Fréttablaðið - 27.12.2012, Side 18

Fréttablaðið - 27.12.2012, Side 18
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| HELGIN | 18 BREIVIK FYRIR RÉTTI Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik brast í grát við réttarhöldin í Ósló, ekki vegna fjöldamorðanna sem hann framdi heldur þótti honum eigið áróðursmyndband svo áhrifaríkt þegar það var sýnt í dómsalnum. SPRENGJUR Á GASA Árásir Ísraela á Gasa dagana 14. til 21. nóvember kostuðu allt að 170 Palestínumenn lífið. Rúmri viku eftir að samið var um vopnahlé samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að veita Palestínuríki áheyrnaraðild. BARIST Í SÝRLANDI Átökin í Sýrlandi hafa orðið blóðugri og mannskæðari með hverjum mánuðinum. Liðsmenn sýrlenska uppreisnarhersins skýla sér þarna fyrir árásum í borginni Aleppo og reyna að hjálpa særðum félaga sínum. Alls hafa átökin kostað meira en 40 þúsund manns lífið og hundruð þúsunda hafa flúið land. SKEMMTIFERÐASKIP STRANDAÐ Ítalska skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði rétt hjá höfninni á ítölsku eyjunni Isola del Giglio hinn 17. janúar. Um borð voru meira en fjögur þúsund manns, og fórust 32 þeirra. SUU KYI Á ÞINGI Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, var kosin á þing á þessu ári eftir að hafa setið í stofufangelsi meira og minna í tvo áratugi. Hún fékk einnig leyfi til að fara til Noregs að taka við friðarverðlaunum Nóbels, sem henni voru úthlutuð árið 1991. Herforingjastjórnin í Búrma hefur gert ýmsar umbætur í lýðræðisátt og uppskorið fyrir vikið velvild frá Bandaríkjunum og fleiri löndum heims.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.