Fréttablaðið - 12.12.2012, Síða 20

Fréttablaðið - 12.12.2012, Síða 20
12. desember 2012 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 20 Í febrúar síðastliðnum tók gildi ný byggingarreglu- gerð, en jafnframt var sett bráðabirgðaákvæði þess efnis að heimilt væri að fara eftir ákvæðum eldri reglugerðar, með vissum skilyrðum, fram til 1. janúar 2013. Umhverfis- og auðlindaráðherra lýsti því yfir að þessi tími fram að áramótum yrði notaður til umræðu og samráðs við hagsmunaaðila með það að markmiði að breytingar yrðu gerðar á nýju reglugerðinni nú í árslok. Í ljósi þess mikla og lærdóms- ríka samráðs sem farið hefur fram hefur verið ákveðið að endurskoða viss ákvæði nýrrar byggingarreglu- gerðar, sérstaklega ákvæði um aukna orkunýtingu bygginga. Þann- ig hefur ráðherra ákveðið, í samráði við ýmsa hagsmunaaðila, að kröfur um einangrun byggingarhluta verði sem næst þær sömu og voru í gömlu byggingarreglugerðinni. Vonast var til þess að samstarfið undanfarið ár myndi leiða til samstöðu um orku- nýtingu, en enn eru skoðanir mjög skiptar um þetta. Sérfræðingar ósammála Það er óumdeilanlegt að við Íslend- ingar verðum að huga vel að orku- auðlindum okkar og þar skiptir orkunýting við húshitun miklu máli. Á meðan kröfur um orkunýtingu hafa margfaldast í nágrannaríkjum okkar undanfarin ár hafa íslensku kröfurnar að mestu staðið í stað síðast liðin 15 ár. Hús sem byggð eru nú munu að öllum líkindum standa í 100 eða 200 ár og því er mikilvægt að horfa til framtíðar hvað orkunýt- ingu bygginga varðar. Íslendingar hafa þó mikla sérstöðu miðað við nágrannaríkin; við eigum sjálfbærar orkulindir og orkuverð er tiltölulega lágt. Því er mikilvægt að fram fari faglegar rannsóknir á þróun orkuverðs til hús- hitunar, kostnaði við aukna einangrun og kostnaði við aukna nýtingu og frekari virkjun heita vatnsins. Þannig skapast góður grundvöllur til framtíðar stefnumótunar um orkunýtingu til húshitunar. Jafnframt verður haldið áfram því góða samstarfi sem Mann- virkjastofnun, Samtök iðnaðarins, Samband íslenskra sveitarfélaga, fagfélög arkitekta, verkfræðinga, tæknifræðinga, byggingarfræð- inga og byggingarfulltrúa hafa haft undanfarið ár. Þessir aðilar hafa ákveðið að málþing um „Hjúp bygginga“ verði haldið á Grand Hót- eli 25. janúar á næsta ári. Þannig verður umræðum um einangrun byggingarhluta og „íslenska vegg- inn“ (steyptur veggur, einangrað- ur að innan) haldið áfram, en um þetta eru skoðanir mjög skiptar. Og þótt umræðan geti verið óvægin er vonast til að hún leiði til aukins skilnings og samstöðu um ein- angrun bygginga. Einnig verður ákvæðum um rýmisstærðir breytt. Breytingarnar veita hönnuðum og arkitektum meiri sveigjanleika til að ná markmiðum um minni íbúðir, um leið og hugað er að grundvallar- atriðum um aðgengi fyrir alla. Óverulegur kostnaðarauki Samtök iðnaðarins og Búseti létu greina kostnað við að byggja dæmi- gert þriggja hæða fjölbýlishús, steinsteypt og einangrað að innan. Niðurstaðan var sú að kostnaður við sambærilegt mannvirki hækki um 9,6% að lágmarki vegna aukinna krafna í nýrri byggingarreglugerð um einangrun, stækkun rýma, loft- ræstingu og fleira. Annar óháður aðili, Verkfræðistofan Mannvit, hefur rýnt þessa kostnaðargrein- ingu. Niðurstaða Mannvits er að kostnaðaraukinn yrði um 2,2-3,1%, en ekki 9,6%. Með ákvörðun ráðherra um að falla frá auknum einangrunar- kröfum telur Verkfræðistofan Mannvit að kostnaðarauki við byggingu þessa fjölbýlishúss vegna nýrrar (og endurskoðaðrar) reglu- gerðar verði mjög óverulegur, eða um 0,35%. Starfsmenn Mannvirkja- stofnunar vona að áframhaldandi samstarf og samráð helstu hags- munaaðila þessa málaflokks leiði til aukins skilnings og samstöðu um helstu álitamál. Með því tekst von- andi að þróa áfram regluverk bygg- ingariðnaðarins þannig að það skili samfélaginu góðum og hagkvæmum byggingum. Samráð um byggingarmál skilar árangri Fyrir rúmu ári gekk ég út af mínum síðasta fundi með bankanum mínum og sagði þeim að ég hefði fengið nóg. Ég var búinn að komast að því að bank- inn hafði bara áhuga á að bjarga sjálfum sér og það að aðstoða venjulegar fjöl- skyldur var ekki partur af því plani. Ég sagði þeim að núna væri baráttan ekki lengur bara mín eigin. Nú ætlaði ég að berjast fyrir alla þá sem voru í svip- aðri stöðu. Ég sagðist ætla að láta í mér heyra, skrifa í blöðin og reyna jafnvel að komast á þing. Maðurinn sem ég var að ræða við kinkaði kolli með góðlegan svip og sagði, „já endilega, gerðu það“. Ég veit vel að hann hugsaði „sénsinn“. Nokkrum dögum síðar sendi ég honum mína fyrstu blaða- grein sem birtist einmitt í þessum miðli. Hún bar yfir- skriftina „Hvers virði ert þú?“. Síðan þá hef ég reynt að halda þessari baráttu áfram og í dag er ég m.a kominn í þá stöðu að leiða stjórnmálaafl sem ætlar sér á Alþingi. Ég hef aldrei haft neina drauma um slíkt, enda hef ég aldrei verið í stjórnmálum. Ég kann ekki að tala eins og stjórnmálamaður og ég hef ekki áhuga á að læra það. Úr næstu blokk Ég er bara venjulegur fjölskyldu- faðir úr næstu blokk sem ákvað að standa upp úr sófanum eftir að hafa fengið nóg. Nóg af óréttlætinu og af því að heimili landsins væru ekki metin að verðleikum. Ég þoli ekki að sjá fólk beitt ofbeldi eða vera lagt í ein- elti. Það á að vera okkur eðlislægt að vilja gera eitt- hvað þegar við verðum vitni að slíku. Stundum viljum við samt helst bara horfa í hina áttina og sann- færa okkur sjálf um að þetta komi okkur ekki við. Þarna var það ekki hægt. Ég varð að skerast í leikinn, þó svo að ég yrði kannski laminn. Ég hef ekki talað við bankann minn á þessu ári sem liðið er síðan ég gekk þaðan út og ég veit ekki hvort þeir muna eftir mér í dag. Það skiptir mig heldur ekki máli. Ég er ekki að þessu til að hefna mín eða láta muna eftir mér. Það sem skiptir mig máli er að það verk verði unnið sem þarf að vinna. Ef ég get lagt eitthvað af mörkum þá geri ég það. Baráttan er ekki bara við ein- hvern banka úti í bæ. Hún er við kerfi sem beitir heimili landsins ofbeldi. Í lýðræðissamfélagi berum við öll ábyrgð. Við eigum ekki að horfa í hina áttina og vona að ein- hver annar skerist í leikinn. Ég trúi því að það sé hægt að leiðrétta hlut heimila landsins. Ég trúi því að börnin mín geti átt sér bjarta og góða framtíð. Ég trúi því að ég sé ekki einn í þessari baráttu. Þess vegna er ég að þessu. Hvers vegna er maður að þessu? BYGGINGAR- REGLUGERÐ Björn Karlsson forstjóri Mann- virkjastofnunar SAM- FÉLAGSMÁL Birgir Örn Guðjónsson eiginmaður, faðir og formaður Sam- stöðu ➜ Þessir aðilar hafa ákveðið að málþing um „Hjúp bygg- inga“ verði haldið á Grand Hóteli 25. janúar á næsta ári. ➜ Ég er ekki að þessu til að hefna mín eða láta muna eftir mér. Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Vefverslun með öryggisvörur á oryggi.is Kertaljós og skreytingar þarf að umgangast með varúð Tryggið eldvarnir heimilisins, reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarpakkar í miklu úrvali. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 23 24 7 Eldvarnarpakki 1 Tilboðsverð í vefverslun 14.668 kr. Listaverð 22.741 kr. Tilvalið í bílinn eða ferðavagninn Eldvarnarpakki 2 Tilboðsverð í vefverslun 20.937 kr. Listaverð 32.460 kr. Eldvarnarpakki 3 Tilboðsverð í vefverslun 13.398 kr. Listaverð 20.772 kr. Eldvarnarpakki 4 Tilboðsverð í vefverslun 7.205 kr. Listaverð 11.171 kr. Eldvarnarpakki 5 Tilboðsverð í vefverslun 14.177 kr. Listaverð 21.980 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.