Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 31
| FÓLK | 3TÍSKA Hinn tíu ára gamli Romeo Beckham hefur nú fetað í fótspor foreldra sinna í fyrirsætuheiminum. Hann er nýjasta stjarnan fyrir vor- og sumartísku Burberry 2013. Móðir hans er þekkt í fyrirsætu- og hönnunar- heiminum og það var í gegnum hana sem sonurinn var valinn í þetta hlutverk. Christopher Bailey, yfirhönnuður hjá Burberry, óskaði eftir Romeo í fyrirsætustarfið og foreldrarnir virðast hafa verið sáttir við það. Á myndum klæðist drengurinn klassískum Burberry-frakka, með bindi og með hina frægu köfl- óttu regnhlíf í hönd. Romeo er vel greiddur og herramannslegur á myndunum, sem teknar voru af ljósmyndaranum Mario Testino. Daily Mail birtir myndirnar og hafa þær vakið mikla athygli víða um heim, enda Beckham-fjölskyldan ein sú frægasta í heimi. Hjónin hafa verið ófeimin að birta myndir af sér með börn- um sínum. Beckham-börnin eru fjögur, þrír drengir og ein stúlka, sem er ársgömul. David Beckham sjálfur er fyrirsæta fyrir nærföt undir eigin nafni í H&M. Fjöl skyldan þénar því mikla peninga á fyrirsætu- bransanum. ■ FLOTTUST Tímaritið Forbes hefur valið tólf best klæddu konur ársins. Blaðamaður tímaritsins segir að þegar Gwyneth Paltrow gekk eftir rauða dreglinum í hvíta kjólnum hafi verið ógleymanlegt augnablik. Glæsileikinn var algjör þrátt fyrir að kjóllinn væri með einföldu sniði. Yfir honum bar Paltrow síða skikkju í stíl. Það var hinn frægi hönnuður Tom Ford sem á heiðurinn af kjóln- um. „Að sjá Paltrow í þessum fallega, hvíta kjól var án efa tískumóment ársins.“ Í öðru sæti er Beyonce þegar hún mætti á hátískusýn- ingu Givenchy. Í þriðja sæti Blake Lively sem leit út eins og Hollywood- stjarnan Veronica Lake (f. 1922) í glamúrdressi sem hönnuðurinn Zuhair Mu- rad á heiður- inn af. Í fjórða sæti leikkonan Emma Stone á frumsýn- ingu The Amazing Spiderman í Lund- únum í því fimmta Rooney Mara í svörtum kjól frá Givenchy. TÍSKUKONA ÁRSINS Gamlárskvöld gæti verið versti tími ársins til að eiga „slæman hárdag“. Ef klukkan nálgast óðum miðnætti má alltaf grípa til „neyðargreiðslunnar“. Bleyttu allt hárið og berðu í það froðu eða gel. Skiptu hárinu í miðju eða vel til hliðar og greiddu það slétt aftur í hnakk- ann. Notaðu fíngerða greiðu til að fá það rennislétt. Ef þú ert með sítt hár skaltu festa það saman í tagl neðst í hnakkanum með gúmmí- teygju. Veiddu einn lokk innan úr taglinu og vefðu honum utan um teygj- una. Festu hann svo undir með spennu. - Úðaðu yfir allt með hár- lakki og þú ert til í slaginn. NEYÐAR- GREIÐSLA Staðurinn - Ræktin E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Innritun hafin á janúarnámskeið Hringdu núna til að tryggja þér pláss! Velkomin í okkar hóp! Þú getur strax byrjað að æfa! Um leið og þú skráir þig á námskeið og greiðir fyrir það geturðu strax byrjað að sækja tíma í opna kerfinu okkar og tækjasal þar til námskeiðið hefst. Öllum námskeiðum fylgir frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is S&S stutt og strangt Rétta leiðin til að breyta um lífsstíl, komast í kjörþyngd og gott form. 8 eða 16 vikna námskeið – 3x í viku – morgun-, dag og kvöldtímar. TT3 fyrir 16-25 ára. Sjáðu frábæran árangur haustsins á vefnum! Æfingakerfi Báru Magnúsdóttur - aðaláherslan lögð á styrk, liðleika og góðan líkamsburð. Aðeins 15 í hóp. 8 eða 16 vikna námskeið 2x í viku – morgun- og síðdegistímar. Markvissar æfingar í tækjasal með persónulegri leiðsögn og aðhaldi. Hámark 6 í hóp.Tilvalin leið til að koma sér í gang! 2 vikna námskeið – 5x í viku. Farið í gegnum röð af yogastöðum í heitum sal. Teygjanleiki vöðvanna aukinn, mikill sviti og vellíðan. 8 vikna námskeið – 2x í víku – kvöldtímar. Líkamsrækt á rólegri nótunum fyrir konur 60 ára og eldri. 8 eða 16 vikna námskeið - 2x í viku - morguntímar. Opnir tímar með fjölbreytilegri líkamsrækt frá morgni til kvölds 6 daga vikunnar. Þrek, þol, liðleiki, pallar, kraft yoga, tabata, zumba... eitthvað fyrir alla! Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Frábær leið til líkamlegrar og andlegrar uppbyggingar. 8 eða 16 vikur – 2x í viku – morgun-, hádegis- og síðdegistímar. Krefjandi æfingakerfi sem miðar að betri líkamsstöðu m.a. með því að styrkja djúpvöðva í kvið og baki og lengja vöðva. 8 eða 16 vikur – 2x í viku – síðdegistímar. Frábær viðbót fyrir korthafa í opna kerfinu: Áherslumiðaður árangur - 35 mínútna hádegistímar. Í FÓTSPOR FORELDRANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.