Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 25
OKKAR MENN Í HAVANA Sigurður Guðmundsson og Memfismafían verða með árlega jóla- tónleika sína í menningarhúsinu Hofi annað kvöld kl. 20.00. Ný plata, Okkar menn í Havana, er að koma út en hún var hljóðrituð á Kúbu. Munu lög af henni hljóma á tónleikunum auk eldri laga. Matreiðslumaðurinn Úlfar Finn-björnsson sér um sjónvarpsþátt-inn Eldað með Holta á ÍNN. Þar heimsækir hann marga af færustu kokkum landsins og fær þá til að elda ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi. Í dag er það mat- reiðslumaðurinn Björgvin Mýrdal, yfir- matreiðslumeistari á Hótel Búðum sem er gestakokkur. Björgvin er meðlimur í Bocuse d‘Or-akademíunni. Árið 2000 varð hann yngsti kokkurinn til að hljóta nafn- bótina matreiðslumaður ársins. Hér færir hann okkur uppskrift að ljúffengum kjúk- lingarétti með kryddsmjöri og sveppa- sósu. Hægt er að fylgjast með Björgvini elda þennan girnilega rétt í kvöld klukkan 20.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endursýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Á næstunni mun hann heimsækja nokkra af færustu kokkum landsins og fá þá til að elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. FLOTTIR KOKKAR Björgvin Mýrdal og Úlfar Finnbjörnsson útbúa girnilegan kjúklingarétt á ÍNN. MYND/GVA ■ KRYDDSMJÖR OG KJÚKLINGUR 500 g mjúkt smjör 1 búnt ferskar kryddjurtir svo sem steinselja, basil, estragon eða kóríander, allt eftir smekk hvers og eins. 10 hvítlauksgeirar 4 skalottlaukar 2 bollar brauðraspur Salt og pipar 1 heill kjúklingur ■ AÐFERÐ Setjið allt nema kjúklinginn í mat- vinnsluvél og maukið. Setjið krydd- smjörið í sprautupoka, eða notið skeið, og sprautið undir skinnið á kjúklingabringunum. Setjið kjúk- linginn í 200 gráðu heitan ofn og eldið í 45 mínútur. Takið hann þá út og látið hvíla í 10 til 15 mínútur áður en hann er hlutaður niður. ■ SVEPPASÓSA 1 box kjörsveppir, saxaðir 4 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir 3 skalottlaukar, fínsaxaðir 1/2 l rjómi Sveppa- eða kjúklingakraftur, eða hvort tveggja, allt eftir smekk hvers og eins. ■ AÐFERÐ Steikið grænmetið á pönnu. Bætið rjómanum við og látið malla þar til vökvinn þykknar. Smakkið til og kryddið með ný- möluðum svörtum pipar. Meðlæti að eigin vali. KJÚKLINGUR MEÐ KRYDDSMJÖRI OG SVEPPASÓSU ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 Skannið merkið og sjáið mynd um JuiceMaster! Búið til ljúffenga safa úr berjum, kiwi, chillí, salatblöðum, brokkólí og auðvitað appelsínum og tómötum! JuiceMaster er kröftug og hljóðlát safapressa með 150 watta mótor sem gefur hámarks árangur og heldur ferskum öllum næringarefnunum sem eru í grænmetinu og ávöxtunum. JuiceMaster tekur lítið pláss og er mjög einfalt að þrífa á aðeins einni mínútu. Endalausir möguleikar með JuiceMaster Juicemaster fæst bæði hvít eða stállituð. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.