Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 54
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 38 „Ég ákvað að gera bók um hinn biblíska heimsendi og datt í hug að blanda geimverum í söguna. Þetta er svo ótrúlega súr og snarklikkaður heimsendir að mig langaði að myndskreyta hann,“ segir rithöfundurinn og teiknar- inn Hugleikur Dagsson. Hugleikur gaf út sína átjándu bók, Opinberun, á dögunum og er hún byggð á síðustu bók Biblí- unnar, Opinberun Jóhannesar, og fjallar um heimsendi. „Það er sjaldan talað um Opinberunina í kristinfræði eða í kirkjum, sem er skiljanlegt því þar er verið að murka lífið úr mannkyninu. Guð var rosa reiður í Gamla testa- mentinu, hélt aftur af sér megnið af því nýja og tjúllast svo þarna í lokin. Það má líkja þessu við alkóhólista sem eignast barn og ákveður að vera góður og hætta að drekka en fellur svo og tekur tryllingsgang,“ segir Hug leikur. Hann segist ekki hafa neitt á móti kristinni trú frekar en nokk- urri annarri, þó sé hann á móti fólki sem misnotar trúarbrögð. „Ég er kannski aðeins að gera grín að kristni en annars er ég bara að myndskreyta bókstaflegu túlkunina á bókinni. Þeir fáu sem ræða Opinberun Jóhannesar taka alltaf fyrir myndmálið en mér finnst bókstaflega leiðin miklu skemmtilegri,“ segir hann og kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af reiði frá kirkjunnar mönnum. „Íslendingar eru svo fullir af húmor. Flestir hér eru með Jesús á réttum stað og taka Biblíuna ekki of bókstaflega svo það er alltaf verið að guðlasta án þess að nokkuð sé gert í því. Ég held að Íslendingar séu frekar guð- lausir. Eins og þegar heiðni var látin víkja fyrir kristni. Þá var fólki sagt að það mætti alveg halda áfram að vera heiðið, bara svo lengi sem það gerði það í kjallaranum og segði engum frá því. Ég held að þetta hafi mótað okkur til dagsins í dag og þó við séum kristin á yfirborðinu erum við rammheiðin í kjallaranum,“ segir hann. Finnar hafa þegar sýnt því áhuga að fá Opinberun Hugleiks þýdda yfir á finnsku og Hug- leikur vonast til að hún verði þýdd á ensku líka. „Það væri gaman að gefa hana út í Banda- ríkjunum því ég hugsa að þar- lendis sé að finna það fólk sem er hvað mest að bíða eftir þessum heimsendi. Reyndar held ég að enginn sem sé að bíða eftir þessum heimsendi hafi lesið smáa letrið í Opinberun Jóhann- esar. Þeir hafa örugglega ekki heyrt af her engisprettudýra eða því að aðeins 144.000 manns komast til himna og það séu allt karlmenn og hreinir sveinar sem ekki hafi saurgað sig með kven- manni,“ segir hann. Aðspurður getur hann vel hugsað sér að taka fyrir fleiri bækur úr Biblíunni í fram tíðinni en í þessari seríu ætlar hann að einbeita sér að heimsenda. „Hingað til hafa bara þessar barnvænu sögur í Biblíunni verið myndskreyttar af einhverju viti en það er alveg fullt af sögum þarna sem væri skemmtilegt að taka fyrir. Mig hefur samt alltaf langað til að gera bók um heimsendi og Opinberun er bara sú fyrsta í seríunni. Ég er komin með nokkrar heimsenda- bækur í hausinn en veit ekki hvað þær verða margar eða hve- nær seríunni lýkur. Ég er samt búinn að ákveða að næsta bók verði um zombie-endi. Ég ætla að hafa mismunandi teiknara í hverri bók svo Opinberun er sú eina í þessari seríu sem ég teikna sjálfur. Bækurnar verða því mjög ólíkar þó ég skrifi þær allar,“ segir Hugleikur að lokum. tinnaros@frettabladid.is Guð var rosa reiður í Gamla testamentinu, hélt aftur af sér megnið af því nýja og tjúllast svo þarna í lokin. Hugleikur Dagsson, rithöfundur Óttast ekki reiði kirkjunnar manna Opinberun Hugleiks byggir á síðustu bók Biblíunnar sem segir frá heimsenda á súran og snarklikkaðan hátt að sögn rithöfundarins. EKKERT Á MÓTI KRISTNI Hugleikur segist ekki hafa neitt á móti kristinni trú þó hann sé að gera örlítið grín að henni í nýju bókinni. Hann er þó á móti fólki sem misnotar trúarbrögð, hvaða trúarbrögð sem er. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁTJÁNDA BÓKIN Opinberun er átjánda bók Hugleiks og sú fyrsta í nýrri seríu hans sem mun fjalla um heimsendi. Hann mun skrifa allar bækurnar í seríunni en ólíkir teiknarar koma til með að myndskreyta. Íslenskur vínylmarkaður fer fram í Kexi hosteli við Skúlagötu á morgun. Á markaðnum verður hægt að kaupa vínylplötur með íslenskri tónlist. Útgáfa vínylplata hefur stór- aukist á síðustu árum og líklega hefur úrvalið aldrei verið glæsi- legra en í ár. Því var ákveðið að blása til markaðar þar sem tón- listaráhugamönnum gefst kostur á að kaupa íslenska tónlist á vínyl. „Sala vínylplatna hefur aukist mjög undanfarin ár. Það er dýr- ara að gefa út vínylplötu en geisla- disk en mörgum tónlistar mönnum þykir mjög vænt um vínylinn og vilja því líka gefa tónlist sína út á því formi. Mörgum þykir líka hljóðið úr vínyl skemmtilegra en úr geisladisk, enda er þetta ekki stafrænt og það skilar sér oft í meiri hlýleika og breidd í hljómnum,“ segir Baldvin Esra Einarsson, plötuútgefandi hjá Kimi Records. Plöturnar sem fást á markaðnum á morgun komu flestar út á þessu ári og eru eftir tónlistarmenn á borð við Snorra Helgason, Borko, Tilbury, Retro Stefson, Ojba Rasta, Ásgeir Trausta, Of Monsters and Men auk fjölda annarra. Tónlistarfólkið mun einnig troða upp og árita plöt- urnar sé þess óskað. „Snorri [Helgason] og Magnús [Trygva- son Eliassen] áttu hugmyndina að þessu. Þeir vildu gera skemmti- legan dag úr þessu og hafa það huggulegt saman. Tónlistar fólkið verður á staðnum til að spila, spjalla og árita fyrir þá sem vilja,“ segir Baldvin. Markaðurinn hefst klukkan 13 og á sama tíma mun hljómsveitin Retro Stefson stíga á stokk. - sm Spjalla, spila og árita vínylplötur á markaði Íslenskur vínylmarkaður verður haldinn á Kexinu á morg un. Tónlistarfólkið verður á staðnum og mun spjalla við gesti og árita plötur. Einnig verða tónleikar. VÍNYLMARKAÐUR Íslenskur vínylmarkaður fer fram á Kex hostel á morgun. Baldvin Esra Einarsson segir að mörgum tónlistarmönnum þyki vænt um vínylinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða! Miðasala í fullum gangi Einnvinsælastigamanleikurallra tíma!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.