Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 27. desember 2012 | SKOÐUN | 21 ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · Sími 590 2160 · notadir.is Opið frá kl.10-18 Gæða- bíll Kia Sportage EX Árgerð 2012, 136 hestafla dísilvél, sjálfskiptur, 4x4, ekinn 30.000 km, 6 ár eftir af ábyrgð. Verð: 5.590.000 kr. Mánaðarleg afborgun: 36.000 kr.** Álfelgur, aksturstölva, hraðastillir, hiti í öllum sætum, loftkæling, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn og margt fleira. Eyðir aðeins 6,9 l/100 km í blönduðum akstri.* *Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda. **Miðað við 3.500.000 kr. útborgun í peningum eða með uppítökubíl ásamt láni frá ERGO til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,64%. Vextir: 9,70%. Árið 2009 kvartaði ég til landlæknisembættisins yfir mistökum í kross- bandsaðgerð og endur- hæfingu sem ég gekkst undir í Orkuhúsinu. Emb- ættið fékk tvo umsagnar- aðila til að gefa álit sitt. Annar þeirra var Magn- ús Páll Albertsson, með- stofnandi Læknastöðv- ar Orkuhússins. Hinn var Sigrún Vala Björns- dóttir, lektor við sjúkra- þjálfunarskor Háskóla Íslands. Landlæknis embættið gaf út álit sitt í mars 2011 sem var á þann veg að „ekki verði séð að um van- rækslu eða mistök“ hafi verið að ræða. Einnig kom fram að vöðva- slit á tveimur vöðvum í aftanverðu lærinu hefði ekki verið fylgikvilli aðgerðar innar, jafnvel þó að sinar sömu vöðva hefðu verið fjarlægðar í aðgerðinni. Í kjölfarið kom ég að mörg- um alvarlegum athugasemdum við rökstuðning álitsgjafa. Þar á meðal voru ábendingar um aug- ljósar rangfærslur, s.s. að Sigrún Vala hefði vísað í margar fræði- greinar um sjúkraþjálfun sem fjölluðu um aðra tegund kross- bandsaðgerðar en ég gekkst undir. Einnig rök- studdi ég að krossbandið hefði verið rangt staðsett en þann rökstuðning fékk ég hjá dönskum læknum mínum. Þar að auki vísaði ég í margar fræðigreinar máli mínu til stuðnings. Umsagnirnar sýndu aug- ljós merki þess að verið væri að hylma yfir mistök. Í nóvember 2011 gaf land- læknisembættið út lokaálit sitt með óbreyttri niðurstöðu þar sem hvergi var minnst á athuga- semdir mínar eða rökstuðning. Vanhæfir Ég kærði málsmeðferðina til vel- ferðarráðuneytisins, og í ágúst sl. úrskurðaði ráðuneytið báða umsagnaraðila vanhæfa í ljósi fjölda rangfærslna, órökstuddra fullyrðinga, og sýnt óhlutleysi í umsögnum sínum. Álit landlækn- isembættisins var þar með ógilt og vísað til embættisins til útgáfu á nýju áliti. Það er ótrúlegt að starfsmaður Háskóla Íslands skuli taka þátt í þeim leik landlæknisembættisins að sparka í þá sem eiga um sárt að binda með því að beita lygum og blekkingum. Nýlega sendi ég kvörtun til umboðsmanns Alþing- is þar sem ég fer fram á að fjórir starfsmenn landlæknisembætt- isins, þ.á.m. landlæknir sjálfur, verði dæmdir vanhæfir til að hafa frekari aðkomu að málinu. Ástæð- an er einbeittur brotavilji þeirra til að fá fyrirfram ákveðna niður- stöðu, m.a. með því að hafa huns- að alvarlegar athugasemdir mínar, falið lykilgögn í málinu og þrengt möguleika mína til að koma að athugasemdum. Í aðgerðinni í Orkuhúsinu var krossbandið staðsett með þeim hætti að það gefur of mikla mót- stöðu þegar hnéð er í djúpri beygju og kemur þannig í veg fyrir að hnéð nái hámarksbeygju. Nýja krossbandið þarf að staðsetja með mikilli nákvæmni, en rannsóknir hafa sýnt að 5 mm skekkja valdi því að álagið á krossbandið eykst um meira en helming. Hættan á að nýja krossbandið slitni margfald- ast af þeim sökum, og það getur gerst löngu eftir aðgerðina, jafn- vel 10 árum síðar. Þessi mistök eru algeng þrátt fyrir að fjallað hafi verið um þau í fjölmörgum lækna- greinum. Ótrúleg mannfyrirlitning Ég hef fengið þrjá virta danska lækna til að gefa mér skriflegt álit sitt um að krossbandið hafi verið rangt staðsett. Einn þeirra starfar í nefnd sem úrskurðar um lækna- mistök. Það segir mér að í Dan- mörku væri búið að fara í saum- ana á sambærilegu máli. Á Íslandi þurfa fórnarlömb læknamistaka sem vilja leita réttar síns að þola ótrúlega mann fyrirlitningu starfs- manna landlæknis embættisins. Sjálfur hef ég orðið fyrir um 450.000 króna lögfræðikostnaði til að verjast embættinu. Þess utan hef ég gengist undir þrett- án aðgerðir sem hafa kostað mig tólf milljónir króna. Enn hef ég ekki fengið krónu í bætur vegna sjúklinga tryggingar sem á að bæta skaða sem hlýst af læknismeðferð óháð því hvort mistök hafi átt sér stað. Eftir að hafa borið myndræn gögn annarra krossbands sjúklinga Orkuhússins undir lækna þá hef ég ekki ástæðu til að ætla að ég hafi fengið verr staðsett kross- band en þessir sjúklingar. Það er ljóst að fleiri hafa slitna vöðva en ég eftir að hafa fengið sömu eftir- meðferð. Einnig virðist það vera regla í Orkuhúsinu að sjúklingar fái ekki skriflega endurhæfingar- áætlun í hendur, en samkvæmt þeim læknum sem ég hef rætt við er það algjört fúsk. Ég bið ráðamenn og almenn- ing að láta sig varða það svívirði- lega óréttlæti sem fer fram innan veggja landlæknis embættisins. Það virðist vera í eðli margra Íslendinga að hugsa fyrst og fremst um sjálfa sig þangað til þeir lenda í því sjálfir að verða fórnar- lömb. Fyrir nokkru sá ég heimilda- þátt um mannréttindabrot í Kína og þau minntu um margt á vinnu- brögð landlæknisembættisins. Það eina sem hægt er að gera er að reka þá starfsmenn embættis- ins sem ítrekað eru staðnir að því að brjóta lög og ráða í staðinn fólk sem vinnur af heilindum. Mannréttindabrot landlæknisembættisins Daginn er tekið að lengja að nýju. Smátt og smátt hækkar sólin á lofti svo birtir yfir. En víðar rofar til. Á dögunum samþykkti Alþingi fjárlög fyrir árið 2013. Við höfum þurft að taka mjög erfiðar ákvarð- anir um niðurskurð og tekjuöflun til þess að stöðva skuldasöfnun. Stærsti ein- staki liður fjárlagafrum- varpsins er vaxtagreiðslur. Við viljum nýta fjármunina sem fara í þetta í menntun og vel- ferð en ráðstafanir síðustu ára hafa miðað að því að slíkt verði gerlegt sem fyrst. Við höfum tekið skref í rétta átt og horfum því til sólar. Festa lykilatriði Með stöðvun skuldasöfnunar ríkis- sjóðs búum við í haginn fyrir endur- greiðslu skulda. Festa og jafnvægi í ríkisfjármálum eru lykilatriði í að viðhalda fjármálastöðugleika, auka traust og tryggja þannig aðgengi að nauðsynlegri endurfjármögnun. Um leið er þetta mikilvægur liður í því að gera okkur kleift að losa fjár- magnshöftin. Frumjöfnuður í rekstri ríkisins árið 2012 var meðal þeirra skýru markmiða sem sett voru varðandi afkomu ríkissjóðs eftir hrun. Þá hefur verið stefnt að því að heild- arjöfnuður, þegar vaxtajöfnuður er meðtalinn, verði orðinn jákvæður á árinu 2014. Stór áfangi er í augsýn í að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs, ná niður vaxtakostnaði og treysta grunn velferðar- samfélagsins til framtíðar. Aðgerðir til að ná þessu markmiði hafa verið blönd- uð leið tekjuöflunar og útgjaldalækkunar, sem var forsenda þess að mark- miðum stjórnvalda um félagslegan jöfnuð yrði náð. Árangurinn af þessu er býsna góður og hefur vakið athygli út fyrir land- steinana. Það er ekki síst fyrir þá sök að á aðhaldstímum hefur tekist að minnka atvinnuleysi. Um mitt ár 2009 var það um 9% en var komið niður í 5% á seinnihluta þessa árs. Þá hefur vakið eftirtekt að á Íslandi hefur þrátt fyrir efnahagshrunið tekist að standa vörð um grunn- stoðir velferðarkerfisins og hag þeirra sem bjuggu við lökust kjör. Fjárfestingaáætlun til góðs Nýsamþykkt fjárlög og lög um ráð- stafanir í ríkisfjármálum taka mið af þeirri nauðsyn sem örvun fjár- festingar er. Um mikilvægi henn- ar á Íslandi þarf ekki að fjölyrða. Einkum er nauðsynlegt að auka atvinnuvegafjárfestingu og leggja þannig grunn að verðmætasköpun og jákvæðum gjaldeyrisjöfnuði til frambúðar. Ráðgjafafyrirtækið McKinsey benti á í nýlegri skýrslu um vaxtar- leið fyrir Ísland, að sérstaka rækt yrði að leggja við alþjóðageirann, sem er sá hluti atvinnulífsins sem byggir ekki síst á virkjun hugvits í alþjóðlegri samkeppni. Vexti mikil- vægustu auðlindagreina okkar eru náttúruleg takmörk sett svo til framtíðar þurfum við í auknum mæli að reiða okkur á fyrrnefndan alþjóðageira. Af þessu hefur stefna ríkis- stjórnar innar tekið mið og hennar sér stað í nýsamþykktum fjárlögum. Fjárfestingaáætlun sem er hluti af fjárlagagerð næsta árs byggist meðal annars á því að við nýtum hluta auðlindaarðs þjóðarinnar til eflingar innviða og uppbyggingar atvinnulífs. Tækniþróunar sjóður og Rannsóknasjóður er efldur um 750 milljónir króna á ári. Þá renna um 500 milljónir til markáætlana sem gefa fjölmörgum frumkvöðlum og nýsköpunarfyrirtækjum tækifæri til að þróa verðmæta vöru og þjón- ustu. Enn fremur renna 500 milljónir króna í græna hagkerfið, en þar eru mörg sóknarfæri til framtíðar, og 200 milljónir fara í að styðja fyrir- tæki við að þróa umhverfisvænni lausnir. Þarna eru brýn verkefni á ferð enda skapast með þessu ný störf og verðmæti. Jafnframt er hafið ferli til lækk- unar launatengdra gjalda með lækkun tryggingagjalds. Hugað að barnafjölskyldum Ein mikilvægustu tíðindin í nýsam- þykktum fjárlögum eru þau að áfram er forgangsraðað í þágu bættra kjara hópa sem mest þurfa á að halda. Bættur hagur barna- fjölskyldna er í fyrirrúmi, enda hafa greiningar á stöðu barna- fjölskyldna sýnt að rík þörf er á að huga að kjörum þessa hóps og tryggja velferð barna til fram tíðar. Alls verður um fjórum og hálfum milljarði króna varið til hækk- unar barnabóta og framlengingar sérstakrar hækkunar vaxtabóta. Í kjölfar þessarar hækkunar munu um 11 milljarðar renna til barna- fjölskyldna á næsta ári. Endurnýjunarþróttur Það er ánægjulegt að geta haldið jólahátíðina og fagnað um leið þeim áfanga sem við erum að ná í að vinna úr afleiðingum hruns fjármála kerfisins. Við sjáum dæmi um endurnýjunarþrótt atvinnu- lífsins í nýjum greinum sem hafa verið að vaxa og dafna. Næstu verkefni okkar eru að fylgja þessum árangri eftir svo við náum markmiðum efnahagsáætl- unar ríkisstjórnarinnar um jöfnuð og afgang í ríkisfjármálum á næstu árum, aukna verðmæta sköpun í atvinnulífinu, fjölgun starfa og bættan hag heimilanna. Með hækkandi sól HEILBRIGÐIS- MÁL Árni Richard Árnason verkfræðingur FJÁRLÖG Katrín Júlíusdóttir fj ármála- og efna- hagsráðherra ➜ Ég kærði málsmeðferð- ina til velferðarráðuneytis- ins, og í ágúst sl. úrskurðaði ráðuneytið báða umsagnar- aðila vanhæfa ... ➜ Við sjáum dæmi um endurnýjunarþrótt atvinnu- lífsins í nýjum greinum sem hafa verið að vaxa og dafna. „Nú er hún runnin upp eina ferðina enn, hátíð ljósa, vináttu og fjölskyldustunda. [...] Ég er ríkur maður af því að eiga þrjú börn og jól með börnum er það ánægjulegasta við jól sem ég get hugsað mér. Gleðin og eftir- væntingin sem því fylgir og geta slakað á saman með þeim og ærslast af og til er óborganlegt. Þarf ég æðri tilgang? Nei, hið einfalda og mannlega er mér nóg.“ Svanur Sigbjörnsson Læknir Það er skrýtið af ríkissjónvarpinu að halda þannig á sýningum á Downton Abbey að tvær vikur líði frá því að lokaþætti í 2. hluta raðarinnar er sjónvarpað í Bretlandi og annars staðar þar til hann sést hér á landi. [...] Mér skilst að Stöð 2 hafi sýnt síðasta þáttinn af Homeland 2 daginn eftir að hann var frumsýndur erlendis og þannig leitast við að koma til móts við áskrifendur sína með góðri þjónustu. Ríkisútvarpið telur sig ekki þurfa að sinna þjónustu við áhorfendur sína á sama hátt. Þjónusta ríkisútvarpsins minnir dálítið á virðulegu herramennina í Downton Abbey sem vilja ekki horfast í augu við samtíma sinn heldur lifa í gamla tímanum. Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Af netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.