Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 16
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR |
Um þrjátíu íbúðir
af 206 eru tómar.
Miðað við það
eiga eigendur
hverrar íbúðar
11,3 milljónir
króna hjá Eir.
11,3
ASKÝRING | 16
FJÁRHAGSVANDI EIRAR
Eftir að framkvæmdastjóra Eirar varð staðan ljós ákvað hann ásamt
stjórninni að leita til utanaðkomandi sérfræðinga til að skoða málið. Lex
lögmenn og KPMG voru fengin til verksins og hafa unnið með kröfuhöfum
og stjórn til að finna lausn á vandanum. Reynt er að vinna hratt að lausn
málsins.
Stjórnin óskaði jafnframt eftir því að Ríkisendurskoðun rannsakaði
vandann og ástæður hans en því hafnaði Ríkisendurskoðandi á þeim
forsendum að hann hefði ekki umboð til þess. Vandinn væri vegna hús-
rekstrarsjóðsins, en ekki hjúkrunarheimilisins.
Þá hefur stjórn Eirar sent fjármála- og efnahagsráðuneytinu beiðni um
að málefni Eirar verði tekin til gagngerrar endurskoðunar.
➜ Hvað er verið að gera í málinu?
Málefni Eirar voru rædd á Alþingi fyrr í vikunni. „Þarna er augljóslega
mjög alvarlegt mál á ferðinni og það verður rannsakað ofan í kjölinn enda
um að ræða gríðarlega hagsmuni íbúa þessa heimilis,“ sagði Sigríður Ingi-
björg Ingadóttir formaður velferðarnefndar. Hún sagði aðkomu nefndar-
innar „einna helst að fara fram á að farið verði yfir rekstur allra hjúkrunar-
heimila á Íslandi, hvort þar sé eitthvað í gangi svipað þeim vinnubrögðum
sem viðhöfð hafa verið á Eir og hvort tryggt sé að eigendur leggi ekki
ævifjármunina sína í hendurnar á fjárglæfrafólki“. Hún vildi ekki segja
til um með hvaða hætti nefndin myndi gera þetta, en hún sagðist telja
eðlilegt að einhverjir aðrir færu yfir þetta. „Við munum samhliða því sem
við ræðum um þörf fyrir hjúkrunarheimili og málefni hjúkrunarheimila út
frá því sjónarhorni ræða með hvaða hætti hægt er að auka öryggi þeirra
sem flytja á hjúkrunarheimili. Það er augljóst af þessu máli að traust fólks
á þeim stofnunum sem reknar eru fyrir ríkisfé fyrir aldraða hefur borið
alvarlegan skaða.“
Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, hefur einnig tjáð sig
um málið. Í gærkvöldi sagði hann að ekki stæði til að ríkið legði fé inn í
reksturinn, en það væri þó ekki hægt að útiloka.
➜ Hvað ætla stjórnvöld að gera?
2008 2009 2010 2011 2012 2013
NÓVEMBER 2007
Bygging 110
öryggisíbúða við
Fróðengi hafin.
Sigurður Helgi
Guðmundsson
Framkvæmdastjóri frá
stofnun fram í maí 2011.
OKTÓBER 2008
Hrun. Búið að grafa
grunn. Ákveðið að
halda áfram fram-
kvæmdunum.
1. DESEMBER 2009
Fyrstu öryggis-
íbúðirnar vígðar.
SEPTEMBER 2012
Ákveðið að hætta
að borga af lánum.
1. NÓVEMBER 2012
Stöð 2 greinir fyrst frá
fjárhagsvanda Eirar.
8. NÓVEMBER 2012
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir
af sér sem formaður stjórnar.
Vilhjálmur Þ.
Framkvæmdastjóri frá maí
2011 til áramóta 2011-2012.
Sigurður Rúnar Sigurjónsson
Framkvæmdastjóri frá
áramótum 2012 en tók við
húsrekstrarsjóði í ágúst 2012.
Eir rekur 206 öryggisíbúðir. 37 íbúðir eru að Hlíðarhúsum 3 til 5 í
Reykjavík, 58 íbúðir eru að Hlaðhömrum 2 í Mosfellsbæ og þær nýjustu
eru 111 talsins og eru að Fróðengi 1 til 11. Allar íbúðirnar eru hannaðar
þannig að auðvelt sé að komast um til dæmis í hjólastól. Þær eru útbúnar
öryggiskerfi sem tengist hjúkrunarvakt allan sólarhringinn og útköllum er
sinnt af hjúkrunarfræðingum eða sjúkraliðum. Íbúar geta keypt mat frá Eir
og fá hann þá ýmist sendan eða borða hann í matsal Eirar. Í Hlíðarhúsum
eru íbúðirnar með tengigangi yfir á hjúkrunarheimilið og geta íbúarnir því
sótt sér alla þjónustu þangað. Í Mosfellsbænum er ýmis þjónusta í húsinu
og í Fróðengi er áætlað að borgin byggi þjónustumiðstöð árið 2014 sem
mun veita þjónustu.
➜ Hvað eru öryggisíbúðir?
Íbúar í öryggisíbúðunum greiða útborgun og geta síðan leigt það sem eftir
stendur af verðinu. Þetta er kallað íbúðarréttur og með honum á fólk rétt
á að búa í íbúðunum. Margir íbúar hafa lagt ævisparnaðinn í íbúðarrétt-
inn.
Ef íbúar falla frá eða vilja flytja annað er upphæðin sem þeir lögðu inn
framreiknuð og endurgreidd innan hálfs árs. Tvö prósent af útborguninni
koma til frádráttar á hverju ári.
Að auki er tekið gjald fyrir viðhald á íbúðunum og sameiginlegu hús-
næði og fyrir kostnað við hita, rafmagn, ræstingu og fleira. Þá borga íbú-
arnir fasteignagjöld.
Þessi íbúðarréttur nemur nú um tveimur milljörðum króna. Um þrjátíu
íbúðir eru sagðar tómar af þessum 206 og miðað við það eiga íbúar
hverrar íbúðar um 11,3 milljónir króna hjá Eir.
➜ Hver er staða íbúa?
Fyrir utan þá tvo milljarða sem Eir skuldar íbúunum þá nema skuldir við
Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóði, sem fjármögnuðu byggingu öryggisíbúð-
anna við Fróðengi, um sex milljörðum króna. Aðgerðir nú miða meðal
annars að því að tryggja samninga við þessa kröfuhafa um lausn vandans.
Þessir kröfuhafar eiga veð í fasteignum Eirar, en það eiga íbúarnir ekki.
Eigið fé Eirar er neikvætt um 385 milljónir og tæknilega er stofnunin
gjaldþrota.
➜ Hvernig standa fjármálin?
SAMFÉLAGSMÁL Allar líkur eru á því að
skipt verði um fulltrúaráð og stjórn Eirar
á næstunni. Borgarráð Reykjavíkur-
borgar samþykkti í gær að fulltrúum
borgarinnar í fulltrúaráðinu yrði skipt
út. Þá vill borgin að stjórninni verði skipt
út.
Fundur í fulltrúaráðinu verður 7. des-
ember næstkomandi, en það er fulltrúa-
ráðið sem skipar stjórnina. Stjórn Eirar
frestaði á fundi sínum fyrr í vikunni til-
lögu frá stjórnarformanni um að full-
trúaráðið yrði leyst upp og ný stjórn yrði
skipuð.
Björn Valur Gíslason, formaður fjár-
laganefndar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í
gær að til stæði að skipta um flesta ef
ekki alla fulltrúa í ráðinu. Þá blasti við
að stjórnin hefði ekki lengur umboð til
starfa. Björn Valur hefur verið fulltrúi
fjárlaganefndar í starfshópi um málefni
Eirar.
Eftir að vandræði Eirar komust í sviðs-
ljósið hefur verið þrýst á stjórnarmenn
að hætta störfum. Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, sem var stjórnarformaður og
um tíma framkvæmdastjóri, sagði af sér
þann 8. nóvember síðastliðinn. Hafsteinn
Pálsson fylgdi í kjölfarið og svo Jórunn
Frímannsdóttir, sem hafði komið inn í
stjórnina fyrir Vilhjálm. Aðrir stjórnar-
menn hafa ekki sagt af sér.
Stefán Benediktsson, sem er fulltrúi
meirihluta borgarinnar í stjórninni,
sagði í kvöldfréttum Rúv í gær að hann
vildi ekki hætta í stjórninni. Honum
þætti það fáránlegt. Ef ekki hefði komið
nýtt fólk inn í stjórnina árið 2011, og það
fólk upplýst um stöðuna, væri ekkert
komið upp á yfirborðið um vandræðin.
Öllum verði skipt út
Unnið er að því að skipta út fulltrúaráði Eirar og í framhaldinu stjórninni. Þrír
stjórnarmenn hafa þegar hætt, en einn segir fáránlegt að hann eigi að víkja.
ÖRYGGISÍBÚÐIR EIRAR Unnið er hörðum höndum að lausn á vanda hjúkrunarheimilisins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Þórunn Elísabet
Bogadóttir
thorunn@frettabladid.is
Eir er sjálfseignarstofnun sem
var upphaflega hjúkrunarheimili
og var tekið í notkun árið 1993.
Á Eir eru nú 155 hjúkrunarheim-
ilisrými, tólf endurhæfingarrými
og sex skammtímarými, samtals
173 rými. Þá er þar dagvistun
fyrir fólk með heilabilunarsjúk-
dóma og geta allt að 24 dvalið
þar á daginn.
Eir rekur einnig 206 öryggis-
íbúðir. Þær eru reknar í hús-
rekstrarsjóði, sem er aðskilinn
rekstri hjúkrunarheimilisins,
en þó er allt rekið á sömu
kennitölunni.
HVAÐ ER EIR?
VILHJÁLMUR Þ.
VILHJÁLMSSON
stjórnarformaður
MAGNÚS L.
SVEINSSON
HAFSTEINN
PÁLSSON
STEFÁN BENE-
DIKTSSON
HELGA EYSTEINS-
DÓTTIR
FANNEY PROPPÉ
EIRÍKSDÓTTIR
ÞÓRUNN SVEIN-
BJÖRNSDÓTTIR
Ellefu sveitarfélög, félagasamtök
og stofnanir voru stofnaðilar
í Eir. Reykjavíkurborg, VR, Sel-
tjarnarnesbær, Blindrafélagið,
Félag áhugafólks og aðstand-
enda Alzheimerssjúklinga,
Sjómannadagurinn í Reykjavík
og Hafnarfirði, Hjúkrunarheim-
ilið Skjól, Brynja (hússjóður
Öryrkjabandalagsins), Efling,
SÍBS og Mosfellsbær skipa sína
fulltrúa í fulltrúaráð Eirar, sem
fundar að minnsta kosti tvisvar
á ári. Fulltrúaráðið kýs svo bæði
stjórnina og skoðunarmenn
reikninga.
HVERJIR SKIPA Í STJÓRN?
STJÓRNARFUNDUR Stjórnarmenn ganga af fundi
fyrr í mánuðinum.