Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 24
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Miðborg Reykjavíkur hefur tekið miklum breyt- ingum síðustu misseri. Hvati þeirra breytinga er fyrst og fremst vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna sem eru orðnir mjög áber- andi á götum borgarinnar. Verslanir fyrir ferðamenn spretta upp eins og gorkúl- ur og fjöldi veitingastaða og gistirýma fer einnig ört vaxandi. Nær allir erlend- ir ferðamenn sem koma til landsins dvelja í lengri eða styttri tíma í höfuðborginni. Viðhorfskannanir meðal erlendra ferðamanna benda til þess að ein- stæð náttúra Íslands sé það sem dregur þá fyrst og fremst til landsins, en Reykjavík er æ oftar nefnd sem mikilvægur áfanga- staður Íslandsferðar. Í erlendum rannsóknum í ferðamálafræðum kemur skýrt fram að flestir ferða- menn hafa mikinn áhuga á sögu og sérkennum þeirra borga sem þeir sækja heim. Upplýsingar um upp- runa (sögu) og sérkenni Reykjavík- ur þurfa að vera aðgengilegar þeim erlendu ferðamönnum sem ganga um götur miðborgarinnar. Sögueyjan Ísland Þótt náttúran gegni lykilhlut- verki í því að laða hingað erlenda ferðamenn má ekki gleyma því að Ísland hefur réttilega verið kallað Sögueyjan og geymir Reykjavík lyklana að þeim fjársjóði. Í borg- inni eru fornhandritin varðveitt, í miðborginni reisti fyrsti lands- maðurinn bæ sinn. Rætur þétt- býlis eða borgarmyndunar í land- inu má rekja til Innréttinga Skúla Magnússonar sem lét byggja verk- smiðjuhús í landi Víkur (Reykja- víkur). Þessar byggingar teygðu sig frá gamla Víkurbænum, sem stóð nærri núverandi gatnamótum Tún- götu og Suðurgötu, norður í Gróf og mynduðu þar með fyrstu borgar- götu á Íslandi, Aðalstræti. Það er ekki aðeins upphafssaga borgarinnar sem þyrfti að kynna betur t.d. með upplýsinga- skiltum eða einhvers konar myndverkum. Íbúðahverf- in í gamla bænum búa yfir sögu og sérkennum sem koma þarf til skila. Nokk- ur götuheiti í gamla bænum eru tekin úr fornsöguarfi þjóðarinnar og mynda sér- staka hverfahluta sem vert er að kynna betur á mynd- rænan hátt. Þetta eru; a) Íslendingasöguhverfi; Grettisgata, Njálsgata, Kjartansgata, Guðrúnargata o.fl. götur. b) Landafundahverfi; Eiríksgata, Leifsgata og Þorfinnsgata. c) Goðahverfi; Óðinsgata, Loka- stígur, Baldursgata o.fl. götur. Þá eru nokkrar götur í borginni sem heita eftir persónum úr sögu Reykjavíkur, t.d. Ingólfsstræti, Hallveigarstígur, Skúlagata o.fl. götur. Einnig má nefna tenging- ar við atvinnusögu borgarinnar eins og Stýrimannastígur og Kola- sund. Þá hafa margar götur í gamla bænum tekið nöfn eftir kotum og bæjum í borgarlandinu eins og Grjótagata, Sölvhólsgata og Berg- staðastræti. Goðahverfið myndskreytt Greinarhöfundur er ekki einn um að benda á mikilvægi þess að gera sögu Reykjavíkur sýnilegri gest- um borgarinnar. Árið 1986 skrif- að Steingrímur Gunnarsson leið- sögumaður borgaryfirvöldum bréf þar sem hvatt var til myndskreyt- ingar götuheita í borginni þar sem götunöfn tengjast sögu, bókmennt- um og horfnum mannvirkjum. Benti Steingrímur sérstaklega á Goðahverfið sem heppilegt svæði. Hverfið afmarkast af Skólavörðu- stíg, Bergstaðastræti og Barónsstíg og teljast 15 götur til Goðahverfis- ins. Vel var tekið í þessar tillögur af hálfu borgaryfirvalda en ekkert varð úr framkvæmdum. Árið 2007 lét Norræna félagið í Reykjavík undir forystu Þorvalds S. Þorvaldssonar arkitekts gera Vegvísi um Goðahverfið á Skóla- vörðuholti í tilefni af 85 ára afmæli félagsins. Bæklingurinn var unn- inn í samvinnu við Höfuðborgar- stofu sem sá um dreifingu hans til erlendra ferðamanna. Bækl- ingurinn var gefinn út í 15 þús- und eintökum á íslensku, dönsku og ensku. Í bæklingnum eru tengsl götunafna við nöfn goða og híbýla þeirra rakin. Þann 30. október sl. boðuðu Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson, sem reka veitingastað- inn Kaffi Loka, nokkra áhugamenn um ferðamennsku og sögu borgar- innar á fund til að kanna áhuga á að fylgja eftir tillögum Steingríms um myndskreytingu við götuhorn í Goðahverfinu. Á fundinum kom fram mikill áhugi á því að koma þessari hugmynd í framkvæmd. Fundarmenn töldu að efna þyrfti til samkeppni um gerð slíkra mynd- verka í samvinnu við Reykjavíkur- borg. Merkingar og skreytingar í Goðahverfinu myndu leiða ferða- menn út fyrir hefðbundnar slóðir um Laugaveg og Skólavörðustíg og gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur hverfi, t.d. Íslendingasagnahverf- ið norðan Skólavörðustígs. Þá kom fram hjá fundarmönnum að mik- ilvægt væri að kynna hugmynd- ina sem víðast, m.a. fyrir íbúum hverfisins til að fá sem víðtækastan stuðning við framkvæmdina. Þótt hér hafi aðallega verið fjallað um nauðsyn þess að kynna sögu borgarinnar fyrir erlendum ferðamönnum er fræðslugildið ekki síður mikilvægt fyrir þá sem borgina byggja; unga sem aldna. Ef vel tekst til gæti slíkt framtak gert borgina bæði fallegri og læsilegri. Erindi frá áhugahópnum um Goða- hverfið verður fljótlega sent borg- aryfirvöldum. Verðmæti í sérkennum miðborgarinnar Íslenska ríkið leyfir aðeins eina úrlausn ef umgengn- isréttindi barns eru brotin af lögheimilisforeldri: Dag- sektir. Ekkert annað býðst brotaþolum: barninu, hinu foreldri þess og stórfjöl- skyldu. Því að öðru leyti heimilar ríkið og Barnalög- in lögheimilisforeldrum að brjóta umgengnisréttindi barna takmarkalaust og án refsinga. Í minnst sex mánuði lætur ríkið umgengnisaf- brot (tálmun) lögheimilis- foreldra óáreitt. Ríkið gerir ekk- ert til að vernda börn gegn þessum afbrotum á meðan hið úrelta dag- sektarúrræði er virkjað, sem tekur minnst hálft ár og oftast heilt ár hið minnsta, en tvöfalt lengur ef úrskurði sýslumanns er áfrýjað. Og allan tímann halda brotin áfram með fullu leyfi ríkisins. Sömu sögu er að segja ef umgengnisafbrotin eru síendur- tekin. Ekkert í Barnalögum kemur í veg fyrir margítrekaða umgengn- isréttarglæpi lögheimilisforeldra, jafnvel þótt þessi vísvitandi afbrot eigi sér stað aftur og aftur á löngu árabili. Ríkið og Barnalögin leggja þvert á móti blessun sína yfir glæp- ina gegn barninu og gera lögbrjót- um úr hópi lögheimilisforeldra kleift að stunda þá óáreitta ár eftir ár. Allt fagfólk veit þetta og kvart- ar yfir þessu. En enginn gerir neitt til þess að leiðrétta þessi mannrétt- indabrot Barnalaga. Ríkið í formi löggjafans og framkvæmdarvalds- ins, þ.e. alþingismenn og ráðherrar, leggur þvert á móti fulla blessun sína yfir margítrekuð umgengnis- réttarbrot lögheimilisforeldra á börnum. Glæpir í boði ríkisins Það er glæpsamlegt athæfi af rík- inu að taka þátt í að halda börnum frá foreldrum sínum og stórfjöl- skyldum. Ömmur, afar og stórfjöl- skyldur barna eru ekki einu sinni nefndar á nafn í Barnalögum, eins og allir þessir ættingjar þeirra séu ekki til. Ríkið mölbrýtur þannig mann- réttindi barna og umgengnisfor- eldra þeirra í gegnum Barnalögin. Því lögin snúast fyrst og fremst um ríkisvarið einræði lögheimilisfor- eldra. Og Barnalögin gera glæp- samlegum lögheimilisforeldrum það leikandi létt að misbeita valdi sínu gegn börnum og hinum blóðfor- eldrum þeirra og stórfjölskyldum – allt í boði ríkisins. Umgengnisforeldrar fá engar bætur vegna þessara brota sem þeir þurfa að þola í boði ríkisins. Þeir eru meðhöndlaðir eins og réttindalaust hyski þegar þeir leita réttar síns og barnanna, sem fá heldur engar bætur fyrir eyðilagt líf. Og þótt allt fagfólk viti um þessi réttindabrot lag- anna þá gerir enginn við þau athugasemd. Líf lögð í rúst Samkvæmt Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna hefur barn rétt á að búa hjá foreldrum sínum nema slíkt sé hættulegt barninu (8 gr.). Ekkert barn má þola afskipti af fjölskyldu- lífi sínu, einkalífi né samskipt- um (16 gr.). Foreldrar bera sam- eiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og skal ríkið styðja foreldra í að sinna henni (18 gr.). Og ríkinu ber skylda til að vernda börn gegn hvers konar illri meðferð frá hendi foreldra eða annarra aðila (19 gr.). Skv. 8 gr. Mannréttindasátt- mála Evrópu eiga allir rétt á fjöl- skyldulífi og einkalífi. Og svona skilgreinir Mannréttindadómstóll Evrópu fjölskyldulíf: Þegar börn fæðast tengjast þau blóðfjölskyldu sinni böndum sem ríkið getur ekki rofið. Og skilnaður foreldra barns skal aldrei valda rofum gagnvart blóðböndum þess því réttur barna til foreldra sinna er ein ríkustu rétt- indi þeirra. Þrátt fyrir þetta geta sömu réttindabrotin endurtekið sig aftur og aftur á Íslandi í áraraðir og án afleiðinga af nokkru tagi fyrir gerandann. Og á meðan eru rétt- indi barna og foreldra þeirra ítrek- að svívirt með öllu því raski, ang- ist, tímasóun og kostnaði sem því fylgir. Afleiðingarnar eru þær að þúsundir barna eru sviptar tilfinn- ingatengslum við foreldra sína og stórfjölskyldur í boði Barnalaga og ríkisins, sem leyfir að líf þeirra séu lögð í rúst. Enda sýna rannsóknir að mörg börn sem upplifa umgengnis- réttarbrot bera þess aldrei bætur og upplifa sálarangist og sálræna sjúk- dóma lífið út, sem stundum leiða til sjálfsmorðs. Hve mörg þúsund íslensk börn skyldu hafa glatað tilfinninga- tengslum við annað foreldri sitt, ömmur, afa og stórfjölskyldur vegna umgengnisréttarbrota lög- heimilisforeldra undir vernd og hvatningu ríkisins? Og hvaða bætur skyldu öll þessi börn og foreldrar þeirra e.t.v. geta krafist vegna þess að ríkið átti beinan þátt í að eyði- leggja líf þeirra? Ríkið brýtur umgengnisréttindi Það er einkum þrennt sem truflar ökumenn við akst- urinn og er ekki mikill gaumur gefinn en það er þegar þeir taka hendur af stýrinu, líta af veginum og eru ekki með hugann við aksturinn. Ökumenn taka hendur af stýri til að sötra kaffi eða gos, borða, snyrta sig, tala í síma, senda sms eða vafra um í snjallsíma, stilla útvarpið eða skipta um geisladisk í spilaran- um eða þá lesa af staðsetningarbún- aði til að kanna hvort þeir séu ekki á réttri leið. Allt eru þetta eru dæmi um hegðun sem skerðir athygli öku- manna við akstur. Erlendar rannsóknir sýna að það veldur 35 prósenta athyglisskerð- ingu hjá ökumönnum að tala í síma og það er fjórum sinnum líklegra að þeir lendi í alvarlegum umferðarslysum. Einnig sýna rannsóknirnar að sama seinkun verður á viðbrögð- um ökumanna við akstur hvort sem talað er í síma með handfrjálsum búnað eða ekki. Enn fremur skerðist viðbragstími ökumanna að meðaltali um 4,3 sek- úndur og svo eru þeir 23 sinnum lík- legri til að lenda í umferðarslysi við að senda sms undir stýri. Greinilegt er að að mörgu þarf að hyggja þegar sest er undir stýri. Ert þú með athyglina við aksturinn? Snjall sími og smá skilaboð MANNRÉTTINDI François Scheefer fv. formaður félags um vináttu og nemendaskipti Frakklands og Íslands UMFERÐ Gísli Níls Einarsson sérfræðingur í for- vörnum hjá VÍS ➜ Greinilegt er að að mörgu þarf að hyggja þegar sest er undir stýri. ➜ Og á meðan eru réttindi barna og foreldra þeirra ítrekað svívirt með öllu sem því fylgir SKIPULAGSMÁL Dr. Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur og leiðsögumaður ➜Nær allir erlendir ferða- menn sem koma til landsins dvelja í lengri eða styttri tíma í höfuðborginni Sælir kæru fulltrúar þjóð- ar. Ég, Valgeir Matthías Páls- son, ákvað upp á mitt eins- dæmi að setjast niður og skrifa ykkur örlítinn bréfstúf vegna málefna öryrkja á Íslandi í dag. Vegna hvers, kann einhver af ykkur að spyrja. Það er vegna þess að ég er öryrki sjálfur og hef ég einnig skrifað mikið um málefni öryrkja, m.a. á Facebook og víðar. Mér hefur fundist sem málefni öryrkja og aldraðra hafi ekki verið mikið upp á pallborðinu hjá stjórn- völdum upp á síðkastið eða réttara sagt á síðustu árum. Mér þykir það miður og ég er afar vonsvikinn vegna þess. Bætur öryrkja hafa ekkert hækkað að ráði frá árinu 2008 eða 2009. Það er langur tími í ljósi þess að allt hefur hækkað hér á landi. Matur, lyf, eldsneyti og fleiri vörur hafa hækkað mjög mikið á síðustu árum en á meðan hafa bætur Tryggingastofnunar ríkis- ins staðið í stað eða lækkað. Það er slæmt og það finnst mér sem öryrkja og vel sæmandi manni í þessu þjófélagi ekki líðandi. Öryrkjar voru sviknir um hækk- anir bóta sem áætlaðar voru að ég held 2009. Það finnst mér slæmt. Útborgaðar bætur mínar eru í dag 176.500 kr, eftir skatt. Fyrir skatt fæ ég 203.500 kr. Þetta eru alltof lágar bætur. Við lifum á árinu 2012. Þessar bætur væru kannski allt í lagi árið 1995 eða eitthvað í líkingu við það en við lifum bara á öðrum tímum núna. Ég á kannski eftir svona 30-40 þús- und krónur þegar ég hef borgað mína reikninga um hver mánaðamót. Hjálparstofnanir eru starfandi á Íslandi á árinu 2012, þ.e. Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskyldu- hjálp Íslands og Mæðra- styrksnefnd. Það er að mínu mati ekki forsvar- anlegt að á árinu 2012 séu starfandi svona stofnan- ir. Þar sem fólk þarf að standa í nístingskulda og trekki til að næla sér í matarpoka. Að þetta skuli viðgangast á þessu ári, árið 2012, að fólk þurfi að bíða eftir ölmusugjöfum, er ekki forsvaran- legt fyrir eins vel stæða þjóð og Íslendingar eru. Bæturnar duga ekki fyrir útgjöldum Ég get sagt þér það, kæri þingmað- ur, að ég hef frá árinu 1999 verið á örorkubótum frá Trygginga- stofnun. Ég hef oftar en einu sinni reynt að taka mitt eigið líf vegna lágra tekna. Ég hef hreinlega ekki séð fram úr mínum málum. Vegna hvers? Það er vegna þess að bætur mínar duga ekki fyrir útgjöldum yfir heilan mánuð. Það er sárt og dapurlegt að vera á svona lágum tekjum. Ég er ekki í óreglu og mér gengur vel á allflestum sviðum daglegs lífs. Auðvitað glími ég við mín vandamál eins og aðrir. Allir glíma við vandamál. Ég hef samt sigrast á þeim allflestum. Að vera á örorku er slæmt og það drepur hægt og rólega. Upp hafa komið stundir þar sem ég hef ekki séð fram úr stöðunni. Maður finnur sinn tíma og sína stund. Það er bara þannig. Öryrkjar geta aldrei leyft sér neitt. Við erum fátæk og lifum við fátæktarmörk. Það er sárt. Mér finnst að það þurfi að fara að gera eitthvað róttækt í okkar málum. Eitthvað verulega róttækt. Nú fer að ganga í garð tími ljóss og friðar. Ég get sagt ykkur það, kæru þingmenn, að ég fyllist hrolli yfir þeirri tilhugsun að jólin séu að nálgast. Vegna hvers? Það er vegna þess að við öryrkjar getum aldrei leyft okkur eitt eða neitt í kringum svona fallegan og góðan tíma sem jólin eru. Þetta er stað- reynd. Spurningar til ráðherra velferð- armála, Guðbjarts Hannessonar, og annarra þingmanna. 1. Hver eru laun ykkar og fríð- indi í krónum talið á mánuði, t.d. matur, bíll, sími, aðstoðarmenn og fleira? 2. Njótið þið fríðinda og launa ævilangt þegar starfstíma ykkar er lokið? Spurning til formanns Öryrkja- bandalags Íslands, Guðmundar Magnússonar. 1. Ætlið þið að fara með málefni öryrkja og Tryggingastofnunar fyrir dómstóla og í neyðartilviki til Mannréttindadómstóls Evrópu? Takið nú höndum saman, kæru þingmenn, og hjálpið okkur öryrkj- um. Við erum líka fólk. Við eigum rétt á því að lifa við mannsæmandi kjör, eiga íverustað í þessu þjóð- félagi og ganga um hér með reisn. Bréf til þingheims um öryrkja SAMFÉLAGSMÁL Valgeir Matthías Pálsson öryrki ➜ Öryrkjar voru sviknir um hækkanir bóta sem áæt- laðar voru að ég held 2009. Það fi nnst mér slæmt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.