Fréttablaðið - 12.12.2012, Page 30
12. DESEMBER 2012 MIÐVIKUDAGUR2 ● vímulaus æska
Kristján Guðmundsson, formaður stjórnar Vímulausrar æsku
Jólin, hátíð ljóss og friðar, ganga brátt í garð og leitar þá margt á hugann. Undirbúningur jólanna, þessarar hátíðar allra barna,
er orðinn umfangsmikill hjá flestum og miðar oftar en ekki að því
að fjölskyldu og vinum líði sem allra best. Við leiðum líka hugann á
þessum árstíma að því sem okkur er kærast. Börnin eru þar framar
öllu og það eiga þau að vera á öllum tímum. Við megum aldrei slaka
á þegar velferð þeirra er annars
vegar. „Æskan sem erfa skal land-
ið,“ er gjarnan sagt á tyllidögum.
Velferð barnanna á að vera for-
gangsmál okkar allra, árið um
kring.
Afleiðingar efnahagshruns-
ins haustið 2008 eru enn að koma
í ljós. Erfiðleikar, bæði fjárhags-
legir og af öðrum toga, með til-
heyrandi óöryggi hafa mikil áhrif
á börnin. Það finnum við glöggt í
okkar starfi hjá Vímulausri æsku
– Foreldrahúsi. Þörfin er mikil og
því miður er neyðin víða sár.
Höfum í huga kærleikann og
leiðum hugann að því hvernig við
getum lagt lið, látið gott af okkur
leiða. Það er ýmislegt sem skipt-
ir máli og það þarf ekki alltaf að
vera stórt. Það er til að mynda dýrmætara að gefa sér tíma til að
sinna sínum nánustu, láta þá finna að okkur þyki vænt um þá, en að
gefa stórar gjafir.
Gjafir geta verið stórar í margvíslegum skilningi. Fjölmarg-
ir hafa í gegnum árin stutt starfsemi samtakanna með einum eða
öðrum hætti og erum við afskaplega þakklát fyrir þá velvild sem
samtökin njóta. Þess vegna hefur samtökunum tekist að lifa og halda
úti þróttmiklu starfi sínu frá upphafi eða í rúman aldarfjórðung.
Mig langar, fyrir hönd Vímulausrar æsku, að þakka af hlýhug öllum
þeim sem komið hafa að starfinu og stutt svo myndarlega við það.
Líkt og fram kemur í blaðinu, í svörum talsmanna stjórnmála-
flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi, eru forvarnarmál og það sem að
velferð barnanna okkar snýr með mikilvægari málaflokkum dags-
ins. Undir það taka samtökin heilshugar. Við verðum að halda ótrauð
áfram að styðja við börnin og foreldra þeirra. Slíkur stuðningur
getur skipt sköpum fyrir framtíð barnanna. Höfum í huga að vímu-
varnir hefjast heima. Við erum öll samábyrg þegar heill barnanna
er annars vegar.
Fyrir hönd Vímulausrar æsku – Foreldrahúss óska ég landsmönn-
um öllum gleðiríkrar jólahátíðar og gæfu á komandi ári.
Hátíð ljóss og friðar
– hátíð barnanna
Alltaf dýrt að
spara þegar
kemur að
forvörnum
Margrét Tryggvadóttir, þing-
flokksformaður Hreyfingar-
innar:
1Forvarnarstarf er mikilvæg-ast því með því getum við
komið í veg fyrir vandamál. Það
er alltaf betra og ódýrara að fyr-
irbyggja en að takast á við vand-
ann þegar hann er orðinn raun-
verulegur og illviðráðanlegur.
Forvarnir felast í mínum huga
ekki bara í fræðslu heldur ekki
síður í vönduðu æskulýðsstarfi
– og ekki bara á vegum íþrótta-
félaganna, því margir fleiri eru
að vinna gott starf. Við þurfum
líka að vera óhrædd við að rýna
það starf sem unnið er og skoða
hvað virkar og hvað síður.
2Ég hef áhyggjur af því nú í kreppunni að niðurskurður í
fjárframlögum til forvarna, í víð-
asta skilningi þess orðs, muni
koma í bakið á okkur síðar meir.
Sem betur fer virðist ástandið í
þjóðfélaginu frá 2008 hafa þjapp-
að fólki og fjölskyldum meira
saman og við sjáum að ungling-
arnir okkar eru flottir og enn
fleiri vímu- og tóbakslausir en
áður. En í þessum málum má
aldrei slaka á, það er alltaf dýrt
að spara þegar kemur að forvörn-
um.
Framlögin
örugglega ekki
viðunandi
Guðmundur Steingrímsson,
formaður Bjartrar framtíðar:
1 Ég tel það starf vera mjög mikilvægt. Mér finnst líka
ánægjulegt að árangur hefur
náðst í þessum málum á undan-
förnum árum. Unglingar stunda
heilsusamlegra líferni og færri
þeirra reykja og drekka en áður.
Heimur fer því ekki versnandi
hvað þetta varðar. En forvarnar-
starf þarf ætíð að vera öflugt, því
það getur alltaf komið bakslag.
2Nei, framlögin eru örugglega ekki viðunandi. Mér virðast
ákaflega fá – ef nokkur – fram-
lög til mikilvægra mála á Íslandi
vera viðunandi. Í því felst ógnar-
stórt pólitískt úrlausnarefni.
Mikilvægt að
ungmenni hafi
val um leiðir
Gunnar Bragi Sveinsson, þing-
flokksformaður Framsóknar-
flokksins:
1Ég tel forvarnarstarf afar mikilvægt og sem betur fer
eru fjölmargir aðilar sem eru að
sinna forvörnum. Hvort sem það
eru opinberir aðilar eða einkaað-
ilar, þá skiptir miklu að börn og
ungmenni fái fræðslu um skað-
semi vímuefna og hafi val um
leiðir til að forðast þau eins lengi
og hægt er, svo sem með þátttöku
í íþróttum og tómstundum.
2Ég get ekki svarað því hvort fjármununum sé vel eða illa
varið en væntanlega eru flest-
ir sammála um að fjármunirnir
mættu vera meiri.
Jólablað Vímulausrar æsku –
Foreldrahúss
1. tbl. – 26. árgangur – desember 2012
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þröstur
Emilsson
Umbrot og hönnun: Fréttablaðið
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja
Dreifing: Pósthúsið
Upplag: 90.000
Borgartúni 6 | 105 Reykjavík | s. 511 6160
| vimulaus@vimulaus.is | www.vimulaus.is
Öll samskipti
við krakkana
í skólanum
hafa stórbatnað. Hún
hefur eignast nýja
vini og hún er mikð
sjálfsöruggari heldur
en hún var í haust.
Núna veit hún að hún
getur valið með
hverjum hún er. Hún
ætlar aftur á
námskeið í Foreldra-
húsi eftir áramót.
Vel
skipu-
lagt,
faglegt og
metnaðarfullt starf
sem skilaði
heilmiklum árangri
með minn
ungling. Við erum
hæstánægðar
mæðgurnar.
Foreldrahús er
stórkostlegur staður.
Dóttir mín hefur sótt
þrjú námskeið þar og
árangurinn er ótrúlegur. Hún
hlakkar til í hverri viku að
mæta og hitta stelpurnar.
Þessi námskeið hafa kennt
henni svo ótrúlega margt og
fengið hana til að opna sig
og vera meðvituð um sjálfa
sig. Starfsfólkið er líka svo
yndislegt og tekur öllum
opnum örmum. Hún getur
ekki beðið eftir næsta
námskeiði.
1. Hversu mikilvægt telur þú forvarnar-
starf í þágu barna og ungmenna vera?
2. Telur þú að framlög til málaflokksins séu
viðunandi og er þeim fjármunum sem
fara til málaflokksins rétt varið?
UMSAGNIR
● MÆÐUR UNGLINGSSTÚLKNA SEM SÓTTU
SJÁLFSSTYRKINGARNÁMSKEIÐ