Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 20 SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 27. desember 2012 303. tölublað 12. árgangur VENDIPUNKTAR Grýla klekkir á „flottræflum“ og „Epal-kommum“. 10 MENNING Sérfræðingar meta freyðivínið fyrir ára- mótaveislurnar. 40 SPORT Alfreð Finnbogason bætti 33 ára gamalt markamet Péturs Péturs- sonar á árinu 2012. 48 HEILBRIGÐISMÁL Rúmanýting á Landspítalanum er mun meiri en æskilegt er. Nýtingin á öllum spít- alanum var 95 prósent í nóvember en fór yfir 97% á öllum bráðadeild- um spítalans á sama tíma. Við- miðið á Landspítalanum og öllum sambærilegum sjúkrahúsum í heiminum er nýting um 85 prósent. Björn Zoëga, forstjóri Land- spítalans, segir að óska staðan sé að rúmanýting sé á bilinu 85 til 88 prósent, vegna þess hve sveifl- ur geti verið miklar á flæði bráða- sjúklinga. „Mjög margar af bráða- deildunum eru yfir 100%, flestar ef ekki allar liggja yfir 97%. Við vitum auð vitað af því að við eigum að vera í 85% rúma nýtingu. Helsta ástæðan fyrir þessari stöðu er að í dag eru 55 sjúklingar inniliggj- andi sem eru tilbúnir að fara á hjúkrunar heimili. Eðlilegt gæti talist að 15-18 einstaklingar væru í þessari stöðu, að bíða á spítalanum eftir hjúkrunar rými.“ Spurður um hvað þessi staða í nýtingu rúma þýði fyrir þá sem þurfi að sækja þjónustu til spítal- ans svarar Björn að það sé skýrt. „Gangainnlagnir, verri þjónusta og minna öryggi, meiri sýkingar- hætta.“ Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland. Í grein breska blaðsins The Guardian 3. desem ber koma sömu vangaveltur fram innan breska heilbrigðiskerfisins. Þar boða heilbrigðisyfirvöld að skjótra viðbragða sé þörf. Á bráðadeildum er eðlileg rúma- nýting talin vera um 85% svo að deildir hafi laus rúm fyrir innlagnir bráðasjúklinga. Þetta viðmið er um 60% á gjörgæsludeildum. Rúma- nýting umfram viðmið getur verið vísbending um „umfram innlagnir“ sem bendir til ófullnægjandi þjón- ustu, en það var niðurstaða úttektar á mönnun hjúkrunar á Landspítala frá 2007. Tölur nóvembermánaðar sýna að meðalfjöldi inniliggjandi sjúklinga er nú 640, 23 fleiri en á sama tíma í Rúmanýting á LSH er hættulega mikil Á Landspítalanum var rúmanýting margra bráðadeilda yfir 100% í nóvember. Æskilegt er talið að hún sé ekki hærri en 85% vegna gæða og öryggissjónarmiða. Megin ástæðan er bið sjúklinga eftir hjúkrunarheimili, en þeir eru 55 í dag.HOLLT UM HÁTÍÐIRGranatepli er skemmtilegur ávöxtur. Inni í honum eru lítil ber sem eru safarík og góð auk þess að vera afar holl. Berin eru frábær í salöt, heilsudrykki, með sjávarréttum eða í tertur og eftirrétti. Það getur verið vandasamt að ná berjunum úr hýðinu en oft nægir að banka í ávöxtinn þegar hann hefur verið opnaður og þá losna þau. Á rla morguns heldur Chad Keilen hjá Heilsuhóteli Íslands af stað með hópinn sinn í daglegan 20 mínútna göngutúr. „Eftir það förum við í gegnum léttar æfingar. Bæði styrktar- og teygju-æfingar. Markmiðið er að losa um liðina og koma líkamsvökvum af stað. Líkaminn er að megninu til vökvi. Ef við hreyfum okkur ekki safnast hann fyrir og verður gamall. Með hreyfingu og teygjum komum við öllu af stað og fáum nýjan vökva inn í liðina og hreyfingu á vökvaflæðið. Líkaminn á að vera eins og hrein og tær íslensk á. Ekki eins og pollur fullur af óhreinindum,“ segir Chad um tilgang æfinganna sem hann kennir fólki á Heilsuhóteli Íslands. Hreyfingarleysi er eitt stærsta heilsu-farsvandamál fólks í dag. Margir vinna við skrifborð og hreyfa sig lítið yfir daginn en fara svo í ræktina og hlaupa á bretti í klukkutíma. „Á Heilsuhótelinu kenni ég fólki mjög einfaldar æfingar sem það getur gert heima hjá sér, í vinnunni eða hvar sem er. Einfaldar æfingar á hverjum degi eru betri en að ætla sér að bæta upp margra daga hreyfingarleysi á einum laugardagsmorgniEinfaldleikinn gerir þ ð HUGMYNDAFRÆÐI EINFALDLEIKANSHEILSUHÓTELIÐ KYNNIR Chad Keilen, nuddari, einkaþjálfari og næringar- fræðingur hjá Heilsuhóteli Íslands, lítur á það sem köllun sína að hjálpa fólki að öðlast betra líf. Einfaldleikinn er lykillinn að bættri heilsu. Lokað laugardaginn 29. desember. Eirberg ehf. Stórhöfða 25. eirberg.is Óskum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.lau 29. des kl. 10-14. Gamlársdag kl. 10-12 Jólakílóin í burtu !! teg Active - íþrót tahaldarinn frábæri sem fæst í D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum á kr. 9.750, - JÁKVÆTT HUGARFAR Chad Keilen segir mikilvægt að hugsa jákvætt um líkamann og þykja vænt um hann. MYND/PJETUR ➜ Nýting sjúkrarúma >97% 85% Bolungarvík 0° SA 15 Akureyri -1° SA 8 Egilsstaðir -3° SA 8 Kirkjubæjarkl. -1° ASA 9 Reykjavík 0° SA 11 Vaxandi vindur sunnan- og vestanlands með snjókomu og síðan slyddu eða rigningu. Hlýnar. 4 Á KÖLDUM KLAKA Fjöldi fólks lagði leið sína niður á Reykjavíkurtjörn í gær. Aðstæður til skautahlaups voru framúrskarandi, um þriggja stiga frost og hægur vindur. Veðurspár gera ráð fyrir hlýnandi veðri í dag og á morgun. Um helgina frystir á ný og er útlit fyrir að það haldist fram á gamlársdag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Bjöllur flugu út úr skápnum Svokallaðir hrísranar, litlar bjöllur, gerðu fjölskyldu lífið leitt þegar þeir bárust inn á heimili hennar með hamstrafóðri. 2 171 barnaníðingur sakfelldur Á síðustu 90 árum hefur 171 karlmaður verið dæmdur í Hæstarétti fyrir barnaníð. 4 Ófrágengnir samningar Ríkis- endurskoðun gagnrýnir stjórnvöld vegna laga um einstaklingsmiðaða starfsendurhæfingu. 6 Nýta gjafabréfin Neytenda- samtökin beina þeim tilmælum til landsmanna að draga ekki um of að nýta gjafabréf eftir jólin. 12 FANGELSISMÁL Ný öryggisgirðing utan um Litla-Hraun gæti kostað 150 milljónir króna, að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra. Hann segir lengi hafa verið vitað að umbóta væri þörf en fjármagn þurfi til að ljúka verkinu. Myndavélar brugðust þegar Matthías Máni Erlingsson kleif girðingu á flótta og segir Páll að ekki sé hægt að kenna mann- legum mistökum fangavarða um. Innanríkisráðherra segir ekki vera til peninga til að flýta fram- kvæmdum, en á næstu árum verði kaflaskil með nýju fangelsi á Hólmsheiði. - þj Eftirmálar flótta Matthíasar: Girðing kostar milljónatugi Á Landspítalanum hefur nýtingin verið Æskilegt hlutfall nýtingar er fyrra, en sökum þess niðurskurðar sem LSH hefur glímt við síðustu ár er meðalfjöldi opinna rúma á sama tíma lægri; 677 eða fjórtán færri en í fyrra. Lausnina á þessum vanda segir Björn vera að gefa LSH tímabund- inn forgang á þau pláss sem losni á hjúkrunarheimilum og á þeim hjúkrunarrýmum sem skapist með nýbyggingum. Nefnir hann sem dæmi heimili sem opnað verð- ur í Mosfellsbæ á vormánuðum og stækkun heimilis í Garðabæ þar sem fjölgað verður úr 40 í 60 pláss. „Síðan þarf að halda áfram uppbyggingu slíkra heimila. Spá Hagstofunnar um mikla fjölgun aldraðra og háaldraðra, fólks yfir áttræðu, liggur þegar fyrir. - shá Opið til 21 í kvöld Reykjavík • Borgartúni 31 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 TÖLVUR OG TÖLVUBÚNAÐUR Á ÓTRÚLEGU VERÐI ÚTSALA ÁRSINS4BLS BÆKLINGUR STÚTFULLUR AF TILBOÐUM Í FRÉ TTA- BLAÐINU Í DAG Faxafeni 8, Reykjavík • Amarohúsinu, Akureyri partybudin.is Byrjaðu áramótin hjá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.