Fréttablaðið - 26.11.2012, Síða 43

Fréttablaðið - 26.11.2012, Síða 43
KYNNING − AUGLÝSING Öryggisþjónusta & kerfi26. NÓVEMBER 2012 MÁNUDAGUR 3 Sumum þykir heldur kald-ranalegt að heyra mig kveðja strákana á bílaverkstæðinu með orðunum: „Ég vona að ég sjái ykkur ekki aftur á næstunni!“ en segja má að hugmyndafræði Sec- uritas byggi á sömu varúðarráð- stöfun. Það er að viðskiptavinum okkar líður eðlilega best þegar þeir þurfa ekki á Securitas að halda en eru rórri vitandi að við séum alltaf á vaktinni,“ segir Hjörtur Vigfús- son, markaðsstjóri Securitas. Hjörtur heldur áfram: „Vita- skuld er mikilvægast að veitt að- stoð sé með besta mögulega móti þegar hennar er þörf. Við reynum jafnt og þétt að auka þjónustuna og bætum við þáttum sem við sjáum að viðskiptavinir okkar kunna að meta,“ segir Hjörtur. „Hér áður snerist starfsemi Sec- uritas að mestu um forvarnir gegn innbrotum en í seinni tíð hafi ótal fleiri þættir farið að skipta máli.“ Æ, ó, lambafille á pönnunni! „Eldvarnir á heimilum verða sífellt mikilvægari,“ segir Hjörtur og út- skýrir ástæðuna. „Í dag er almenningur betur upplýstur um hættur í umgengni við eld á sama tíma og æ fleiri raf- tæki eru inni á heimilunum sem bilað geta og valdið eldsvoða.“ Hann segir gríðarlegt öryggi fólgið í tengingu við stjórnstöð Securitas þegar kemur að eld- vörnum og rafmagni. „Til eru mýmargar sögur af ör- yggisvörðum sem bjargað hafa matvælum frá eyðileggingu úr frystikistum og kæliskápum þegar rafmagn hefur farið af þegar hús- ráðendur voru að heiman. Áhuga- maður um matseld á Seltjarnar- nesi er sagður mál kunnugur starfsmönnum stjórnstöðvar eftir að tilraunir hans í eldhúsinu hafa ítrekað sett reykskynjara hússins í gang. Hann er þó mjög sáttur vegna þess að hann finnur og veit að við erum á vaktinni,“ segir Hjörtur af festu. Lægri tryggingar Sum tryggingafélög bjóða sér- stakan afslátt af tryggingum til viðskiptavina Securitas. Að sögn Hjartar er ástæðan einfaldlega sú að forvarnir virki. „Auk reykskynjara, slökkvi- tækja og öryggiskerfa Securitas má nefna vatnsskynjara og gas- skynjara sem dregið geta úr og jafnvel komið í veg fyrir tjón af völdum bilana og óhappa.“ Þjónustan gengur undir nafn- inu Heimavörn og er sérsniðin að óskum viðskiptavina. „Sams konar lausn, en þó með önnur atriði í huga, heitir Sumar- húsavörn og nýtur æ meiri vin- sælda enda sumarhús orðin sem annað heimili margra sem þar vilja njóta áhyggjuleysis og öryggis,“ segir Hjörtur. Öryggishnappur mikilvægt öryggistæki Þessa dagana er langmest aukn- ing í öryggishnöppum hjá Sec- uritas. „Það er vandfundin betri leið til að tryggja hugarró þeirra sem teknir eru að reskjast en að nota öryggishnapp, að ekki sé talað um aðstandendur þeirra,“ segir Hjörtur. Ör yggishnappur Securitas eykur öryggi þeirra sem hann bera og dregur úr áhyggjum um- hyggjusamra aðstandenda. „Stjórnstöð Securitas bregst snarlega við hverju því boði sem frá öryggishnappi berst,“ segir Hjörtur og ítrekar að allir sem orðnir séu 67 ára og eldri geti sótt um að fá niðurgreiddan öryggis- hnapp að uppfylltum vissum skil- yrðum. „Ég held að öryggis hnappur gæti verið óskajólagjöfin fyrir ömmu og afa um þessi jól,” segir Hjörtur og víst er að bæði skyn- semi og umhyggja felst í því. Securitas er í Skeifunni 8. Sjá nánar á www.securitas.is. Alltaf best þegar lítið er að gera Það er gott að vita af vökulum augum og traustri stoð þegar eitthvað bjátar á í lífinu. Snarir snúningar starfsfólks á stjórnstöð Securitas tryggja tafarlausa hjálp á breiðum grunni, hvort sem það er við eldamennskuna heima, í sumarhúsinu eða hjá þeim sem komnir eru á efri ár og búa einir. Hjörtur Freyr Vigfússon er markaðsstjóri Securitas. Hann segir þjónustu fyrirtækisins hafa vaxið og víkkað út í áranna rás til að mæta mismunandi þörfum þjóðfélagsins. MYND/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.