Fréttablaðið - 12.12.2012, Qupperneq 6
12. desember 2012 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
MENNTUN Nemendur og kenn-
arar í Álftanesskóla taka nú þátt
í skólaþróunarverkefni þar sem
notaðar eru spjaldtölvur sem eru
sérhannaðar til kennslu og náms.
Sveinbjörn Markús Njálsson skóla-
stjóri segir tækið bjóða upp á marg-
víslega möguleika.
Námsgagnastofnun, Menntavís-
indasvið Háskóla Íslands og A4,
sem er dreifingaraðili tölvanna,
standa að verkefninu, auk Álftanes-
skóla. Í því felst að skólinn kaupir
30 Learnpad 2-spjaldtölvur fyrst
um sinn, allt að 60 í heildina, sem
notaðar verða í stærðfræðikennslu
í 4. og 6. bekk. Alls fylgja 22 forrit
hverri vél, sem og tólf rafbækur.
Verkefnið hefst strax á nýju ári
og verður tekið út af sérfræðingum
Menntavísindasviðs HÍ sem munu
skila lokaskýrslu um það sumarið
2014.
Learnpad 2 er framleidd af
breska fyrirtækinu Avantis Syst-
ems og notar Android-stýrikerfi.
Á tölvunni geta nemendur nýtt
sér kennsluforrit, meðal annars á
Flash-formi eins og notað er á síðu
Námsgagnastofnunar, Skólavefn-
um og Stoðkennaranum, og vafrað
á öruggar síður sem kennari hefur
skilgreint fyrir fram. Þá geta kenn-
arar hagað efninu sem fer inn á
hverja tölvu eftir þörfum viðkom-
andi nemanda.
Forritin sem fylgja tölvum Álfta-
nesskóla fjalla meðal annars um
bókstafi, byrjendastærðfræði,
margföldun, brotareikning, liti
og form og tónlist. Þar að auki er
mögulegt að sækja enn fleiri náms-
og kennsluforrit á netinu.
„Þessi tækni er einmitt það sem
við leituðum að,“ segir Sveinbjörn.
„Í Álftanesskóla er að hefjast átak í
stærðfræði og við ákváðum að nýta
þessa leið sem eflandi og áhuga-
hvetjandi farveg til að efla kunn-
áttu og læsi nemenda í stærðfræði.“
Sveinbjörn segir vefstjórnar-
gáttina vera einn stærsta kostinn
við þessa tækni, en hún gerir kenn-
urum kleift að stýra því efni sem er
inni á vél hvers nemendahóps, eða
einstaks nemanda.
Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri
Námsgagnastofnunar, segir verk-
efnið afar spennandi. Notkun á
stafrænu námsefni á spjaldtölvum
geti ýtt undir sjálfstæði nemenda
og skapandi nám og kennslu.
„Reynslan verður þó að leiða í
ljós hvaða áhrif ný tækni hefur á
skólastarf og því er afar mikilvægt
að markvisst sé fylgst með tilraun-
um af þessu tagi svo hægt verði
að meta raunveruleg áhrif spjald-
tölvunotkunar á skólastarf,“ segir
hún.
thorgils@frettabladid.is
Við ákváðum að nýta
þessa leið sem eflandi og
áhugahvetjandi farveg til
að efla kunnáttu og læsi
nemenda í stærðfræði.
Sveinbjörn Markús Njálsson skólastjóri
Spjaldtölvuvæðing
hefst í Álftanesskóla
Álftanesskóli hefur fest kaup á spjaldtölvum til kennslu í 4. og 6. bekk. Um er að
ræða tilraunaverkefni sem er í samstarfi við Námsgagnastofnun og Menntavís-
indasvið Háskóla Íslands. Hægt að stýra efni eftir þörfum hvers nemanda.
Learnpad 2 hefur hlotið ýmiss
konar viðurkenningar á sínu
sviði. Meðal annars er tölvan til-
nefnd til verðlauna á hinni árlegu
Bett-tæknisýningu í Bretlandi
sem er með þeim fjölsóttustu í
heimi.
Verðlaunatækni
NÝJASTA TÆKNI Krakkarnir í Álftanesskóla taka nýrri tækni fagnandi, en tilrauna-
verkefni með notkun spjaldtölva hefst á nýju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ALÞINGI Kristján L. Möller, for-
maður atvinnuveganefndar og
þingmaður Samfylkingarinnar,
telur að ferli rammaáætlunar um
vernd og nýtingu náttúrusvæða,
hafi mistekist. Iðnaðarráðherra
og umhverfisráðherra, sem unnu
þingsályktunartillögu, hafi ekki
haft það að leiðarljósi að ná sátt
um málið. Það sé orðið pólitískt en
ekki faglegt.
Önnur umræða um rammaáætl-
un hófst í gær, en þó ekki fyrr en
þingmenn höfðu tekist á um það
um hríð hvort leyfa ætti umræðu
fram á kvöld. Sú varð niðurstaðan.
Kristján sagði meðal annars að
rök vantaði fyrir því að Hvamms-
virkjun og Holtavirkjun í Þjórsá
væru færðar úr nýtingar- í bið-
flokk og hvers vegna í staðinn
hefðu virkjanir á Reykjanesskaga
verið settar í nýtingarflokk.
„Við þessa vinnu ráðherranna
tveggja, þar sem ákveðið var að
horfa frá tillögu verkefnastjórn-
arinnar og búa til nýja tillögu, þar
sé gengið of langt í nýtingarflokki
á Reykjanesskaga.“
Kristján kvartaði yfir því að
ekki væri að finna fagleg rök fyrir
þessari ákvörðun og hún væri því
pólitísk.
„Það er þess vegna, virðulegi
forseti, sem ég tel að okkur sé að
mistakast. Það hefur komið fram
hjá nokkrum gestum, í umræðum
um þetta mál, sem hafa sagt að
því miður sé með þessum aðgerð-
um verið að gera þetta að ramma-
áætlun virðulegrar ríkisstjórnar.
Og ég óttast það, virðulegi forseti,
að væntanlegar ríkisstjórnir muni
vitna í þetta inngrip þegar þær
fara að breyta rammaáætlun.“
Umræða um málið stóð enn
þegar blaðið fór í prentun. - kóp
Seinni umræða um rammaáætlun hófst í gær og stóð fram á nótt á Alþingi:
Telur rammaáætlun hafa mistekist
Það er
þess vegna,
virðulegi
forseti, sem
ég tel að
okkur sé að
mistakast.
Kristján Möller, formaður
atvinnuveganefndar
KÖNNUN Rúmlega helmingur lands-
manna yfir 18 ára aldri, um 54 prósent,
á snjallsíma samkvæmt niðurstöðum
skoðanakönnunar MMR. Það er veru-
leg aukning frá því árið 2010 þegar 43
prósent áttu slík tæki.
Markaðshlutdeild Nokia á snjallsíma-
markaðinum hefur hrunið á síðustu
tveimur árum, samkvæmt könnuninni.
Hún var gerð dagana 9. til 12. októ-
ber, en niðurstöðurnar voru gerðar
opinberar í gær. Árið 2010 átti rúmur
helmingur snjallsímaeigenda síma frá
Nokia, en í dag aðeins um 17 prósent.
Að sama skapi eykst hlutdeild Sam-
sungs verulega, úr 3,8 prósentum 2010
í tæplega 34 prósent nú. Um 22 prósent
snjallsíma íslenskra símnotenda eru
frá Apple, sem er veruleg aukning frá
árinu 2010 þegar 5,6 prósent áttu síma
frá fyrirtækinu.
Nokia er hins vegar með algera yfir-
burði meðal þeirra símnotenda sem
ekki nota snjallsíma. Nærri þrír af
hverjum fjórum landsmönnum sem
eru með venjulega farsíma nota Nokia,
og hefur hlutfallið aukist lítillega frá
árinu 2010. - bj
VEISTU SVARIÐ?
■ Samsung 33,5%
■ Apple 22,2%■ Nokia 17,1%
■ LG 9,0%
■ HTC 8,1%
■ Blackberry 4,6%
■ Aðrar tegundir 5,5%
1. Hversu mörg félög hafa ekki skilað
inn ársreikningi vegna ársins 2011?
2. Hvað heitir bandaríska fyrirtækið
sem keypti Íslenska erfðagreiningu?
3. Hversu margar mandarínur borða
Íslendingar í kring um hátíðarnar?
SVÖR
1. Um 5000 félög 2. Amgen 3. Um 9 milljónir
Samsung-snjallsímar eru vinsælli en iPhone og Nokia samkvæmt nýrri könnun MMR:
Rúmur helmingur fullorðinna á snjallsíma
BRETTAPAKKAR
20% AFSLÁTTUR
ÞEGAR KEYPT ERU
BRETTI, BINDINGAR
OG BRETTASKÓR.
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
util if. is
Guðlaugur A Magnússon
Skólavörðustíg 10
101 Reykjavík
www.gam.is
Jólaskeiðin
2012
Hvernig snjallsíma
velja Íslendingar?