Fréttablaðið - 12.12.2012, Page 16
12. desember 2012 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og
í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Síðastliðinn mánudag fjallaði Ríkissjón-
varpið um skýrslu Norrænu ráðherra-
nefndarinnar. Fréttin var um að verðlag
hefði hækkað meira hér á landi árin 2005-
2011 en í hinum norrænu ríkjunum. Frétt-
in gaf að mörgu leyti villandi mynd af inn-
taki skýrslunnar þar sem ekki var fjallað
um tvö lykilatriði hennar.
Hið fyrra er sú staðreynd að lang-
stærsti hluti hækkunarinnar varð vegna
hrunsins og átti sér stað á árabilinu 2007-
2009. Þá hækkaði verð á þeirri vöru og
þjónustu sem könnunin nær til um 26%.
Meginskýringin er sú að á þessu tímabili
hrundi gjaldmiðill okkar og allur inn-
flutningur og aðföng urðu miklu dýrari.
Skýrslan sýnir svart á hvítu hversu kostn-
aðarsamt það er fyrir almenning í landinu
að búa við krónuna eins og Samfylkingin
hefur lengi bent á. Gengi gjaldmiðilsins
hrundi ekki hjá hinum norrænu ríkjunum.
Á valdatíma ríkisstjórnarinnar 2009 til
2011 sést að hækkunin er langtum minni
eða um 9,6%. Aftur endurspegla þessar
verðhækkanir að miklu leyti verðbólg-
una sem krónan skapar með óstöðugleika
sínum. En hið ánægjulega er að eftir að
ríkisstjórn mín tók við hefur tekist að
draga verulega úr verðhækkunum.
Seinna atriðið sem ekki er fjallað um í
fréttinni er veigameira og breytir í raun
algerlega þeirri mynd sem dregin var
upp. Í skýrslunni er ágætlega fjallað um
það hvernig bera eigi saman verð í mis-
munandi löndum. Sagt er skýrum stöfum
að það eigi að bera verð saman á svoköll-
uðu jafnvirðisgengi sem er iðulega gert
þegar lönd eru borin saman. Þá er tekið
tillit til mismunandi kaupmáttar gjald-
miðilsins á hverjum stað.
Í þessum samanburði er sérstaklega
tekið fram í skýrslunni að Ísland sé „ódýr-
ast Norðurlandanna ásamt Finnum þegar
kemur að matarkörfunni“. Og sé litið til
allrar vöru og þjónustu sem könnunin náði
til er „Ísland ódýrast Norðurlandanna“. Á
þessar staðreyndir var ekki minnst einu
orði í fréttinni.
Að lokum vil ég minnast á enn aðra
áhugaverða staðreynd sem kemur fram í
þessari ágætu skýrslu Norrænu ráðherra-
nefndarinnar. Hún er sú að á Norðurlönd-
unum eru skattar sem hlutfall af lands-
framleiðslu lægstir á Íslandi.
Ísland er ódýrast Norðurlanda
FJÁRMÁL
Jóhanna
Sigurðardóttir
forsætisráðherra
➜ Aftur endurspegla þessar
verðhækkanir að miklu leyti
verðbólguna sem krónan skapar
með óstöðugleika sínum.
F
lestir sérfræðingar virðast telja það blasa við að krónan
muni veikjast umtalsvert við afléttingu gjaldeyrishaft-
anna, sem samkvæmt lögum eiga að lyftast í lok næsta
árs. Slík veiking myndi hafa áhrif á getu þeirra sem
eru með tekjur í íslenskum krónum að ráða við erlendar
skuldir sínar. Þar á meðal eru opinber íslensk fyrirtæki, sveitar-
félög og auðvitað ríkissjóður. Verð á innfluttum vörum myndi
auk þess hækka sem myndi valda aukinni verðbólgu og þar af
leiðandi hækkun á öllum verðtryggðum skuldum.
Ef fall krónunnar yrði
mikið þá er ljóst að margar
þær sértæku skuldaaðgerðir
sem ráðist hefur verið í eftir
bankahrunið, gagnvart ein-
staklingum og fyrirtækjum,
væru fyrir bí. Skuldirnar yrðu
aftur orðnar það miklu hærri en
eignirnar að hvati til að borga
áfram af þeim myndi hverfa. Til viðbótar eru lífeyrisgreiðslur
verðtryggðar með lögum og skuldbindingar vegna þeirra myndu
hækka umtalsvert. Auk þess myndi byggingakostnaður hækka
sem myndi hamla því að framboð íbúðarhúsnæðis héldi í við
fyrirsjáanlega eftirspurn.
Auðvitað eru síðan gríðarlega margir milljarðar í eigu útlend-
inga og Íslendinga sem myndu láta sig hverfa út úr hagkerfinu
við fyrsta mögulega tækifæri, ryksuga upp gjaldeyrisvaraforða
þjóðarinnar í leiðinni og setja hana í stöðu sem léti síðustu
fjögur ár líta út eins og góðæri. Höftin eru því ekki á förum um
fyrirsjáanlega framtíð. Það er staðreynd sem við verðum að
sætta okkur við.
Jafn ljóst er að nýta þarf þann tíma sem þau hanga uppi til
að taka almennilega til í efnahagsmálum þjóðarinnar. Lars
Christensen, greinandi hjá Danske Bank, fjallaði um það í viðtali
við Fréttablaðið í síðustu viku. Þar sagði hann að skilja þyrfti
á milli peningamála og efnahagsmála. Að mati Christensens
á „það ekki að vera viðfangsefni peningamála að taka á gjald-
færnisvandamálum heimila, fyrirtækja eða opinberra aðila. Það
á að vera viðfangsefni efnahagsmála. Það þarf að taka ákvörðun
um hvort viðkomandi aðili sé lífvænlegur og hvort það eigi að
leggja honum til meira fé. Það á ekki að halda honum lifandi með
peningamálastefnu. Þá yrði uppi svipað ástand og var í Japan í
um áratug þar sem uppvakningsbönkum var haldið á lífi í stað
þess að tekið væri á undirliggjandi vandamálum þeirra. Ef heim-
ilum, fyrirtækjum og opinberum aðilum er haldið lifandi með
gjaldeyrishöftum þá er verið að fela vandann í stað þess að taka
á honum. Það græðir enginn á því“.
Þetta er hárrétt hjá Christensen. Það má ekki fela efnahagsleg
vandamál með peningamálastefnu. Það verður að vinna í of
mikilli skuldsetningu íslenskra fyrirtækja og of mikilli skuld-
setningu sumra íslenskra heimila hið fyrsta með sértækum
aðgerðum. Kalt hagsmunamat verður að fara fram um hvort
það borgi sig að skrifa niður skuldir þeirra frekar eða ganga á
veðin sem eru til staðar fyrir skuldunum. Samhliða verður hið
opinbera að ganga frá mörgum sinna mála. Það á ekki að nota
höftin til að fela þessi vandamál. Þá er alltaf hætta á því að
þegar snjóhengjan er loks bráðnuð muni alls kyns heimatilbúin
vandræði standa í vegi fyrir því að við getum tekið haftalaust
aftur þátt í alþjóðlegum veruleika.
Höft fresta því að tekið sé á vandamálum:
Feluleikur
Þórður Snær
Júlíusson
thordur@frettabladid.is
Velkomin í núið
– frá streitu til sáttar
Byggt á Mindfulness-based Cognitive Therapy sem tvinnar saman
aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku.
Námskeiðið er í 8 vikur
á Hilton Reykjavík Nordica kl.17:30 til 19:00.
Innifalið er geisladiskur með árvekniæfingum og handbók
Skráning er hjá Nordica Spa í síma 444 5090
og á http://nordicaspa.is
Verð: 49.000 kr.
Meðlimir Nordica Spa fá 10% afslátt
Næstu námskeið verða:
9. janúar.
Leiðbeinendur verða Anna Dóra Frostadóttir
og Guðbjörg Daníelsdóttir sálfræðingar.
27. febrúar.
Leiðbeinendur verða Herdís Finnbogadóttir
og Margrét Bárðardóttir sálfræðingar.
N Á M S K E I Ð
Innifalið
1 vika ók
eypis
aðgangur
í alla opn
a
tíma Nord
ica Spa,
gufu og h
eita potta
Ógnarstjórn ætíð möguleiki
Þær eru margar hætturnar sem ber
að varast. Ekki er langt síðan yfir-
maður í lögreglunni sagði að meiri
líkur en minni væru á hryðjuverka-
árás í líkingu árásar Breiviks hér á
landi á næstu fimm árum. Nú hefur
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, bent á enn
stærri ógn. Á fundi
stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar í gær
þýfgaði hún þjóðrétt-
arfræðing um svar við
því hvort ekki þyrfti
að setja því
skorður hvernig
framselt
vald ríkisins
yrði aftur-
kallað. Sá,
Guðmundur Alfreðsson, hafði
ekki hugsað málið til enda. „En
er það ekki eðlilegt í ljósi þess að
við getum alltaf reiknað með því
að það komi ógnarstjórn í hverju
ríki eftir kreppu …?“ spurði Vigdís.
Íslendingar sluppu sem sagt með
skrekkinn eftir hrun.
Til bjargar bankanum
Málsvörnin í Vafningsmálinu
gengur, meðal annars, út á
það að Glitnir hefði mögulega
getað hrunið ef hann hefði ekki
hjálpað Milestone út úr sínum
fjárhagsvandræðum. Um tíu
milljarða króna lánið
hafi því verið samið,
ekki síst til að
bjarga bank-
anum.
Bjarnargreiði
Nú er rétt að taka það fram að
ákærandi í málinu gefur lítið
fyrir þessa málsvörn, segir það
getgátur einar hvað komið hefði
fyrir Glitni ef Milestone hefði ekki
verið bjargað. En ef hún er nú rétt,
þýðir það þá ekki að bankinn hefði
hrunið í febrúar 2008 en ekki í
október? Hinir bankarnir hefðu
væntanlega ekki staðið eftir
það og bólan sprungið átta
mánuðum fyrr en ella. Og
allt það sem gerðist á þeim
átta mánuðum hefði aldrei
gerst; uppsöfnun á Icesave-
reikninga, Al Thani-fléttan
og fjöldi annarra mála sem
nú eru hjá sérstökum
saksóknara.
kolbeinn@frettabladid.is