END OF WATCH KL. 5:40 - 8 - 10:20 HOPE SPRINGS KL. 5:40 - 8 LOOPER KL. 10:20 HOUSE AT THE END OF THE STREET KL. 8 - 10:20 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:20 L 14 12 16 KEFLAVÍK HOUSE AT THE END OF THE STREET KL. 11 SKYFALL KL. 8 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:10 14 1414 MEÐ JENNIFER LAWRENCE ÚR HUNGER GAMES. HÖRKU SPENNUTRYLLIR Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D MEÐ ENSKU TALI/ÍSL TEXTA  -VARIETY  -HOLLYWOOD REPORTER 7 L 14 12 HOUSE AT THE END...KL. 5:50 - 8 - 10:20 HOUSE AT THE END... VIP KL. 5:50 - 8 - 10:20 FRANKENWEENIE ÍSL. TEXT Í 3D KL. 6 - 8 HOPE SPRINGS KL. 5:50 - 8 - 10:20 END OF WATCH KL. 8 - 10:20 LOOPER KL. 8 - 10 THE CAMPAIGN KL. 6 LAWLESS KL. 10:20 BRAVE ÍSL. TALI KL. 5:50 SKYFALL 7, 9, 10(P) PITCH PERFECT 8, 10.15 HOTEL TRANSYLVANIA 2D 6 TEDDI 2D 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar POWERSÝNING KL. 10 Í 4K FRÁBÆR GAMANMYND ÍSL TEXTI SÝNINGAR Í 4K - KL: 7, 10 www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5% Föstudagur 2. nóvember og laugardagur 3. nóvember ★★★ ★★ Hjálmar/Jimi Tenor Silfurberg í Hörpu Rokk úr óvæntri átt Íslensk reggísveit og finnsk elektrópopp-goðsögn með saxófón. Þetta er blanda sem á ekki að virka en gerir það nú samt. Hjálmar hafa spilað með Jimi oft áður og gert með honum lag og hópnum virðist orðið líða nokkuð vel með þetta samstarf sitt. Finninn var í forgrunni í Hörpu á föstudag, spilaði og söng á sinn einstaka og dálítið einkennilega hátt og setti á svið eitt- hvað sem orðið „tónleikar“ nær ekki beint utan um. Þetta var sýning, hress en yfirgengileg. Skemmtilegast var eiginlega þegar allt saman leystist upp í hreint rokk á köflum – þungt og hrátt og merkilegt nokk fór það piltunum í Hjálmum bara ljómandi vel að rokka aðeins. Góðum tónlistarmönnum er greinilega allt fært. -sh HJÁLMAR OG JIMI TENOR Sigurður Guðmundsson, meðlimur Hjálma, spilar hér á tónleikum þeirra á föstudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ★★ ★★★ Half Moon Run Silfurberg í Hörpu Heyrt þetta áður Þrír ungir strákar frá kanadísku borginni Montreal skipa indígrúppuna Half Moon Run. Þeir spila lágstemmt og hálfdraumkennt þjóðlagapopp sem er afskaplega kanadískt á að hlýða. Þetta eru flinkir hljóðfæraleikarar – svo klínískir að það er eiginlega æpandi – og söngvarinn er ekkert minna en stórkostlegur. En það dugði ekki til að hífa vitameinlausar lagasmíðarnar upp úr meðalmennskunni í Hörpunni á föstudag. Það er hvergi nýr hljómur í katalóg Half Moon Run og þorrinn af áheyrendum virtist átta sig á því. -sh ★★★★★ The Vaccines Listasafnið Grípandi rokk Eftirvæntingin eftir tónleikum The Vaccines í Listasafni Reykjavíkur var mikil, enda hefur hljómsveitin slegið í gegn í heimalandi sínu og víðar með melódísku rokki sínu. Ekki dró það úr eftirvæntingunni að bassaleikarinn Árni Hjörvar Árnason er íslenskur og hafði hann endurskírt hljómsveitina Bóluefnin fyrir tónleikana. Sveitin hóf leik með hinu hressilega No Hope af nýjustu plötu sinni og frá byrjun var ljóst að þarna voru fagmenn á ferðinni, þrælvanir tónleikahaldi eftir mikla spilamennsku að undanförnu. Bóluefnin spiluðu öll sín bestu lög, þar á meðal Post Break-Up Sex og If You Wanna, og áttu auðvelt með að hrífa áhorfendur með sér. Árni Hjörvar talaði um hversu gaman væri að vera loksins kominn heim og öskraði svo „Eru ekki allir í stuði?“ eins og á alvöru íslensku sveitaballi. Einnig var gaman að fylgjast með söngvaranum Justin Young liðast um sviðið í sannkölluðum rokktransi. Rúsínan í pylsuendanum var flutningur á pönkslagara Vonbrigða, Ó Reykjavík. Árni Hjörvar tók við hljóð- nemanum, Young fór á bassann og allt var sett á fullt. Árni lifði sig vel inn í sönginn og óð út í áhorfendaskarann en náði upp á svið í tæka tíð áður en lokatónninn var sleginn. Frábær endir á eftirminnilegum rokktónleikum. -fb ★★★ ★★ Valgeir Sigurðsson Iðnó Öðruvísi stemning Það er svolítið öðruvísi stemning á Bedroom Community-kvöldunum á Airwaves en á þessum dæmigerðu rokkkvöldum. Þegar ég kom í hús í Iðnó sátu margir á gólfinu og spjölluðu, eða voru eitthvað að grauta í Ipad- inum. Allt í ró. Valgeir spilaði nýju plötuna sína, Architecture of Loss, ásamt tveimur aðstoðarmönnum, Nadíu Sirota á víólu og Shahzad Ismaily sem lék meðal annars á slagverk og bassa. Sjálfur lék Valgeir á píanó ásamt því að stjórna tölvunni sem spilaði grunninn. Þetta er flott plata og það var gaman að fá lifandi flutning á henni, þó að tónleikarnir hafi kannski ekki bætt mjög miklu við tónlistina. Tónleikagestir hlustuðu með andakt, en svo braust út mikill fögnuður þegar flutningi var lokið. -tj ★★★★ ★ Me and My Drummer Silfurberg í Hörpu Kraftmikið þýskt rafpopp Þýski dúettinn Me and My Drummer var fyrstur á svið í Silfurbergi á föstudagskvöldið. Söngkonan Char- lotte og trommarinn og bakröddin Matz byrjuðu tónleikana af krafti. Það er eitthvað mjög hressandi við kraftmikla rödd söngkonunnar, sem á köflum minnti á Annie Lennox og dúettinn sjálfur á Eurythmics, en tónar sveitarinnar eru stundum í anda níunda áratugarins. Hápunkturinn var þegar dúettinn tók sitt þekktasta lag, You´re A Runner, og eignaðist fyrir vikið ansi marga nýja aðdáendur meðal stundvísra áhorfenda. -áp ★★★ ★★ Moss Gamli Gaukurinn Indí yfir meðallagi Moss frá Amsterdam í Hollandi spilaði létt og leikandi indírokk. Upphafslagið setti tóninn fyrir það sem á eftir kom, grípandi, hresst og gítardrifið. Söngvarinn og gítarleikarinn minnti svolítið á Rivers Cuomo úr Weezer, skyrtuklæddur með Buddy Holly-gleraugun sín, og náði hann áhorfendum ágætlega á sitt band. Annars lögðu hljómsveitarmeðlimir minni áherslu á tískuna og útlitið en búast mátti við miðað við nafnið Moss. Alls spiluðu þeir átta lög og flest voru þau vel yfir meðallagi. -fb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.