Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2012, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 12.12.2012, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 12. desember 2012 | SKOÐUN | 17 „Inni er bjart við yl og söng úti svarta myrkur.“ Svo segir í seinni helm- ingi vísu sem gjarnan er kveðin í gangnakofum á haustin. Til þess er vísað að þrátt fyrir erfiðan dag að baki og svarta myrkur utandyra getur birta og ylur ríkt innandyra í fábreyttum húsakynnum og glöðum hópi. Öðru- vísi var þessu farið þegar Alþingi greiddi atkvæði eftir óralanga málþófsumræðu um fjárlagafrumvarp komandi árs. Úti var bjartur dagur eins og best verður á þessum árstíma en innandyra var svartamyrkur í sálartetrum þingmanna Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar. Í stað þess að gleðjast með okkur hinum og fagna því fjölmarga jákvæða sem frumvarpið boðar, svo ekki sé nú talað um ef það er borið saman við þau sem að baki eru, þá nöldruðu menn yfir svo til hverjum einasta hlut. Að sjálfsögðu er eðlilegt og hollt að stjórnarandstaða tali fyrir sínum sjónarmiðum og gagnrýni það sem hún telur gagnrýni vert. Risið verður hins vegar tæplega lægra á nokkrum málflutningi en þegar mönnum í niðurrifs- og bölmóðsvítahring sínum er fyrir- munað að viðurkenna og fagna því sem vel er og tvímælalaust til bóta. Tímamót Að sjálfsögðu markast þetta fjár- lagafrumvarp af þeim erfið- leikum sem við erum að koma út úr og glímunni við að vinna á geigvænlegum halla ríkissjóðs sem rauk í hundruð milljarða við hrunið. En góðu fréttirnar sem þetta frumvarp boðar eru ein- mitt þær að óumflýjan- legum tekju öflunar- og niðurskurðar aðgerðum sem til þurfti er með þessu frumvarpi í aðal- atriðum lokið. Lítum snöggvast á nokkur aðal- atriði þessa máls: 1) Frumvarpið boðar tímamót í glímunni við hallarekstur ríkis- sjóðs. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir þá er hallinn á rekstri ríkis- sjóðs því sem næst horfinn. Halli upp á 216 milljarða 2008 eða 140 milljarða 2009, um og yfir 10% af VLF er kominn niður í 0,1%- 0,2% af VLF eða 2-4 milljarða kr. Tekið hefur verið hratt og markvisst á hallarekstri, skulda- söfnun hefur stöðvast og þar með er undirbyggt að ríkissjóður kom- ist á réttan kjöl og geti tryggt velferð og stöðugleika til fram- tíðar. Hvergi í okkar heimshluta þar sem ríkissjóðir hafa lent í vanda vegna efnahagskreppu hefur náðst neitt viðlíka árangur í þessum efnum sl. ár eins og á Íslandi. Stjórnarandstöðunni og einkum þó Sjálfstæðis flokknum, sem skildi við allt í rjúkandi rúst fyrir nokkrum árum, er hins vegar fyrirmunað að viðurkenna þennan árangur. Getur hugsast að málþófið hafi í bland átt að þjóna þeim tilgangi að drekkja þeirri staðreynd að ríkis stjórnin og sá meirihluti þingheims sem stutt hefur hinar erfiðu og óum- flýjanlegu aðgerðir hafa náð gríðarlegum árangri? Það svo að mikla athygli og virðingu vekur á alþjóðavettvangi. 2) Þó ekkert annað kæmi til en það að hallinn er því sem næst horfinn skv. frumvarpinu væri sannarlega ástæða til að gleðjast. En í frumvarpinu eru fleiri jákvæð skilaboð. Í frum- varpinu er vörn snúið í sókn á mörgum sviðum. Loks, eftir erfið ár, hefur tekist að skapa svig- rúm til að auka t.d. verulega fé til tækjakaupa á Land spítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Og svo því sé nú til haga haldið, þá greiddu flestir stjórnarand- stöðuþingmenn atkvæði með því. Annað sem var fyrirferðarmikið í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar var að þar kom inn fjárfestingaráætlun ríkis- stjórnarinnar, sem brýtur í blað á fjölmörgum sviðum. Meðal þess sem þar fær brautargengi má nefna; - 500 m.kr. í framkvæmdasjóð ferðamannastaða og 250 m.kr. til uppbyggingar í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum. - Stóraukin framlög til kvik- myndasjóðs, þau fara úr 570 m.kr. í 1.040 m.kr. - Skapandi greinar; 4 nýir sjóðir fá stofnframlög; útflutnings-, myndlistar-, hönnunar- og handverkssjóður og auk þess eru fjárveitingar auknar í aðra sjóði sem fyrir eru. - Grænn fjárfestingarsjóður fær 500 m.kr. stofnframlag og ýmis græn verkefni fá yfir 400 m. kr. í viðbót. - Hús íslenskra fræða og náttúru- minjasafn fá verulegar fjár- veitingar. - Endurnýjun Herjólfs og úrbætur í Landeyjahöfn fá brautargengi. Utan við fjárfestingaráætl- unina fá ýmis mál verulega úrlausn í frumvarpinu sjálfu eða breytingatillögum við það. Ber þar hvað hæst 2.500 milljón kr. hækkun barnabóta, áfram- haldandi áherslu á Norðurslóða- málefni, auknar fjárveitingar til niður greiðslu húshitunar á köldum svæðum sem og auknar fjárveitingar til þróunarsam- vinnu svo fátt eitt sé nefnt. Herhvöt Fjárlagafrumvarpið boðar því margvísleg tímamót. Hallinn er að hverfa, sársaukafullum niður- skurði og umfangsmiklum tekju- öflunaraðgerðum í aðalatriðum lokið. Hægt er að auka fjárveit- ingu til brýnna verkefna eins og tækjakaupa á spítölum og lagður er grunnur að fram sækinni og grænni atvinnustefnu með fjárfestingaáætlun. Í mínum huga var því mun bjartara yfir atkvæðagreiðslu eftir 2. umræðu fjárlaga nú en verið hefur undan- farin fjögur ár. Í sjálfu sér er lítið við hinu sjálfskipaða svartnætt- isástandi Sjálfstæðis flokksins að gera. Hið góða er að þar ráða hvorki veruleikinn né stað reyndir för heldur herhvötin um að allt skuli vera vont og ómögulegt, hvað sem staðreyndum um hið gagnstæða líður, meðan þeir hafa ekki völdin. Sem sagt; „Nóttin vart mun verða löng /vex mér hjarta- styrkur.“ Birta eða myrkur! FJÁRLÖG Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra Halli ríkissjóðs, ma. kr. 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 E 20 13 E 50,0 0,0 -50,0 -100,0 -150,0 -200,0 250,0 ➜ Hið góða er að þar ráða hvorki veruleikinn né staðreyndir för heldur her- hvötin um að allt skuli vera vont og ómögulegt, hvað sem staðreyndum um hið gagnstæða líður, meðan þeir hafa ekki völdin. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 2 -2 5 9 6 Verslaðu heima – og fáðu í skóinn Allir sem versla í vefverslun Advania í desember eiga möguleika á að fá jólaglaðning í skóinn. Frá og með 11. desember drögum við úr nöfnum þeirra sem nýta sér vefverslunina og birtum á Facebook síðu okkar. Þeir sem vilja standa upp úr sófanum eru velkomnir í verslanir okkar á Tryggvabraut 10, Akureyri eða Grensásvegi 10, Reykjavík. Opið virka daga 10–18, laugardaga 11–16 og á sunnudaginn, 16. des frá 11–16. advania.is/jol Tilboðið gildir á meðan birgðir endast. iPad mini Wi-Fi 16 GB verð: 58.990 Nettir ferðahátalarar með mögnuðum hljóm verð: 3.950 Dell Inspiron 14z Ultrabook verð: 159.990 Fartölvuumslag í mörgum litum verð: 3.990 áður: 6.190 Dell 27“ LED skjár verð: 59.900 áður: 69.900 Samsung Galaxy SIII verð: 109.900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.