Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 48
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 3,5 4,4 3,3 2,3 1,3 1,0 3,5 3,3 2,0 1,0 0,9 2-3. SÆTI SANTERO PROSECCO CRAZE (ÍTALÍA) 1. SÆTI FREIXENET CORDON NEGRO BRUT (SPÁNN) 4-5. SÆTI CRISTALINO JAUME SERRA BRUT (SPÁNN) 6. SÆTI HENKELL TROCKEN (ÞÝSKALAND) 8. SÆTI GANCIA ASTI (ÍTALÍA) 9-10. SÆTI PLATINO MOSCATO (SPÁNN) 2-3. SÆTI JACOB‘S CREEK CHARDONNAY PINOIT NOIR BRUT (ÁSTRALÍA) 4-5. SÆTI CODORNIU CLASICO SEMI-SECO (SPÁNN) 7. SÆTI TOSTI ASTI (ÍTALÍA) 9-10. SÆTI MARTINI ASTI (ÍTALÍA) 11. SÆTI SANTERO MOSCATO SPUMANTE (ÍTALÍA) „Þetta vín er glærara en Cristalino Jaume.“ BJARNI „Bólurnar eru öðruvísi hérna, fíngerðari.“ DOMINIQUE „Það kemur svolítið sterkt eftirbragð, það lifir alveg í munninum á mér.“ BJÖRN „Þetta er eitthvað sem maður mundi skála með á miðnætti á gamlárs- kvöld.“ LILJA „Ég held ég megi segja ykkur að mesti þrýstingur- inn var í þessari flösku.“ BLAÐAMAÐUR „Það verður þá einfalt að „poppa“ þetta.“ LILJA „Maður getur andað þessu að sér án þess að fá tannskemmdir.“ LILJA „Þarna erum við að tala saman.“ BJARNI „Þetta hreinsar alveg bragðlaukana.“ DOMINIQUE „Mjög góður fyrsti sopinn.“ BJÖRN „Það skilur eftir sig gott bragð. Þetta er vín sem maður gæti drukkið bara eitt og sér.“ BJARNI „Fyrsti sopinn var erfiður. Mér bara brá í bragðlaukunum. Það var mun minna bragð af öðrum sopanum.“ BJÖRN „Mér fannst það freyða ofboðslega mikið.“ BJARNi „Mér fannst það svolítið súrt og beiskt.“ DOMINIQUE „Þetta er eitthvað sem maður gæti alveg drukkið meira en eitt glas af.“ LILJA „Það er besta lyktin af þessu víni en lyktin er betri en bragðið.“ BJÖRN „Þið finnið að við erum ekki með sætt vín hér. Hér erum við komin í betra vín.“ BJARNI „Þetta skilur ekki mikið eftir sig.“ LILJA „Bragðið er alveg frekar ómerkilegt.“ DOMINIQUE „Þetta er mun betra en sætu vínin.“ BJÖRN „Við myndum eigin- lega setja sætu vínin á annan skala.“ LILJA „Þið sjáið að þetta er alveg flatt.“ DOMINIQUE „Þetta er líka ofboðslega sætt.“ BJARNI „Mætti maður vera sykursjúkur að smakka?“ DOMINIQUE „Ef þér finnast sæt vín yfirhöfuð góð gætir þú kannski drukkið þetta.“ LILJA „Ég vil ekki fagna nýju ári með þessu víni. Og það er sama sagan: Það er allt of sætt.“ BJÖRN „Þetta er næstum því eins og eplasafi á litinn.“ LILJA „Þetta þykir mér ekki nógu gott.“ BJÖRN „Þetta er mjög sætt.“ LILJA „Það vantar einhvernveginn allt í þetta.“ BJARNI „Ég myndi ekki vilja bjóða upp á þetta.“ DOMINIQUE „Það er lítil lykt af þessu.“ BJÖRN „Það er bragðsterkara en það er sæt- leiki í því, ekki spurning.“ BJARNI „Mér finnst þetta æðislegt.“ LILJA „Þetta er ekki ósvipað og Cristalino Jaume, bara aðeins sætara.“ DOMINIQUE „Það er eitthvað svo gott jafnvægi í þessu víni, það er þétt, gefur góða fyllingu.“ BJÖRN „Það er sætara í lyktinni en í bragðinu.“ DOMINIQUE „Þú ert alveg að rugla mig, ég veit ekkert hvað snýr upp né niður.“ BJARNI „Þetta er ekki jafn sætt og sætu vínin en samt ekki þessi þurra steming sem var í mótvægi. Er þetta eitthvert svona tvíeggja sverð?“ BJÖRN „Það er eiginlega engin lykt af því, ekkert eftirbragð og tvískipt bragð.“ LILJA „Þetta er svolítið sérstakt því það verður fyrst sætt en svo kemur mikil og góð sýra á eftir.“ DOMINIQUE „Þetta er óákveðið vín.“ BJÖRN „Það er muskulykt af þessu. Við erum enn í þessum sætu.“ BJARNI „Þetta er samt besta sæta vínið sem við höfum drukkið.“ BJÖRN „Ég held að þetta fái alveg tvo, sem er það besta sem við höfum gefið sætu vínunum.“ LILJA „Getur verið að sætan sé einhvern- veginn ferskari?“ BJÖRN „Ég myndi vilja setja jarðarber út í og borða ávexti með.“ DOMINIQUE „Það er rosalega sæt lykt af þessu! Maður þorir eiginlega ekki að smakka á því.“ LILJA „Þetta vín er svo gervilegt.“ DOMINIQUE „Þetta er eiginlega alveg ódrekk- andi.“ LILJA „Þetta vín er of súrt.“ BJARNI „Þetta er eins og að drekka íssósu.“ LILJA „Þetta gæti alveg verið gott út á ís.“ BJÖRN „Nú ætlar blaðamaðurinn að drepa okkur. Þetta er líka ógeðslega sætt.“ LILJA „Þetta bragðast bara eins og ódýrara vín.“ BJARNI „Það vantar allt bragðið í vínið og allan persónuleika. Það vantar nánast allt. Þetta eru bara sætar loftbólur.“ DOMINIQUE „Þetta fær bara ekki að vera með.“ BJÖRN „Má gefa þessu núll í einkunn?“ LILJA FREIXENET CORDON NEGRO BRUT ÞYKIR BEST AF VINSÆLUSTU FREYÐIVÍNUNUM Í VÍNBÚÐUNUM Nýju ári er gaman að fagna með fjölskyldu og vinum. Freyðivín hafa þá oft reynst skemmti-legur stemningsauki þegar horft er á áramóta skaupið og flugeldasýningu alþýðunnar á eftir. Fréttablaðið fékk fjóra einstak- linga til að dæma mest seldu freyði- vínin í Vínbúðunum. „Ég held að sæt vín eigi ekki mikið upp á pallborðið hér,“ sagði Bjarni Freyr og voru meðdómarar hans sammála um það. Dominique benti á að sætu vínin hentuðu hugsanlega betur á sumrin en svona yfir hávetur. „Maður er einhvern veginn meira stilltur inn á þung vín á þessum árs- tíma,“ sagði Björn Þór. Það varð úr að dómnefndin valdi þurrt vín frá Spáni það besta af þeim vínum sem smökkuð voru, Freixenet Cordon Negro Brut. Þurru vínin eru betri en þau sætu NÝJU ÁRI FAGNAÐ Dómnefnd Fréttablaðsins var sammála um að sætu vínin væru mun verri en þurru vínin. Dómnefndin talaði jafnvel um að ekki væri hægt að bera þetta tvennt saman. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Álitsgjafar Fréttablaðsins voru sammála um að þurr freyðivín henti betur í ára- mótapartíið heldur en sæt freyðivín. DÓMARARNIR FJÓRIR Björn Þór Sigbjörnsson, blaðamaður. Lilja Nótt Þrastardóttir, leikkona. Dominique Plédel, eigandi Vínskólans og vínsérfræðingur. Bjarni Freyr Kristjánsson, þjónn og vín- sérfræðingur. AÐFERÐIN Smökkunin var svokallað blind smakk; Dómar arnir vissu ekki hvaða tegund þeir voru beðnir um að dæma fyrr en allar tegundir höfðu verið smakk- aðar. Röð tegundanna ofan í dómendur var handa- hófskennd. Hver dómari gaf hverri tegund einkunn frá 1 upp í 5. Meðaltal einkunnanna var svo reiknað til að komast að niðurstöðu. Birgir Þór Harðarson birgirh@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.