Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 8
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4
VERÐ FRÁ 10.950.000 KR.
MYNDARLEGUR
Land Rover Discovery 4 er einn glæsilegasti jeppi sem til er. 211 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins
8,3 l / 100 km í blönduðum akstri*, ný 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýrinu og loftpúðafjöðrun
á öllum hjólum sem tengd er Terrain Response stillanlega fjöðrunarkerfinu.
Ef þig langar að prófa Discovery skaltu ekki hika við að hafa samband
við okkur í síma 525 8000 eða koma við og skreppa í reynsluakstur.
Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is
www.landrover.is
Tryggðu þér nýjan DISCOVERY 4 fyrir breytingar
á vörugjöldum þann 1. jan. nk
ATHUGIÐ!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
5
3
5
1
*Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.
VIÐSKIPTI Upplýsa verður um alla
þá sem eiga meira en eitt pró-
sent í íslensku fjármálafyrir-
tæki í ársreikningi. Ekki verður
hægt að fela sig á bak við vörslu-
aðila heldur verður að upplýsa um
hverjir endanlegir eigendur (e.
bene ficiary owners) eru. Þetta er á
meðal þeirra breytinga sem koma
fram í frumvarpi um breytingar
á lögum um fjármálafyrirtæki.
Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra
fjármálamarkaða og almennra við-
skiptamála, segir frumvarpið vera
í lokafrágangi og að það verði lagt
fram í náinni framtíð.
Fréttablaðið greindi frá því á
miðvikudag að Fjármálaeftir litið
(FME) hefði upplýs ingar um hverj-
ir væru virkir eigendur Straums
fjárfestingabanka en teldi sig ekki
geta upplýst um þá á grundvelli
þagnarskyldu. Sú þagnarskylda
verður úr sögunni ef frumvarpið
verður að lögum.
Að sögn Steingríms er mikil-
vægt að fyrir liggi greinargóðar
upplýsingar um hverjir séu eig-
endur fjármálafyrirtækja. „Sér-
staklega á ekki að vera neinn vafi
á því þegar aðilar eru komnir með,
eða eru við það að eignast, ráðandi
hlut í fjármálafyrirtækjum. Það
vill svo til að við erum að fara yfir
lög um fjármálafyrirtæki og erum
að leggja lokahönd á frumvarp um
breytingar á þeim. Ég geri ráð fyrir
því að á meðal þeirra breytinga
sem við munum leggja þar til verði
að krafa verði gerð um að í skýring-
um með ársreikningum fjármála-
fyrirtækja sé alltaf upplýst um alla
þá sem eiga meira en eitt prósent í
fyrirtækinu.“
Steingrímur segir að hann vilji að
endanlegur eigandi (e. beneficiary
owner) sé tilgreindur í ársreikn-
ingum fjármálafyrirtækja, svo
hægt sé að rekja endanleg tengsl
milli eigendanna. „Þetta snýst líka
um að ráðandi eignarhlutur sé ekki
falinn á bak við skráningu á marga
aðila sem eru ekki flokkaðir sem
tengdir aðilar. Við munum reyna
að taka á þessu vegna þess að við
teljum þetta vera mjög mikilvægt.
Það er líka mjög mikilvægt fyrir
fjármálafyrirtækin sjálf að það ríki
ekki óvissa um eignarhald þeirra
sem geri þau tortryggileg.“
Eftir að Straumur gekk í gegnum
nauðasamninga árið 2010 hefur eig-
andi bankans verið eignaumsýslu-
félagið ALMC. Deutsche Bank AF
í Amsterdam heldur síðan á 99
prósentum hlutdeildarskírteina í
ALMC fyrir hönd hinna eiginlegu
hluthafa félagsins. Hvorki FME né
Straumur telja sig mega upplýsa um
hverjir þeir eru. Bankinn fékk fjár-
festingabankaleyfi í fyrrahaust og
hefur verið afar virkur þátttakandi
í íslensku fjármálalífi alla tíð síðan
og meðal annars haft umsjón með
hlutafjárútboðum og skuldabréfa-
útgáfum.
Fréttablaðið upplýsti nýverið um
að á meðal eigenda Straums væri
bandaríska sjóðstýringarfyrir-
tækið Davidson Kempner Capital
Management LLC. Sjóðir á vegum
þess eru líka á meðal stærstu kröfu-
hafa Glitnis, Kaupþings og Lands-
bankans. thordur@frettabladid.is
Upplýsa á um eigendur bankanna
Yfirvofandi breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki munu skikka fyrirtækin til að tilgreina alla sem eiga meira en eitt prósent í þeim í
ársreikningum sínum. Upplýsa verður um endanlega eigendur. Steingrímur J. Sigfússon mun leggja fram frumvarp þess efnis á næstunni.
FRUMVARP
Steingrímur J.
Sigfússon segir
það mikilvægt
að ráðandi
eignarhlutur sé
ekki falinn á bak
við skráningu á
marga aðila sem
séu ekki flokk-
aðir sem tengdir
aðilar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Stærstur hluti Arion banka og Íslandsbanka er í dag
í eigu eignarhaldsfélaga sem skipuð eru stjórnar-
mönnum óháðum kröfuhöfum gömlu bankanna,
Kaupþings og Glitnis. Félögin heita Kaupskil og ISB
Holding. Bæði Kaupþing og Glitnir stefna að því að
klára nauðasamning á næstu mánuðum. Verði þeir
samþykktir munu verða til eignarhaldsfélög utan um
eignir búanna í eigu kröfuhafa og slitameðferð ljúka.
Fréttablaðið beindi fyrirspurn til FME um hvort
afstaða þess til hæfis Kaupþings og Glitnis til að fara
með virkan eignarhlut í nýju bönkunum myndi breyt-
ast við samþykkt nauðasamninga. Í svari eftirlitsins
segir að „eðli málsins samkvæmt er Fjármálaeftirlitinu
ómögulegt að svara hvaða áhrif mögulegir nauða-
samningar Glitnis og Kaupþings kunna að hafa á hæfi
þeirra sem eigenda að fjármálafyrirtækjum almennt.
Slíkt er ávallt háð mati á hverjum tíma. Hins vegar er
ljóst að Kaupskil og ISB Holding hafa nú þegar skilyrta
heimild fyrir eignarhaldinu sem stendur óbreytt óháð
mögulegum nauðasamningum félaganna. Komi til
afturköllunar á þeirri skilyrtu heimild, t.a.m. vegna
þess að misbrestur verði á því að núverandi skilyrði
fyrir eignarhaldinu verði uppfyllt eða af öðrum
ástæðum, er ljóst að meta þarf hæfi þeirra að nýju“.
➜ Áhrif nauðasamninga óljós