Fréttablaðið - 26.11.2012, Síða 19
| FÓLK | 3HEIMILI
Um helmingur dönsku þjóðarinnar situr límdur við skjáinn
þegar þættirnir eru endursýndir. Meira að segja lands-
liðsleikur varð að lúta í lægra haldi fyrir þessum gömlu,
vinsælu þáttum. TV2 í Danmörku hefur fært vinsæla spjall-
þætti til í dagskránni til að þeir séu ekki á sama tíma og
Matador.
Þættirnir voru síðast sýndir fyrir sex árum og voru þá
1,5 milljónir manna sem fylgdust með þeim. Þar utan hafa
3,6 milljónir DVD-diskar með þáttunum verið seldir.
Sérfræðingar segja að þetta gamla, einfalda danska líf
sem þættirnir lýsa höfði vel til nútímafólks sem elst upp
í streitusamfélagi. Þættirnir sýna danska menningu eins
og hún var 1929 til 1947 og það eru bæði ungir og gamlir
áhorfendur sem fylgjast með. Þættirnir voru fyrst sýndir
árið 1978. Þess má geta að þeir urðu einnig mjög vinsælir
í íslenska sjónvarpinu þegar þeir voru sýndir hér á landi á
sínum tíma.
Þættirnir gerast í Korsbæk, dönsku smáþorpi, þar sem
bankastjórinn Hans Christian Varnæs ræður ríkjum. Til
bæjarins flytur Mads Andersen Skjern, setur upp verslun
og tekur til hendinni í athafnalífi bæjarins sem ekki eru
allir sáttir við. Margir skemmtilegar persónur skjóta upp
kollinum í Matador. Það var hinn þekkti rithöfundur Lisa
Nørgaard sem átti hugmyndina af sögunni.
VINSÆLT
Danir fá aldrei nóg
af persónunum í
Matador.
MATADOR SLÆR AFTUR Í GEGN
■ ÁVALLT VIÐBÚIN!
Á aðventunni getur verið von
á óvæntum gestum og jafn-
vel óvæntum jólagjöfum. Verið
undirbúin með fáeina auka-
jólapakka til að gefa í neyðar-
tilvikum. Þeir geta innihaldið
glaðning í formi heimatilbú-
innar sultu eða heimagerðs
konfekts, vínflösku, kaffipakka,
jólabaksturs eða óvenjulegs
jólaskrauts. Hafið bara í huga
að gjafirnar séu ykkur að skapi
ef ske kynni að kæmi í ykkar
hlut að njóta þeirra.
Ó, ERTU MEÐ
JÓLAGJÖF?
■ SKRÍTNAR STAÐREYNDIR
Ólíkt öðrum ávöxtum
þroskast perur betur eftir að
þær falla af trénu.
● Fíkjur eru trefjaríkari en
annað grænmeti og ávextir.
● Breskir sjóliðar voru
kallaðir „Limeys“ vegna
þess að þeir borðuðu
sítrusávexti til að koma í
veg fyrir skyrbjúg á löngum
ferðum um heimshöfin.
● Sum kínversk afbrigði af
ferskjum eru flöt.
● Jarðarber eru eini ávöxt-
urinn sem hefur fræin út-
vortis.
● Paprikur geta verið grænar,
rauðar, gular, appelsínu-
gular og fjólubláar.
● Flest næringarefnin í kart-
öflum eru rétt undir hýðinu.
● Fyrstu gulræturnar voru
hvítar, fjólubláar og gular.
● Forn-Grikkir veittu sigur-
vegurum íþróttakeppna
sellerí í verðlaun.
● Spergilblóm (e. brocco-
flower) er grænmeti sem
varð til þegar spergilkáli
og blómkáli var blandað
saman. Það er ríkara af
C-vítamíni en appelsínur
og ríkara af A-vítamíni en
bæði blómkál og spergilkál.
FLATAR
FERSKJUR OG
FLEIRA
KOMDU MEÐ MÁLIN og við
hönnum, teiknum og gerum
þér hagstætt tilboð
FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI
Þú nýtur þekkingar og
reynslu og fyrsta flokks
þjónustu.
VIÐ KOMUM HEIM TIL ÞÍN,
tökum mál og ráðleggjum
um val innréttingar.
ÞÚ VELUR að kaupa inn-
réttinguna í ósamsettum
einingum, samsetta, eða
samsetta og uppsetta.
HREINT OG KLÁRT
Við sníðum innrétt-
inguna að þínum
óskum. Þú getur fengið
skúffur og útdregin
tauborð undir véL-
arnar, einnig útdreginn
óhreinatausskáp,
kústaskáp o.m.fl .
Fataskápar og sérsmíði
Baðherbergi
Uppþvottavélar
Helluborð
Ofnar
Háfar
RAFTÆKI
AFSLÁTTUR
30%
AF ÖLLUM
RAFTÆKJUM
ÞEGAR
INNRÉTTING
ER
KEYPT
Vandaðar hillur Pottaskápar Þvottahúsinnréttingar
ÁBYRGÐ - ÞJÓNUSTA
Fríform annast alla þjónustu.
(Trésmíðaverkstæði, raftækjaviðgerðaverkstæði).
VÖNDUÐ RAFTÆKI
Á VÆGU VERÐI
friform.is
Viftur
BESTA VERÐ!
NÚ Í AÐDRAGANDA JÓLANNA HÖFUM VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ BJÓÐA OKKAR
ALBESTA VERÐ, SANNKALLAÐ JÓLAVERÐ!
AFSLÁTTUR
25%
AF ÖLLUM
INNRÉTTINGUMTIL JÓLA