Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 52
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 36 „Þetta hefur verið mjög lærdóms- ríkt ferli og ég hafði gaman af,“ segir viðskiptafræðineminn Eva Laufey Hermannsdóttir, einn af þátttakendum í raunveruleika- þættinum Masterchef sem verður frumsýndur í kvöld. Eva Laufey er einn vinsælasti matarbloggari landsins og hefur fengið hátt í 700 þúsund heimsókn- ir á síðuna sína, Evalaufey.com. Þetta er frumraun hennar í sjón- varpi, en Eva Laufey kveðst vera mikill aðdáandi Masterchef-þátt- anna. Það var samt ekki að eigin frumkvæði sem Eva Laufey ákvað sækja um fyrr í haust. „Ég var hvött til að sækja um og eftir smá umhugsunarfrest ákvað ég að slá til. Ég sá að ég hafði litlu að tapa og það yrði skemmtilegt að prófa þetta,“ segir Eva Laufey sem lík- aði vel fyrir framan myndavélina. Eva Laufey viðurkennir að hafa verið stressuð fyrir prufurnar enda vissi hún ekkert hvað hún var að fara út í. „Ég róaðist fljótt, enda var mjög fagmannlega að öllu stað- ið. Ég vildi ekki taka neina áhættu svo ég mætti með hefðbundinn fiskrétt frá mömmu sem ég hafði gert oft áður, með bragðmikilli sósu og fullt af grænmeti, og er í miklu uppáhaldi á mínu heimili.“ Bakstur og eldamennska eru líf og yndi Evu Laufeyjar, sem stundar háskólanám í viðskipta- fræði. Hún segir að það sé freist- andi að snúa sér alfarið að elda- mennsku. Í kvöld ætlar Eva Laufey að hreiðra um sig fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldu sinni og kærasta til að horfa á fyrsta þátt- inn. „Ætli ég eldi ekki eitthvað gott í tilefni dagsins. Maður er með smá fiðrildi í maganum, bara góð samt.“ alfrun@frettabladid.is Ég sá að ég hafði litlu að tapa og það yrði skemmtilegt að prófa þetta. Eva Laufey Hermannsdóttir Masterchef-keppandi Casey Legler er nýjasta karlfyr- irsæta Ford fyrirsætuskrifstof- unnar. Það væri ekki frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Legler er kona. Fyrirsætuferill Legler hófst í sumar þegar hún sat fyrir á myndum sem vinur hennar, ljós- myndarinn Cass Bird, tók fyrir tímaritið Muse. Myndirnar rötuðu svo í hendur starfsmanns Ford skrifstofunnar og næsta dag var Legler boðuð í viðtal. „Þetta er einstakt lítið augna- blik sem tískuiðnaðurinn hefur tekið opnum örmum,“ sagði Legler og vísar þar til karlfyrir sætunnar Andrej Pejic, sem hefur helst sýnt kvenmannsföt. Tískuheim- urinn kallar þetta „androgyny“, eða kyntvíræðni. Mörkin milli kynjanna eru óljósari og geta fyr- irsætur brugðið sér í ýmis hlut- verk, óháð kyni. „Það væri sannarlega fallegt ef við mættum öll bara klæðast þeim fötum sem við vildum, án þess að það væri hlaðið merkingu,“ segir Legler sem búsett er í New York og starfar þar sem listamaður. Nýjasta viðbót Ford Casey Legler er nýjasta karlfyrirsæta fyrirsætuskrif- stofunnar Ford. Legler er kona og starfar við list. NÝ FYRIRSÆTA Casey Legler er nýjasta karlfyrirsæta Ford. Hún er þó kona. Hlýddu á nýjustu Hjaltalín-plötuna Þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Hjaltalín, Enter 4, fór í forsölu á Tónlist.is í gær en kemur í verslanir í næstu viku. Af því tilefni buðu Hjaltalín-liðar til svokallaðs hlustunarteitis á veitingastaðnum KEXI á miðvikudagskvöld þar sem nýtt myndband var jafnframt frumsýnt. BREGÐUM GLÖSUM Á LOFT Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, skálaði fyrir nýju plötunni ásamt Sigrúnu, Sólveigu og Áslaugu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KULDABOLI Védís Kjartansdóttir og Ásrún Mag- núsdóttir klæddu sig eftir veðri, en virðist ekki hafa verið of hlýtt inni á KEXI. SÍS Ástríður Viðarsdóttir og Heiða Kristín Helga- dótt ir brostu sínu blíðasta í tilefni dagsins. MEÐ LEÐRI SKAL LAND BYGGJA Högni Egilsson, söngvari sveitarinnar, var vígalegur í leðri ásamt Greipi Gíslasyni. BLÁTT ÁFRAM Sjálfstæðismennirnir úr Breiðholtinu, Ólafur Teitur Guðnason og Gísli Marteinn Baldurs- son, nutu kvöldsins. Mætti með mömmu- mat í prufuna Eva Laufey Hermannsdóttir heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu lands- ins. Í kvöld birtist hún í fyrsta sinn á skjáum landsmanna sem einn þátt takend a í íslenskri útgáfu Masterchef. Hún segist vera með fi ðrildi í maganum. SPENNT EVA LAUFEY HERMANNSDÓTTIR er einn þátttakenda í Masterchef-þátt- unum sem hefja göngu sína í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.