Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 23. nóvember 2012 | SKOÐUN | 19
Ímyndum okkur eftirfarandi
leik: Bláum og rauðum súkkulað-
ieggjum er dreift um Öskjuhlíð-
ina. Eggin sjást ekki langar leiðir
heldur þarf oft að kemba grasið
og fara inn í runna til að finna
þau. Krakkahópur fær það hlut-
verk að leita að eggjunum.
Setjum okkur nú í hlutverk
kennarans. Við stýrum leiknum
og höfum nokkur markmið. Við
viljum til dæmis að a) allir leggi
sig fram við að leita að eggjun-
um eftir bestu getu og b) að allir
krakkar fái að minnsta kosti eitt
blátt egg og eitt rautt egg í lok
leiks og helst líka að c) sem flest
eggin finnist og á sem skemmst-
um tíma. Hvernig eigum við setja
upp leikinn til að ná þessu fram?
Aðferð 1
Hugsum okkur fyrst að við setj-
um engar reglur og segjum bara
„Einn, tveir og … leita!“. Ef nóg
er af eggjum getur þessi aðferð
hæglega uppfyllt öll skilyrðin
að ofan. En segjum að eggjapör-
in séu ekki mikið fleiri en börn-
in. Nokkur barnanna munu þá
kannski rjúka af stað og hamstra
egg, aðrir munu ekki finna neitt
og gefast upp eftir nokkra stund.
Í þessum leik eru hvatarnir til að
leita að eggjum vissulega miklir
(til að byrja með) en hættan er á
að einhverjir labbi burt tómhent-
ir er töluverð. Það er fúlt. Það er
leiðinlegt að fá ekki súkkulaði.
Aðferð 2
Kannski gætum við einfaldlega
prófað að safna öllum saman í
upphafi leiks og útskýrt mark-
miðin: „Jæja, krakkar! Nú ætlum
við að fara að leita að súkkulaði-
eggjum. En það má enginn borða
neitt fyrr en ALLIR í hópnum eru
komnir með að minnsta kosti eitt
rautt og eitt blátt egg.
Hvað haldið þið að þið getið
fljót að ná því? Þið vitið að 4.C var
einungis 6 mínútur að finna eitt
rautt og blátt egg á mann. Haldið
þið að þið getið verið fljótari en
þau?“
Hvernig ætli þetta myndi
virka? Ef til vill myndu krakkarn-
ir byrja á því að leita hver fyrir
sig en uppgötva svo að þau hefðu
stundum hag af því að skiptast á
eggjum, til dæmis ef einhver einn
ætti tvö blá en einhver annar tvö
rauð. Í lokin gætu svo einhverj-
ir þurft að láta einhver egg af
hendi til hinna „eggjasnauðari“
svo dæmið gengi upp.
Þessi aðferð nær í það minnsta
markmiðinu um „lágmarksfram-
færslu“ öfugt við aðferð 1.
Aðferð 3
Við gætum auðvitað gengið miklu
lengra og sagt: „Nú ætlum við að
fara út og leita að súkkulaðieggj-
um hérna í brekkunni. Allir sem
finna einhver súkkulaðiegg verða
að koma með þau hingað niður að
stóra steini og ég (kennarinn)
ætla að telja þau. Það fær eng-
inn súkkulaðiegg fyrr en ég segi.
Svona, af stað!“
Aðferðirnar þrjár lýsa hreinum
kapítalisma, norrænu velferðar-
módeli og kommúnisma. Aðferðir
1 og 2 reyna að virkja kosti „frjáls
markaðar“.
Aðferðir 2 og 3 reyna að tryggja
jöfnuð en ég held að aðferð 2 geri
það á flestan hátt betur en aðferð
3. Menn nenna síður að leggja sig
allan fram ef þeir fá jafnmikið og
þeir sem gera ekki neitt. Að auki
er miðstýrð dreifing ekki endi-
lega hagkvæm.
Í stórum málaflokkum, til
dæmis þegar kemur að menntun
og gæslu ungra barna, virðast nú
engar hugmyndir ná flugi aðrar
en þær að hið opinbera fram-
leiði vöruna og dreifi henni, helst
„ókeypis“ og til allra. Það ætti
að vara við því. Við getum ekki
endalaust minnkað við efnahags-
lífið og aukið við velferðarkerf-
ið. Eitt borgar, jú, að mestu fyrir
annað.
Frjáls markaður er góð leið til
að dreifa vörum. Ef við lítum á
eggjaleitina okkar þá er fljót-
legra að krakkarnir víxli sjálfir
á þeim súkkulaðieggjum sem þá
vantar fremur en að þeir komi
með þau öll í sama pott og bíði
eftir að kennarinn skipti þeim á
milli. Okkur hættir stundum til
að hugsa mikið í stórum miðlæg-
um kerfum þótt lífið sé fullt af
mótdæmum um dreifð kerfi sem
virka vel. Auðvitað þarf til dæmis
ekki „miðlæga opinbera leigu-
þjónustu með barnaföt“. Bland.is
dugar bara fínt.
Í DAG
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur
Norræna nammileitin
Í stórum málaflokk-
um, til dæmis þegar
kemur að menntun og
gæslu ungra barna, virðast
nú engar hugmyndir ná
flugi aðrar en þær að hið
opinbera framleiði vöruna
og dreifi henni, helst
„ókeypis“ og til allra.
Á sama tíma og fjárlaga-
valdið kom því á framfæri
við íslenska ættleiðingar-
félagið að ekki væri svig-
rúm til að hækka framlög
til félagsins um eina krónu,
félags sem þó sinnir mörg-
um stjórnsýslulegum verk-
efnum, ákváðu stjórnmála-
mennirnir sem hafa þetta
fjárveitingavald að skuld-
binda ríkissjóð vegna átta
þúsund og sjö hundr-
uð milljóna króna fram-
kvæmdar. Það er nefni-
lega mjög mikilvægt að bora göng
í gegnum Vaðlaheiði.
Alþjóðasamfélagið hefur komið
sér saman um hvernig ættleiðing-
ar milli landa eiga að fara fram svo
velferð barna sé tryggð. Íslenska
ríkið hefur gerst aðili að þessu
samkomulagi og býr að góðri ætt-
leiðingarlöggjöf sem stenst kröf-
ur alþjóðasamfélagsins. Íslenska
ríkið felur ættleiðingarfélaginu,
Íslenskri ættleiðingu, með löggjöf
að framkvæma mörg þeirra verk-
efna sem það hefur undirgengist
í alþjóðasamningum. Og ættleið-
ingarfélagið vill með ánægju leysa
verkefnin sem fyrir það eru lögð.
Sanngjörn tillaga
Fyrir nærri fjórum árum hóf
Íslensk ættleiðing viðræður við
ríkið um að fimmfalda þyrfti fram-
lög til félagsins svo það gæti staðið
undir lögbundnum skyldum sínum.
Forsvarsfólk félagsins hafði samt
tekið eftir að í landinu varð fjár-
málahrun og bauðst til að ganga í
hastarlegan niðurskurð fyrstu árin.
Síðan þráðurinn var tekinn upp
í viðræðum við ríkið hefur varla
gengið né rekið.
Í vor gerði Íslensk ættleiðing
það að sanngjarnri tillögu sinni
til ríkisins að nauðsynleg framlög
til félagsins yrðu hækkuð í skref-
um á þremur árum. Því þó einung-
is sé verið að ræða um 45 milljóna
króna aukningu á fjármagni til lög-
bundinna verkefna, hraus mörgum
stjórnmálamanninum hugur við því
að klára málið í einu skrefi. Það er
nefnilega þannig að þegar þú ferð
úr litlu eða engu upp í eitthvað
meira verður hlutfallsleg hækkun
svo mikil. Prósentan hljómar svo
há.
Íslensk ættleiðing lagði til að
fimmtán milljónir yrðu settar í
verkefni félagsins á fjáraukalög-
um í haust. Næsta skref yrði tekið á
fjárlögum ársins 2013 og lokaskref-
ið ári síðar. Við skynjuðum
mikinn fögnuð hjá stjórn-
málamönnum og fjárauka-
lög 2012 eru í samræmi við
tilboð ættleiðingarfélags-
ins. Ekkert bendir hins
vegar til þess að stjórn-
málamennirnir sem fóru
svo glaðir út í vorið ætli
sér að taka næstu skref í
takt við ættleiðingarfélagið sitt.
Enginn ágreiningur er um hvað
verkefnin sem félaginu eru falin
kosta. Allir eru sammála um að ef
verkefnin eru ekki framkvæmd eru
íslensk lög brotin og alþjóðasamn-
ingar hunsaðir. Það er sem sagt
ekki hægt að framkvæma það sem á
að gera fyrir það fjármagn sem sett
er í verkið. Þetta skilja allir vel og
sérstaklega þeir sem ætla að bora
göng alla leið í gegnum Vaðlaheiði.
Borað inn í hálft fjallið
Allir vita að ábyrgðirnar sem
íslenska ríkið undirgekkst vegna
Vaðlaheiðarganga munu líklega
falla á ríkissjóð. Þar er um að ræða
eins konar öfuga einkaframkvæmd,
leið sem kemur tímabundið vel út
í ríkisbókhaldi. Menn velja að fara
þessa leið af því að framkvæmdin
er mikilvæg og þörf og þess vegna
ríkir töluverð sátt um að fara í
þessa framkvæmd. Engum dettur
í hug að bora bara inn í hálft fjallið
og stoppa þar. Enginn er svo vitlaus
að láta bara hálf jarðgöng duga. Það
hefur enginn gagn af því að vera
fastur inni í fjalli.
Leiðin sem stjórnmálamenn
kjósa að fara þegar þeir vilja spara
í velferð væntanlegra kjörbarna
er hins vegar eins og að fara bara
inn í hálft fjallið. Það á að hækka
framlög til ættleiðingamálaflokks-
ins um fimmtán milljónir en ekki
taka annað skref á næsta ári. Það á
að fara með alþjóðlegar skuldbind-
ingar og mikilvæg velferðarmál
munaðarlausra barna inn í fjall og
skilja þau eftir þar. Það er algjör-
lega óskiljanlegt og sérstaklega er
það illskiljanlegt af því að hér er
ekki um háar fjárhæðir að ræða.
Stundum finnst manni að Íslend-
ingar meti frekar hús en hamingju,
að þeir meti vegi frekar en velferð
og mannvirki frekar en manneskj-
ur. Ég trúi því ekki að fjárveitingar-
valdið á Alþingi hugsi þannig.
Að vera fastur í fjalli
SAMFÉLAGSMÁL
Hörður
Svavarsson
formaður Íslenskrar
ættleiðingar
➜ Enginn er svo
vitlaus að láta bara
hálf jarðgöng duga.
AF NETINU
Íhlutun og íhlutir
Svo virðist sem sterk tengsl
séu á milli félagslegs þrýstings,
kynímyndarinnar, tísku og jafn-
vel klámvæðingu nútímans.
Eins hvernig yngri kynslóðirnar
vilja oft marka sína sérstöðu
á ystu nöf, hvað sem um
almenna skynsemi og hollustu
má segja og við hin látum
óátalið. Líka hlutir sem við
tökum upp frá frumbyggjum
í fjarlægum heimsálfum af
hentisemi, en sem tengjast
jafnvel ævafornri menningu
og trú þeirra sem í raun eiga.
Hefðir sem við virðumst geta
afbakað og túlkað að vild.
Á síðastliðnu ári hefur líka
margt opinberast um okkar
innri mann, hégóma og veik-
leika, til sálar og líkama. Margt
er þar óljóst milli læknis-
fræðinnar og útlits dýrkunar,
atvinnuskapandi iðnaðar, tísku
og heilbrigðis. Þetta á ekki síst
við um afleiðingar ýmissa inn-
gripa á sjálfum mannslíkam-
anum með beinni íhlutun.
Lýtaaðgerðum til ímynd-
aðrar fegrunar með íhlutum
(implants), húðfúri (tattoo)
og hringjaskrauti (piercings)
hvers konar, undir húð og á, á
kynfæri og í munn og tungu.
blog.pressan.is/vilhjalmurari
Vilhjálmur Ari Arason
„ÞESSI BÓK ER ALGJÖR PERLA“
RANDALÍN OG MUNDI EFTIR ÞÓRDÍSI GÍSLADÓTTUR
Er leyfilegt að rífa skemmtilegar bækur? Hvernig kemst maður í kynni
við dáleiðanda? Þessi bráðfyndna og fjöruga saga er fyrsta barnabók
verðlaunahöfundarins Þórdísar Gísladóttur.
Þórarinn M. Baldursson myndskreytti.
„Randalín er
yndislegur
karakter“
– N4
„Með
skemmtilegri
íslenskum
barnabókum sem
ég hef lesið“
VIKAN
– N4