Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 32
FÓLK|HEILSA Nú líður að áramótum og vert að minna á að á gamlárskvöld þegar flugeldum er skotið upp margfaldast svifryksmengun. Í fyrra mældist svifryksmengun við Grensás í Reykjavík hvað hæst á landinu, um 1000 μg/m3, en viðmiðunarmörk eru 75 μg/m3 . Fyrir þá sem eru með viðkvæm lungu eða öndunarfærasýkingar getur slík mengun valdið töluverð- um óþægindum. Þeim er því ráðlagt að halda sig innandyra þegar ástandið er hvað verst. Þá sýna mælingar fyrri ára að ástandið gangi yfirleitt hratt yfir. Minnst loftgæði í fyrra mældust á flestum stöðum um 1 eftir miðnætti. Hægt er að nálgast rauntímamælingar á vefslóðinni www.loftgæði.is. SVIFRYKSMENGUN Á ÁRAMÓTUM VARASÖM Um hver áramót er fjöldi Íslendinga farinn að huga að breyttum lífsstíl á nýju ári, þá gjarnan í tengslum við líkams rækt og breytt mataræði. Of margir fara hins vegar of geyst af stað í upphafi og setja sér óraunhæf markmið. Ást- hildur Björnsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og ÍAK einkaþjálfari, segir mikilvægt að fara rólega af stað, finna sér líkamsrækt sem sé skemmtileg og setja raunhæf markmið varðandi hreyfingu og mataræði. „Sá sem hefur ekki stundað neina líkamsrækt fer ekki strax 4-5 sinnum í ræktina fyrstu vikurnar. Þá er betra að byrja rólega á stuttum göngu- túrum eða sundferðum fyrstu vikurnar. Ef maður þolir það vel er hægt að íhuga kaup á líkamsræktar korti. Auk þess eru líkams ræktarstöðvar troðfullar af fólki í janúar og kannski ekki aðlaðandi staður fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skref sína þar.“ Ásthildur bendir einnig á að breytingar á mataræði þurfi að hugsa á svipaðan hátt. Ekki sé skynsamlegt að skera alveg á alla óhollustu heldur gera það jafnt og þétt. „Einnig skiptir miklu máli að drekka nóg af vatni og borða næringarríkt fæði.“ Hún bendir á að mikilvægt sé að setja sér skýr markmið og hafa þau helst skrifleg. Í því sambandi sé gott að setja sér raunhæft langtímamarkmið sem síðan er brotið niður í smærri skammtímamarkmið. Aðalatriðið sé að markmiðin séu raunhæf og án allra öfga. Auk þess sé óvitlaust að leita til fagaðila svo tryggt sé að rétt skref séu tekin í upphafi. „Svo er auðvitað mikilvægt að velja skemmtilega líkams rækt. Það hentar ekki öllum að fara í ræktina. Það er hægt að synda, labba á fjöll eða stunda sjálfsvarnaríþróttir. Aðalatriðið er að finna eitthvað skemmtilegt. Líkamsrækt verður að vera skemmtileg, það nennir enginn að vera í einhverju leiðin- legu til lengdar. Manni á að líða vel eftir æfinguna og hlakka til að koma aftur.“ LÍKAMSRÆKT VERÐUR AÐ VERA SKEMMTILEG GÓÐ HEILSA Skýr markmið skipta máli þegar hugað er að breyttum lífsstíl. Best er að fara rólega af stað og finna sér skemmtilega líkamsrækt. GAMAN Í RÆKTINNI „Líkamsrækt verður að vera skemmtileg, það nennir enginn að vera í einhverju leiðinlegu til lengdar,“ segir Ásthildur Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ÍAK einkaþjálfari. MYND/STEFÁN Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Öll kínvesk leikfimi Fríir prufutímar milli jóla og nýárs • Heilsu Qi Gong 5000 ára tækni • Heilsubætandi Tai chi • Kung Fu í samstafi við Kínveskan íþrótta háskóla SKRÁNING NÚNA! Fyrir alla aldurshópa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.