Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 8
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 BREYTT OG BÆTT VÍNBÚÐ EFTIR ÁRAMÓT vinbudin.is VÍNBÚÐINNI OKKAR Í AUSTURSTRÆTI VERÐUR LOKAÐ Í JANÚAR OG FRAM Í FEBRÚAR VEGNA ENDURBÓTA. HLÖKKUM TIL AÐ BJÓÐA YKKUR VELKOMIN Í NÝJA OG BETRI VÍNBÚÐ. SAMGÖNGUR Stjórnvöld munu ekki afnema einkarétt ríkisins á þjón- ustu vegna póstsendingu bréfa allt að 50 grömmum á þyngd, þrátt fyrir að ESB-tilskipun um opnun markaða feli í sér að slíkt verði gert fyrir áramót. Í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinns- sonar á Alþingi segir að vafi liggi á hvort tilskipunin heyri undir EES-samninginn og því hvort Íslandi sé skylt að innleiða hana. Í greinargerð með tólf ára fjar- skiptaáætlun sem gildir til 2022 segir þó um tilskipunina að hún sé merkt EES-tæk og komi til með að gilda á EES-svæðinu „að öllu óbreyttu“. Noregur hefur þegar gert fyrir vara við tilskipunina og hyggst ekki innleiða hana og stefnir því í ágreining við ESB. Ísland hyggst fylgja Noregi að málum, og er vísað til strjálbýlis og erfiðleika við dreifingu og til- heyrandi kostnaðarauka fyrir dreifðari byggðir. Í greinargerðinni með fjar- skiptaáætlun segir að ráðstaf- anir séu til staðar í tilskipuninni til að tryggja hagsmuni neytenda eftir opnun markaða með afnámi einkaleyfis. Í svari ráðherra segir að afnám einkaréttarins hafi í sjálfu sér ekki áhrif á gæðakröfur til póst- þjónustu, enda kveði tilskipunin á um ákveðnar kröfur og alþjón- ustu sem ráðuneytis og stjórn- valda sé að móta. - þj Innleiða ekki póstþjónustutilskipun ESB: Stjórnvöld fara að fordæmi Norðmanna PÓSTÞJÓNUSTA Ísland mun ekki innleiða tilskipun um póstþjónustu um áramótin eins og gert var ráð fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI KÓPAVOGUR Bæjarstjórn Kópa- vogs hefur samþykkt að tak- marka ræðutíma fundarmanna í bæjarstjórn. Er þetta gert sam- kvæmt tillögu starfshóps með fulltrúum meirihluta og minni- hluta. Eins og komið hefur fram hefur bæjarfulltrúum sjálfum þótt skilvirkni og málefnalegar umræður gjalda fyrir persónu- legt orðaskak á fundum bæjar- stjórnarinnar. Þá var einnig samþykkt að skipa til reynslu sér- staka forsætisnefnd. Hún á meðal annars að undirbúa fundi bæjar- stjórnar með gerð dagskrár og fylgja eftir siðareglum kjörinna fulltrúa og reglum um ábyrgð og samskipti stjórnenda. - gar Breytingar í bæjarstjórn: Takmörk sett á ræðutímann LÖGREGLUMÁL Fimmtán ára drengur velti bíl sem hann ók á Hafnarfjarðarvegi í gærnótt. Nokkrir farþegar voru í bílnum þegar óhappið varð. Engan sak- aði. Lögreglunni í Hafnarfirði var gert viðvart um slysið laust fyrir klukkan tvö um nóttina. Börnin voru sótt af foreldrum sínum til lögreglu. Þá var bifreið ekið inn í húsa- garð í Garðarbæ um klukkan fjögur sömu nótt. Ökumaðurinn var handtekinn og hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. - bþh Fimmtán ára ökumaður: Velti bíl á Hafn- arfjarðarvegi um miðja nótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.